Startup Reykjavík er 10 vikna bisniss mössun!

almennt Jun 23, 2012

Ég leit við á skrifstofu Startup Reykjavík verkefnisins í síðustu viku og fékk þar tækifæri til að spjalla aðeins við bæði skipuleggjendur verkefnisins og flesta þeirra 10 hópa sem komumst inn. En þannig var að fjöldinn allur af einstaklingum og hópum sem voru með viðskiptahugmyndir sóttu um að fá að taka þátt í þessu 10 vikna verkefni en einungis 10 hópar fengu inngöngu.

Verkefnið gengur út á það að keyra viðskiptahugmyndirnar af stað og hnoða þær til þangað til úr verður æðislegt fyrirtæki. Verkefnið er byggt á sama grunni og Techstars út í Bandaríkjunum en sú útungunarstöð frumkvöðlafyrirtækja hefur gengið frábærlega vel. Öll fyrirtækin fá vinnuaðstöðu í virkilega flottu húsnæði í Ármúla þar sem þau eru umkringd öðrum öflugum frumkvöðlum, þau fá einnig 2 milljónir króna í peningum gegn 6% hluta í fyrirtækjum þeirra og svo fá þau handleiðslu og ráðgjöf frá fjöldanum öllum af hæfum mentorum. Í lokin á þessum 10 vikum verða öll þessi fyrirtæki svo aðstoðuð við að komast í samband við fjárfesta og mentora til að tryggja það að leið þeirra verði öll upp á við í framtíðinni 🙂

Það besta við þetta verkefni finnst mér vera það að allir þessir hópar fá á meðan á þessu 10 vikna verkefni stendur aðstoð frá yfir 40 mentorum sem allir hafa ótrúlega mikla reynslu og þekkingu á bak við sig. Slík ráðgjöf mun án nokkurs vafa nýtast þessum frumkvöðlum afar vel í því að þróa áfram hugmyndir sínar og gera þær að veruleika. Ég mæli með að þið kíkjið inn á Startup Reykjavík vefsíðuna og skoðið nánar hvað er í gangi og alla þá flottu aðila sem koma að verkefninu. Ég mun fylgjast grannt með þessu og gæti vel verið að ég taki viðtal við eitthvað af þessum flottu hópum sem nú eru á fullu að þróa framtíð íslensks viðskiptalífs 🙂

 

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.