Startup Weekend

almennt Feb 28, 2012

“No Talk, All Action.
Launch a startup in 54 hours”

 

Er slagorð Startup Weekend út í Bandaríkjunum en Startup Weekend eru viðburðir sem eru búnir að slá heldur betur í gegn og eru í dag haldnir út um allan heim. Hugmyndin á bak við SW er að einstaklingar og hópar með hugmyndir komi saman og í 54 klukkustundir gera þeir ekkert annað en að vinna að hugmyndum sínum. Í lok helgarinnar reyna hóparnir svo að vera komnir með einhverskonar prótótýpu eða uppkast af vöru/vefsíðu/fyrirtæki. Hér fyrir neðan er smá myndband sem sýnir hvernig viðburðurinn gengur fyrir sig út í Bandaríkjunum.

Startup Weekend - Full from Eighteen Eighty on Vimeo.

Nánari upplýsingar um Startup Weekend má finna á vefsíðu þeirra http://startupweekend.org/ En eins og sést á þessu korti eru viðburðirnir sem þeir halda bókstaflega út um allan heim.

Þessir viðburðir hafa einnig náð til klakans og eru hér haldnir undir nafninu ANH (Atvinnu- og nýsköpunarhelgar). Þrátt fyrir að viðburðurinn beri mismunandi nafn þá er viðburðurinn sjálfur að stærstum hluta sá sami. Ég hef tvisvar sinnum tekið að mér hlutverk mentors á þessum viðburðum þar sem ég hef verið til staðar til að aðstoða unga frumkvöðla við að reyna láta hugmyndir sínar verða að veruleika. Í þetta sinn þá ákvað ég þó að taka þátt í ferlinum sem þáttakandi og mætti á Akureyri með hugmynd af nýjum vettvangi fyrir núverandi fyrirtæki mitt þ.e.a.s. ég hef verið með bókunarkerfi fyrir sumarbústaði og vildi komast að því hvort það væri hægt að færa þá hugmynd yfir á tjaldsvæði þar sem mér fannst markaðssetning íslenskra tjaldsvæða vera vægast sagt léleg. Árangur helgarinnar var í raun mun meiri en ég átti von á og komst ég að því að það er ótrúlegt hvað hægt er að afkasta á einni helgi ef maður einbeitir sér 100% að einu verkefni og er ekki að láta neitt trufla sig. Í lok helgarinnar var ég kominn upp með fyrsta uppkastið af vefsíðunni www.campalo.is auk þess sem ég setti upp lendingarsíðu fyrir alþjóðlega útgáfu af vefsíðunni www.campalo.com.

Ég mætti þarna og var búinn að búast við því að ég myndi vera einn út í horni að forrita eitthvað en svo endaði ég á því að fá frábært fólk með mér í hóp sem aðstoðaði mig við að þróa hugmyndina áfram. Ég vil því nýta þetta tækifæri til að þakka Darra, Hrafnhildi, Lilju og Njáli kærlega fyrir alla aðstoðina um helgina 🙂

Ég get hiklaust mælt með þessum viðburði fyrir alla þá sem hafa áhuga á að láta reyna fyrir sér í fyrirtækjarekstri. Þetta er alvöru stuðningsumhverfi þar sem þið getið leitað ráðleggingar og fengið spark í rassinn en eins og alltaf þá getið þið ekki búist við að aðrir vinni vinnuna ykkar. Þetta er allt undir því komið að þið séuð tilbúin í að gefa 100% af orku ykkar og tíma í viðskiptahugmyndir ykkar. Upplýsingar um næstu ANH viðburði og frekari upplýsingar má nálgast hér http://www.anh.is/ 0g svo leyfi ég líka að fylgja smá myndbrot frá nokkrum af þeim viðburðum sem hafa verið haldnir hér á landi, þið sjáið meðal annars mig bregða fyrir þarna í mentor hlutverki.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.