Rekstrarumhverfi hugbúnaðar- og sprotafyrirtækja á Íslandi

almennt Jun 10, 2014

Tryggvi Hjaltason hafði nýverið samband við mig til að segja mér frá mastersritgerð sem hann hafði unnið um rekstrarumhverfi hugbúnaðar- og sprotafyrirtækja á Íslandi. Helstu niðurstöður verkefnisins voru þessar:

“Niðurstöður rannsóknarinnar eru í raun mjög skýrar og nokkuð afgerandi staðfestar af alþjóðlegum mælingum. Þegar kemur að rekstrarumhverfi hugbúnaðar- og sprotafyrirtækja á Íslandi felast veikleikarnir fyrst og fremst í ófullnægjandi fjármögnunarumhverfi, vanköntum á skattaumhverfinu og takmörkuðum aðgangi að sérfræðiþekkingu. En Ísland hefur líka marga styrkleika á þessum vettvangi og eru styrkleikarnir margir hverjir fólgnir í þáttum sem eru ekki eins breytanlegir og veikleikarnir eins og menningu, smæð, tengslum og aðgangi. Á Íslandi er gott að stofna fyrirtæki, aðgangur er að góðu tengslaneti, styttra er í prufumarkaði en almennt gengur og gerist erlendis og grunnaðstæður eru til staðar til þess að mikill hraði getur verið í ferlinu að breyta hugmynd í fyrirtæki.”

 

Og svo má lesa meira um rannsóknina, framkvæmd hennar og niðurstöðurnar á vefsíðu Tryggva http://seediceland.com/

Nú væri gaman að heyra álita ykkar á íslensku rekstrarumhverfi og hvort þið séuð sammála niðurstöðum þessarar rannsóknar.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.