Svona býrðu til prótótýpu

fablab Nov 01, 2021

Ég kíkti í heimsókn í Fablab Reykjavík á dögunum og spjallaði við hana Bryndísi Steinu Friðgeirsdóttur, sérfræðingur í menntamálum. Í viðtalinu sýndi hún okkur aðstöðuna sem er staðsett í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti.

Fablab er stafræn smiðja sem er opin öllum. Hægt er að 3D prenta, búa til mót, skera út, laser prenta, laser skera, fræsa og margt fleira. Við fengum að skoða nokkra hluti sem hafa verið búnir til í Fablab.

Ef þú hefur hugmynd að nýrri vöru þá er þetta staðurinn til að tilraunast áfram og búið til prótótýpu, á staðnum eru sérfræðingar sem hjálpa þér með allt sem kemur að tæknihlutanum og sem þú getur rætt við um það hvernig best væri að útfæra vöruna og þróað hana áfram, t.d. með tæknilegar útfærslur. Þú þarft bara að vera með hugmynd og þarft ekki að hafa neina tæknivitund þegar þú mætir.

Á staðnum er tölvuaðstaða sem allir hafa aðgang að. Efniviður í allar vélar eru á staðnum en hægt er að mæta með sitt eigið efni og nota bara vélarnar. Eina skilyrðið fyrir því að koma með sitt eigið efni er að ræða við starfsmann um að efnið sem þú komst með henti í vélarnar.

Allt kennsluefni finnur þú á Fabmennt.com, þar getur þú fundið námskeið sem eru í boði hjá Fablab Reykjavík.

Ég vil hvetja alla að mæta á opið hús, alla þriðjudaga á milli kl 13-20, þar sem þú getur fengið handleiðslu um öll tæki og tól sem í boði eru. Eða bara kíkja í kaffi og skoða aðstöðuna. Hægt er að senda fyrirspurnir á [email protected] ef fólk er með stærra verkefni svo að það sé hægt að setja niður tíma með sérfræðingum á staðnum, í handleiðslu og ráðgjöf.

Þegar fólk ætlar að nýta sér Fablab þá liggur kostnaðurinn í efninu. Greitt er fyrir þau efni sem það notar. Einnig þarf að greiða fyrir ef nota þarf eitt tæki í lengri tíma.

P.S. Ef þú vilt vilt fræðast um það hvernig þú átt að stofna þitt eigið fyrirtæki þá mælum við með námskeið í stofnun fyrirtækja -> https://www.frumkvodlar.is/stofnun

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.