Raunverulegt dæmi um Facebook markaðssetningu

almennt markaðsmál May 21, 2011

Þið hafið líklega öll heyrt talað um hvað það sé sniðugt að nota Facebook til að markaðssetja vöru en hvað felst nákvæmlega í því að nota Facebook til að markaðssetja vöru? Er nóg bara að stofna síðu fyrir vöruna og bíða svo eftir að allir komi og líki hana? eða kannski bara að bjóða eitthvað gefins þá koma allir? Nei, ég er nú hræddur um að það sé nú ekki alveg svo einfalt.

Ég hef aðstoðað nokkur fyrirtæki við markaðssetningu á Facebook og einnig notast mikið við slíka markaðssetningu sjálfur. Sem dæmi þá notaðist ég nær eingöngu við Facebook markaðssetningu og leitarvélabestun þegar ég fór af stað með Búngaló og það kom mjög vel út.

Ég hef nú verið beðin um að astoða við Facebook markaðssetningu fyrir vöru sem ber heitið Eldhemja. Þetta er nokkuð krefjandi verk þar sem þetta er bara ein vara sem á að markaðssetja og þetta er frekar óspennandi iðnaður. Kosturinn aftur á móti með vöruna er sú að þetta er nýtt á markaðnum og nokkuð skemmtileg lausn miðað við annað sem er í boði. Hluti af ástæðunni fyrir því að ég ákvað að taka þetta að mér var sú að ég áleit þetta vera skemmtilega áskorun og ef hægt væri að skapa líf í kringum þetta þá væri hægt að gera það með flestar vörur.

Staðan á verkefninu í dag:

 • Búið að stofna FB síðu
 • Búið að búa til username (http://facebook.com/eldhemja)
 • Komnir 253 skráðir vinir á FB síðunni.
 • Það er engin vefsíða til fyrir vöruna, en eigendur eiga lénið www.eldhemja.is.

 

Undirbúningur

Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að staldra við og velta fyrir sér hver tilgangurinn sé með því að nota Facebook. Hvað er það sem þið viljið fá út úr ferlinu?

Dæmi um hugsanlegar ástæður fyrir herferðinni gætu t.d. verið:

 • Að auka vörumerkjavitund
 • Að auka sölur á vörunni
 • Skapa ímynd fyrir fyrirtækið
 • Skapa vettvang þar sem þið getið átt samskipti við notendur
 • Búa til tímabundna athygli fyrir ákveðna vöru
 • Koma á framfæri tilboðum
 • o.s.frv.

Það eru í raun hægt að nota Facebook á ótal vegu en eina sem þið verðið að passa er að reyna að gera ekki allt á sama tíma. Einbeitið ykkur að nokkrum tilteknum markmiðum og áttið ykkur á því hvað þið verðið að gera til að ná þeim.

Með þetta tiltekna verkefni settist ég niður með fulltrúa frá fyrirtækinu yfir góðum kaffibolla og við tókum spjall um vöruna og hver markmið fyrirtækisins væru. Þegar við vorum komnir vel á annan kaffibollann vorum við búnir að átta okkur aðeins betur á hvað við vildum fá út úr herferðinni. Aðal markmiðið yrði að skapa vörumerkjavitund þar sem þetta er ný vara og nauðsynlegt að fólk viti að hún sé til og hugsi til hennar næst þegar öryggismál á heimilinu eru endurhugsuð.

Út frá því settum við það markmið að ná 1.000 vinum/aðdáendum á Facebook fyrir þessa vöru og reyna gera upplifun þeirra eftirminnilega. Í framhaldi af því myndi fulltrúi frá fyrirtækinu taka við umsjón með síðunni og vera með reglulegar uppfærslur til að halda uppi samskiptum við þessa þúsund aðila.

Við töldum það einnig nauðsynlegt að setja upp vefsíðu fyrir vöruna þar sem góð vefsíða byggir upp traust gagnvart hugsanlegum viðskiptavinum og hugsanlega væri þá einnig hægt að setja upp smá greiðslukerfi til að þeir sem væru áhugasamir gætu pantað vöruna beint í gegnum vefsíðuna.

Þannig ef við tökum þetta saman þá eru markmið verkefnisins þessi:

 • Aukin vörumerkjavitund
 • 1.000 vinir/aðdáendur
 • Einföld en fagmannlega unnin vefsíða.

 

Fyrstu skrefin

Það allra fyrsta sem ég ætla að gera er að deila þessari FB síðu á veggnum mínum, þetta er mjög einfalt en mörgum sem yfirsést einföldu hlutina. Það eitt að deila þessu persónulega á Facebook fær boltann oft til að byrja rúlla, ef þetta hefði verið eigin verkefni þá hefði ég jafnvel hringt í nokkra vini sem ég héldi að hefðu áhuga á þessu og spurt þá hvort þeir væru til í að deila þessu á sínum FB veggjum. Þegar verið er að deila einhverju svona þá skiptir máli að þetta sé áhugaverður titill og að fólk verði forvitið og smelli á hann. Einnig er nauðsynlegt að vera heiðarlegur í öllu því sem maður lætur frá sér á Facebook og segja aldei eitthvað sem þú meinar ekki.

En þá ætla ég að segja þessum fyrsta part af nokkrum um Facebook markaðssetningu lokið en við höfum hér farið yfir nauðsynlegan undirbúning áður en farið er út í FB markaðssetningu. Ég mun á næstkomandi vikum halda áfram að skrifa um þetta verkefni samhliða því sem ég vinn í því. Ef þið viljið sjá núverandi stöðu á facebook síðunni þá má nálgast hana hér: facebook.com/eldhemja.

 

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.