Í dag birtist á forsíðu fréttablaðsins grein um það að sprotafyrirtækið CLARA hefði verið selt á 1 milljarð króna. Fyrir Íslenska sprotaumhverfið eru þetta náttúrulega frábærar fréttir. Nokkrir af okkar öflugustu ungu frumkvöðlum hafa sannað að hér á Íslandi geta orðið til öflug fyrirtæki sem eru samkeppnishæf við þau bestu erlendis. Einnig virðast þeir hafa gengið frá þessu með smá aur í vasanum og það sem meira skiptir mikla reynslu sem mun vonandi nýtast þeim til að búa til önnur öflug og skemmtileg fyrirtæki í framtíðinni.

Lesa má nánar um þettta hér: http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2013/05/01/clara_seld_fyrir_meira_en_milljard/

Ég get ekki annað en samglaðst CLARA hópnum en á sama tíma samgleðst ég líka íslenska frumkvöðlaumhverfinu þar sem ég veit að þetta mun hafa keðjuverkandi áhrif á umhverfið. Vonandi munu nú fleiri fjárfestar átta sig á þeim tækifærum sem búa í ungum sprotafyrirtækjum og vonandi mun þetta veita þeim fjölmörgu stofnendum sem eru að starfa við erfiðar aðstæður innblástur til að halda áfram og gefast ekki upp þótt að móti blási.

Þetta er allavegana búið að veita mér innblástur og ætla að lofa því hér og nú að sá dagur mun koma að ég mun ganga með nokkuð hundruð milljónir frá sölu á einu af fyrirtækjum mínum. Annars skal ég hundur heita!