Stærsti frumkvöðlaviðburður ársins 2014

Uncategorized May 14, 2014

Ég hef lítið reynt að hylja skoðanir mínar á Startup Iceland viðburðinum sem fer fram 2.júní í Hörpunni enda tel ég þetta vera einn öflugasta viðburð ársins fyrir frumkvöðla og í raun eitthvað sem engin íslenskur frumkvöðull ætti að láta fram hjá sér fara.

Mér finnst það þó afar sorglegt að þetta árið mun ég ekki komast á þennan viðburð þar sem ég verð staddur út í Kanada að opna skrifstofu þar í landi fyrir fyrirtækið mitt. Startup Iceland ráðstefnan spilaði þó stóran þátt í því að ég er núna kominn í útrás til Kanada. Á fyrri ráðstefnunum hitti ég öfluga frumkvöðla sem ég hef haldið góðu sambandi við og út frá þeim samböndum hafa orðið til allskonar tækifæri sem leiða svo af sér önnur tækifæri. Þessi tækifæri eru hluti ástæðu þess að ég sá mér nú hag í því að opna fyrirtækið erlendis, ég er komin með tengslin og þekkinguna á erlendum mörkuðum. Það má því með sanni segja að svona viðburðir eru ekki bara gerðir til að læra af miklu reyndari frumkvöðlum heldur líka til að hitta og kynnast öðrum öflugum einstaklingum (eins og þér sjálfum/sjálfri) og betrumbæta þannig tengslanet þitt.

Þetta verður í fyrsta skipti sem ég missi af þessum viðburð en ég að treysti á að þið nýtið ykkur þetta tækifæri í botn í fjarveru minni, blandið geði við erlenda frumkvöðla, styrkið tengslanet íslenskra frumkvöðla og skálið nokkrum bjórum fyrir mig 🙂

Startup Iceland ráðstefnan fer fram 2.júní í Hörpunni og þið getið fengið frekari upplýsingar um hana og keypt miða á hana hér: http://www.startupiceland.com/

Kaupið miða tímanlega svo þið missið ekki af þessu 🙂

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.