Þrautseigja og gamall nöldrandi karl

almennt Sep 18, 2013

Ég tel mig nú ekki vera orðin svo gamlan en ég er þó farin að finna fyrir því að mér finnst ég vera orðin eins og gamall nöldrandi karl þegar fólk er að koma til mín og leita ráða. Þannig er nefnilega að eftir allt það sem ég hef farið í gegnum á síðust árum hef ég lært að það er ekkert til sem heitir frí máltíð. Þú þarft alltaf að leggja vinnu og tíma í allt það sem þú vilt ná að afreka og því verðmætara sem það er því meiri vinnu og tíma krefst það af þér.

Flestir þeir sem eru að fara sín fyrstu skref í fyrirtækjarekstri virðast ekki skilja þetta og verða oft pirraðir eða gefast upp ef þetta tekur lengra en nokkra mánuði. Það að skapa sér fjárhagslegt öryggi og stöðugan rekstur er ekkert smáræði og getur breytt öllu lífi ykkar um ókomna tíð og það að halda að það komi bara til ykkar á nokkrum mánuðum eða árum er fráleitt hugmynd. Þið getið afrekað allt sem þið viljið í þessu lífi en þið verðið að vera tilbúin að vinna fyrir því og lykilorðið þar er VINNA. Ég er sjálfur búinn að vera vinna í þessu markmiði í yfir 10 ár og mun halda áfram ótrauður þangað til það næst því ég veit að ef ég fer alla leið þá verður það algjörlega þess virði.

En þegar að fólk er að leita ráða til mín og virðist ekki hafa þolinmæði til að vinna lengur í verkefnum sínum en nokkra mánuði án þess að gefast upp, eða ef athyglin þeirra endist ekki lengur en nokkrar vikur eða ef það ætlast til að einhver komi bara og reki þetta fyrir sig, þá kemur gamli nöldrarinn upp í mér. Þá byrja ég ræðuna mína um að það verði bara að spýta í lófann og byrja þetta, eyða öllum þeim tíma sem þarf til að þetta verði að veruleika, lifa undir fátæktarmörkum í einhverja mánuði eða ár og geri bara allt það sem þarf að gera til að láta þetta verða að veruleika. Ef þið eruð ekki tilbúin að gera það eigið þið bara að halda ykkur við það að vinna fyrir aðra.

Kær kveðja,
Gamli nöldrarinn

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.