Styrkir haustið 2012

styrkir Aug 08, 2012

Þá er komið að þessu skemmtilega tímabili ársins sem við höfum öll svo svakalega gaman af…. jú einmitt, kominn tími á styrktarumsóknir. Flestir helstu styrkveitendur eru með umsóknarfrest í september og því er ágætt að telja hérna aðeins upp þá styrki sem eru í boði. Ef þið eruð að spá í að sækja um þá er ágætt að byrja á umsóknunum fyrr en síðar, jafnvel bara að byrja núna strax.

15.sept: Tækniþróunarsjóður

Tækniþróunarsjóðurinn býður upp á stærstu styrktarupphæðin sem þú getur sótt um stærstu styrkir þeira nema 30 milljónum. En styrkirnir skiptast í 3 flokka sem hver er hugsaður fyrir fyrirtæki á mismuandi stað í rekstrarferslinum. Flokkarnir eru eftirfarandi.

1. Frumherjastyrkur:
Verkefnin eru einungis styrkt til 2ja ára að hámarki 5 milljónir hvert ár. Krafist er 25% mótframlags umsækjenda.

2. Verkefnisstyrkur:
Almennir verkefnisstyrkir eru til allt að 3ja ára og að hámarki 10 milljónir króna á ári. Krafist er 50% mótframlags umsækjenda.

3. Brúarstyrkur:
Verkefnin eru einungis styrkt til eins árs að hámarki 5 milljónir. Krafist er 50% mótframlags umsækjenda.

Ef þú ert að fara að sækja um styrk hjá Tækniþróunarsjóð í fyrsta skipti þá máttu búast við miklum tíma í það. Það er ætlast til að til staðar sé fullunnin viðskiptaáætlun auk þess þarf að fylla út tímafrek excel-skjöl. Það góða við að sækja um hjá tækniþróunarsjóð er að hann gefur manni gagnrýni til baka svo maður viti hvað maður gerði vitlaust, eini sjóðurinn sem gerir það sem best sem ég veit.

Frekari upplýsingar er að finna hér: http://rannis.is/sjodir/taeknithrounarsjodur/umsokn-og-upplysingar/

12.sept: Nýsköpunarstyrkur Landsbankans

Þessi styrkur var fyrst veittur í fyrra og samkvæmt Landsbankanum þá verður hann veittur á hverju ári. Styrknum er ætlað að styðja við frumkvöðla til að aðstoða þá við að þróa nýja viðskiptahugmynd eða yfirfæra eldri viðskiptahugmynd yfir á nýtt markaðssvæði. Þennan styrk má nota til að kaupa efni, tæki, sérfræðiþjónustu, námskeið eða annað sem byggir upp færni sem nýtist við þróun viðskiptahugmyndar. Þessi styrkur virðist því vera nokkuð sveigjanlegri en margir aðrir.

Alls munu vera veitar 15 millljónir í styrki og skiptast styrkirnir í hærri og lægri styrki. Hærri styrkirnir miðast við 500þús – 2 milljónir og lægri styrkirnir miðast við 200-500þús.

Frekari upplýsingar má finna hér: http://www.landsbanki.is/fyrirtaekjathjonusta/nyskopun/nyskopunarstyrkir/

20.sept: Átak til atvinnusköpunnar (Nýsköpunarmiðstöð)

 

Þessi styrkur er gerður til styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta. Styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða í frumkvöðla og sprotafyrirtækjum. Hámarksupphæð er 50% af kostnaði verkefnis sem sótt er um, umsækjandi þarf að fjármagna hinn helminginn sjálfur.

Frekari upplýsingar má nálgast hér: http://nmi.is/studningur/styrkir-og-studningsverkefni/atak-til-atvinnuskoepunar/

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.