Sprotalistar

almennt Oct 22, 2012

Nýlega var opnaður nýr vefur sem ber heitið sprotar.is og stendur Nýsköpunarmiðstöð á bak við þennan vef. Vefsíðan stefnir að því að vera með lifandi lista þar sem heldur utan um fyrirtæki sem teljast vera á sprotastiginu með þeim tilgangi að veita almenningi og hlutaðeigendi aðilum almenna sýn á umhverfi sprota í dag. Þetta er að mörgu leiti fínt framtak og verður gaman að sjá hvernig tekst til en þetta minnti mig þó á nokkrar aðrar tilraunir sem hafa verið gerðar til að búa til svona lista og sumir lifa eitthvað áfram en aðrar deyja fljótlega vegna skorts á uppfærslum og betrumbætum.

Sprotablað Frjálsrar Verslunar
Eyþór Ívar Jónsson hjá Klakinu hefur undanfarin ár tekið saman lista yfir áhugaverða sprota í árlegu tölublaði Frjálsrar verslunar sem ber heitið “sprotablaðið”. Yfirleitt eru þetta um 100 sprotar sem Eyþór tekur saman ár hvert.

Sprotalisti Hjálmars Gíslasonar
Hjálmar Gíslason stofnandi Datamarket setti upp lista yfir sprotafyrirtæki 2008  en ég hef nú reynda ekki náð að komast yfir þann lista svo ég veit ekki alveg hvernig hann stendur í dag en hvort honum hafi verið við haldið.

Icelandic Startup Companies Map
Finnur (fyrir mörgum betur þekktur sem Gommit)  setti upp 2010 skemmtilegt kort með staðsetningu allra frumkvöðlafyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var mjög skemmtilegt framtak hjá honum og á þeim tíma mjög nýleg leið til að setja fram svona upplýsingar. Þetta er listi sem mætti endilega vekja aftur til lífsins en ég held að hann hafi lítið verið uppfærður nýlega.

Google docs listinn
Lengi vel var listi sem var geymdur á Google Docs sem gekk manna á milli og var frekar ýtarlegur og góður listi yfir öll sprotafyrirtæki á Íslandi. Ég er reyndar ekki að finna linkinn á þennan lista einmitt núna þannig ef einhver þarna úti er með linkinn þá endilega deilið honum sem comment hérna fyrir neðan. En þessi listi var nokkuð góður og virkaði ágætlega þar sem hann var nokkuð lifandi og margir sem komu að því að uppfæra hann.

 

Crunchbase
Vefmiðillinn Techcrunch er með vefsíðuna crunchbase.com sem heldur utan um alþjóðleg frumkvöðlafyrirtæki í tæknigeiranum og geta fyrirtæki skráð sig sjálf á vefsíðunni þeirra. Mikið af íslenskum fyrirtækjum hafa haft vit á því að skrá sig þar og hérna má nálgast lista yfir öll íslensk fyrirtæki sem hafa skráð sig.

 

 

Ef þið viti um einhverja fleiri lista yfir sprota þá endilega deilið þeim með okkur 🙂

 

 

 

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.