Mikilvægu smáatriðin á netinu

markaðsmál Jul 24, 2014

Þú stendur í þeim sporum að vera með góða viðskiptahugmynd og gangi allt að óskum bíða þín gull og grænir skógar handan við hornið.

En það er nokkurn veginn sama hver viðskiptahugmyndin er, að árangurinn mun að stórum hluta ráðast af því hversu sýnilegt sprotafyrirtækið þitt eða varan getur verið á netinu. Þeir sem ekki sjást á netinu gætu allt eins ekki verið til. Er því vissara að frumkvöðlar hugi að því strax á fyrstu skrefunum hvernig má ná sem mestum og bestum sýnileika í gegnum netið:

1. Googlaðu nafn vörunnar eða fyrirtækisins. Ertu  með einstakt nafn í höndunum eða ertu að keppa við milljónir leitarniðurstaða?

2. Er gott  lén til sölu sem inniheldur nafn vörunnar eða fyrirtækisins? Síður á borð við Domainguru.com bjóða upp á aðgengilega léna-leitarvél. Ef hentugt lén er ekki á lausu gæti verið skynsamlegt að finna nýtt nafn á reksturinn.

3. Ekki kaupa lén nema það endi á .com eða .is. Margir sem vilja finna upplýsingar um fyrirtækið þitt munu byrja á að slá inn nafnið á fyrirtækinu í vafrann og bæta .com eða .is fyrir aftan. Ef þú ætlar að herja bæði á íslenska og erlenda markaðinn skaltu kaupa bæði .com og .is lénin.

4. Ekki kaupa lénsnafn með hástriki eða tölum og hafðu lénið eins einfalt og auðvelt að muna og hægt er. Reyndu að hafa ekki fleiri en þrjú atkvæði í léns-nafninu. Odyra-flugfelagid.is mun tapa fyrir oflug.is. (Og já, lénið Oflug.is er laust!)

5. Skráðu þig fyrir Facebook síðu og Facebook-slóð með nafni fyrirtækisins og/eða vörunnar. Gerðu það sama á YouTube, Flickr, Twitter, Google+, Vimeo, Pinterest og Gmail. Þú vilt hafa stjórn yfir vörumerkinu þínu á þessum stöðum og vissara að vera búinn að eignast rétta notendanafnið áður en varan þín verður heimsfræg.

6. Lestu þér til um leitarvélabestun (e. search engine optimization), og notaðu fræðin í öllu því efni sem þú setur á netið. Þú vilt vanda þig við að hafa réttu lykilorðin í textum og réttu „töggin“ á myndum svo fólk finni þig hratt og vel þegar það leitar að Spliff, Donk eða Gengju.

7. Athugaðu svo hversu auðvelt er að ná í þig með þeim upplýsingum sem finna má á netinu. Er fyrirtækið skráð á Já.is? Er eldgamalt farsímanúmer við nafnið þitt í símaskránni? Má finna landlínunúmer, farsímanúmer, heimilisfang og tölvupóstfang á vefsíðunni eða í „about“ glugganum á Facebook-síðunni?

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.