Skákborðið og hrísgrjónin

almennt Jan 16, 2013

Sagan segir að þegar skákborðið hafi upphaflega verið fundið upp hafi hugvitsmaðurinn á bak við það farið með það til leiðtoga landsins. Leiðtoginn var svo ánægður þessa uppfinningu að hann bauðst til að greiða hugvitsmanninum hvað svo sem hann bæði um í þakklæti fyrir þessa uppfinningu. Hugvitsmaðurinn, sem var mjög vitur maður, bað leiðtogann um að honum yrði greitt eitt hrísgrjón fyrir fyrsta reit skákborðsins, 2 hrísgrjón fyrir annan reit borðsins, fjögur hrísgrjón fyrir þriðja reitin og svo framvegis. Alltaf tvöfaldandi fjölda hrísgrjóna á reitnum á undan. Leiðtoginn samþykkti þetta án þess að hika og varð jafnvel smá móðgaður yfir því hversu lítið hefði verið beðið um. Hann skipaði gjaldkera sínum um að reikna út heildarfjölda hrísgrjóna og afhenda hugvitsmanninum. En þegar það tók gjaldkeran meira en viku að reikna þetta út kallaði leiðtoginn hann á fund og bað um útskýringu á seinagang hans. Gjaldkerinn gaf honum þá niðurstöður útreikningana og útskýrði fyrir honum að það myndi taka meira en heildareignir konungdæmisins til að greiða hugvitsmanninum það sem þeir skulduðu honum.

Ef þið takið ykkur tíma til að reikna þetta út til enda komist þið að því að heildarfjöldi hrisgrjóna sem hugvitsmaðurinn hefði átt að fá var 18,446,744,073,709,551,615 hrísgrjón. Slíkur fjöldi hrísgrjóna hefði vegið 461,168,602,000 tonn og verið þúsund falt meiri heldur en heildar framleiðsla hrísgrjóna í heiminum 2010.

Ég held mikið upp á þessa dæmisögu þar sem ég man ennþá eftir að hafa heyrt hana sem krakki og efast um sanngildi hennar. Mér fannst það svo ólíklegt að regluleg tvöföldun á einu litlu hrísgrjóni gæti sett heilt konungsdæmi á hausinn. Í dag aftur á móti skil ég viskuna á bak við söguna og lít að mörgu leiti á velgengni sem vöxt svipaðan þeim sem heyra mátti um í þessari dæmisögu. Þú verður ekki ríkur á einu hrísgrjóni en ef þú ert duglegur og samviskusamur einstaklingur sem vinnur markvisst að markmiðum þínum þá nærðu að vinna þér inn eitt hrísgrjón eða einn hundrað kall, einn og sér er hann ekki mikið en þú heldur ótrauður áfram þangað til að þú nærð að tvöfalda hundrað kallinn í tvö hundruð kall og svo fjögur hundruð og svo koll af kolli. Þetta er ekki auðveldur ferill og hann tekur mörg ár eða jafnvel áratugi, flestir gefast upp strax í byrjun þar sem þeim finnst hundrað kall ekki vera mikill peningur en þeir sem halda þetta úti og tvöfalda peninginn alltaf með reglulegu millibili þeir byrja hægt og rólega að sjá hann stækka og stækka. Svo einn daginn er eru þeir orðnir ríkir og halda samt áfram að tvöfalda peninginn þar sem það er orðið vani hjá þeim. Ég tel þetta eiga við um fjármál, frama, velgengni, heilsu og flesta þá þætti sem við kljáumst við í lífinu.

Byrjaðu að ganga eftir skákborðinu og tvöfaldaðu það sem þú vilt afreka í lífinu.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.