Stjarnfræðilegar fjárhæðir á örfáum árum

almennt Aug 18, 2014

Eitt af því sem gerir frumkvöðlastarfið svo spennandi er að þar eru tekjumöguleikarnir miklu meiri en á vinnumarkaðinum. Frumkvöðullinn tekur vitaskuld mikla áhættu, og fari allt á versta veg er hann litlu bættari eftir að hafa í fjölda ára lagt blóð svita og tár í efnilega viðskiptahugmynd.

Gangi allt að óskum geta ávetir erfiðisins hins vegar verið langt, langt framúr því sem hæst launuðu launþegar fá fyrir að streða frá níu til fimm.

Fyrr á árinu tók Wall Street Journal saman tölur sem sýna þennan veruleika svart á hvítu. Gerði fjármáladagblaðið lista yfir verðmætustu sprotafyrirtæki heims og raðaði eftir áætluðu markaðsverði miðað við síðustu fjármögnunarlotu.

Gat WSJ fundið samtals 30 sprota i Bandaríkjunum, Evrópu og Kína sem verðlagðir eru á meira en milljarð dala. Elsta fyrirtækið á listanum var stofnað 1995 en það yngsta 2012.

Efst á listanum trónir Uber, metið á 18,2 milljarða dala með fjármögnun samtals upp á 1,6 milljarða. Uber var stofnað 2009 og hefur því að jafnaði hækkað í virði um 3,64 milljarða dala á ári. Skagar það hátt í árleg fjárlög íslenska ríkisins.

Næst á listanum eru Dropbox, stofnað 2007, Airbnb og kínverski farsímaframleiðandinn Xiaomi, öll metin á 10 milljarða dala, stofnuð 2007, 2008 og 2010.

Fyrirtækin sem á eftir koma ættu sum að vera vel kunnug lesendum Frumkvöðla.is, en önnur með öllu óþekkt, og eru samt verðmetin margfalt á við verðmætasta fyrirtæki Íslands.

Fimmta á listanum er bandaríska fyrirtækið Palantir sem þjónustar gagnanjósnaþarfir Bandarískra stjórnvalda, metið á 9,3 milljarða dala. Sjötta er Jingdong, kínversk netverslun metin á 7,3 milljarða dala.

Myndavefurinn Pinterest er í sjöunda sæti, metin á 5 milljarða, svo evrópska netverslunin Zalando, þá geimferðafélagið SpaceX, 4,8 miljarða virði, og í tíunda sæti hugbúnaðarfyritækið Cloudera metið á 4,1 milljarð dala.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.