Tækifærin í fyrirtækjarekstri

fyrstu skrefin Jul 13, 2020

Að vita að maður getur stofnað fyrirtæki víkkar sjóndeildarhringinn og því fylgir ákveðið öryggi, sjálfsöryggi. Við þurfum ekki öll að vinna fyrir einhvern annan og það er hvort eð er ekkert öruggt að vinna fyrir annan eins og við erum að sjá á öllu þessu fólki sem er að missa vinnuna um þessar mundir. 

Stundum getur öryggið verið fólgið í því að byggja upp þekkingu á hvernig við stofnum fyrirtæki og búum til okkar eigin tækifæri. Þau eru mjög mörg sem geta gert alveg fullt og eru troðfull af hugmyndum um alls konar. Það að kunna þessa beinagrind að fyrirtækjarekstri gæti búið til auðlindir sem enginn tekur frá manni. Að standa og falla með sjálfum sér og taka fullkomlega ábyrgð á eigin gjörðum er valdeflandi og hreinlega gott fyrir sálarlífið. 

Fyrirtækjarekstur heillar mig sérstaklega vegna þessa krafts sem ég sé hjá mínum skjólstæðingum, að sjá þá blómstra og treysta eigin hugmyndum er mjög gefandi fyrir kennara og þess vegna líður mér eins og að hreinlega allir ættu að hafa grunnskilning á fyrirtækjarekstri. Kannski þess vegna sem ég er búin að vera á kafi í þessu í hátt í 20 ár. 

En fyrirtæki er ekki bara fyrirtæki. Það eru ekki allir að reyna að verða ríkir en flestir vilja geta búið sér til lífið sem þeir vilja lifa. Ef farið er í fyrirtækjarekstur á réttum forsendum þá er nauðsynlegt að vita hvert markmiðið er. 

Hvernig viltu þína framtíð? Hvernig viltu lifa lífinu þínu? 

  • Vinna minna?
  • Vinna heima? 
  • Vinna hvar sem þú ert í heiminum? 

Fyrirtæki sem eru sköpuð á þessum forsendum eru kölluð lífstílsfyrirtæki og ganga út á einstaklingsbundna verðmætasköpun hvort sem það er að eyða meiri tíma með fjölskyldunni, auknar tekjur, frelsi eða ferðalög. Það þurfa ekki allir að búa til 100 starfsmanna fyrirtæki og mala gull með 12 tíma vinnudögum og það vilja það heldur ekki allir. 

Fyrirtækjarekstur er eins fjölbreyttur og við mannfólkið og ef þú veist hvað þú vilt þá ætti ekkert að stoppa þig í að ganga á eftir því.

Það þarf ekki að vera flókið að byggja upp rekstur, það er hægt að gera það meðfram vinnu eða námi og þú getur skapað þér lífið sem þú óskar þér.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.