Í morgun mætti ég á Nýsköpunarþing 2013 sem haldið er af Rannís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Íslandsstofu og Nýsköpunarsjóði. Viðburðurinn var hinn prýðilegasti í alla staði.
Fyrsti ræðumaðurinn hafði gert samanburð á frumkvöðlaumhverfinu á norðurlöndunum og þá sérstaklega í samhengi við hraðvaxandi fyrirtæki og fannst mér sem svo að niðurstaða þeirra rannsókna væri hvað helst sú að Íslensk fyrirtæki eru ekki að stækka jafn mikið og jafn hratt og þau sem eru á flestum hina norðulandanna.
Hilmar Veigar Pétursson hjá CCP var svo með kynning á hvernig vöxturinn á CCP hefði verið og reyndi hann að greina hvað hefði betur mátt fara til að hraða fyrir vexti fyrirtækisins. Hilmar er alltaf með góðar kynningar og þessi var engin undantekning. Hann virtist þó ekki svo viss um að hann hefði viljað gera mikið öðruvísi þar sem hann sagði að erfiðu tímabilin hefðu þjappað mannskapnum saman og búið til öflugri starfshóp.
Kynnt var skemmtilegt hljóðfæri sem blandar saman tækni og tónverki.
50% Complete
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.