Ég fór í 3 vikna langt sumarfrí og ég vann ekki neitt!
Viðskiptavinir mínir héldur áfram að kaupa þjónustur mínar og fundu lítið fyrir fjarveru minni enda er ég búinn að hanna fyrirtækið þannig að ég sé ekki ómissandi.
Það er ekki svo langt siðan að ég var svo upptekin við að byggja upp fyrirtæki að ég tók mér aldrei frí, ég vann meira og minna alla daga vikunnar og allar vikur ársins.
Það er kannski ekki svo ólíklegt að þú sért eins og ég var? Að þú sért of upptekin við að byggja eða reka fyrirtækið þitt til að taka þér almennilegt frí? Ef það er tilfellið þá er þessi grein 100% skrifuð fyrir þig.
Auðvitað er skiljanlegt að þú vinnir mikið fyrstu 1-2 árin við að koma rekstri þínum af stað, það er ekki auðvelt að byggja upp fyrirtæki og krefst mikils tíma og orku frá þér fyrst um sinn. Þú þarft aftur á móti eins fljótt og þú getur að hætta að vinna af hörku og byrja að vinna gáfulega.
Ég er með áskorun fyrir þig!
SKELLTU ÞÉR Í SUMARFRÍ!
Reyndu að taka þér allavegana 2 vikur í frí án þess að vinna nokkuð í rekstrinum þínum. Engir tölvupóstar, símtöl eða FB skilaboð og skildu tölvuna eftir heima.
Þetta mun gera tvennt fyrir þig.
(1) Fyrsta lagi mun þetta endurhlaða batterýin þín og þú kemur algjörlega endurnærð(ur) aftur til vinnu með miklu meiri drifkraft, orku og hamingju en þú ert með núna.
(2) Öðru lagi mun þetta sýna þér allt það sem þú þarft að betrumbæta í rekstrinum. Því ef það er eitthvað sem fer úrskeiðis þegar þú ert fjarverandi þá veistu að það er það sem þarft að betrumbæta til að búa til heilbrigðari fyrirtækjarekstur.
Ef þú vilt straumlínulaga rekstur þinn og gera hann sjálfbæran svo hann sé ekki háður þér alla daga vikunar þá mæli ég með að þú kynnir þér Vinnustofu fyrir fyrirtækjaeigendur. Þar aðstoða ég fyrirtækjaeigendur við að reka fyrirtæki sín með heilbrigðari og betri hætti.
Viltu horfa á frítt námskeið?
Á námskeiðinu förum við yfir grundvallaratriði sem allir þurfa að vera með á hreinu áður en fyrirtæki er stofnað.