Tími til að sækja um styrki!

almennt Aug 23, 2011

Ef þið stefnið að því að sækja um styrki fyrir viðskiptahugmyndir/fyrirtæki ykkar þá er núna besti tíminn til að byrja. Skilfrestur nokkurra skemmtilegra styrkja rennur út núna í næsta mánuði og því góð ástæða fyrir ykkur til að setjast niður yfir tölvuna og byrja massa út nokkrar styrktarumsóknir. Herna er listi yfir þá styrki sem þið getið sótt um á næstu vikum:

 

15.sept: Tækniþróunarsjóður

Þetta er líklega öflugasti styrkurinn sem er í boði í dag, þar sem hann getur numið allt að 30 milljónum í stærstu verkefnin. En hann skiptist upp í 3 styrktarflokka sem hver er hugsaður til að aðstoða fyrirtæki á mismunandi stað í ferlinum, þessi flokkar eru eftirfarandi:

1. Frumherjastyrkur:
Verkefnin eru einungis styrkt til 2ja ára að hámarki 5 milljónir hvert ár. Krafist er 25% mótframlags umsækjenda.

2. Verkefnisstyrkur:
Almennir verkefnisstyrkir eru til allt að 3ja ára og að hámarki 10 milljónir króna á ári. Krafist er 50% mótframlags umsækjenda.

3. Brúarstyrkur:
Verkefnin eru einungis styrkt til eins árs að hámarki 5 milljónir. Krafist er 50% mótframlags umsækjenda.

Ef þú ert að fara að sækja um styrk hjá Tækniþróunarsjóð í fyrsta skipti þá máttu búast við miklum tíma í það. Það er ætlast til að til staðar sé fullunnin viðskiptaáætlun auk þess þarf að fylla út tímafrek excel-skjöl. Það góða við að sækja um hjá tækniþróunarsjóð er að hann gefur manni gagnrýni til baka svo maður viti hvað maður gerði vitlaust, eini sjóðurinn sem gerir það sem best sem ég veit.

Frekari upplýsingar er að finna hér: http://rannis.is/sjodir/taeknithrounarsjodur/umsokn-og-upplysingar/

 

16.sept: Nýsköpunarstyrkur Landsbankans

Þessi styrkur virðist vera nýtilkominn og því þekki ég ekki vel til hans. Þetta er hugsað til að gefa frumkvöðlum tækifæri til að þróa nýja viðskiptahugmynd, eldri viðskiptahugmynd á nýju markaðssvæði eða nýja vöru eða þjónustu. Í fljótu bragði virðist þetta vera nokkuð opinn styrkur þar sem maður getur nýtt styrkinn í það sem maður þarf mest á að halda.

Frekari upplýsingar má finna hér: http://www.landsbanki.is/fyrirtaekjathjonusta/nyskopun/nyskopunarstyrkir/

Landsbankinn ætlar með þessu að veita 7 styrki að upphæð 1 milljón hver og 20 styrki að upphæð 400þús hver.

 

22.sept: Átak til atvinnusköpunnar (Nýsköpunarmiðstöð)

Eins og segir á vefsíðu nýsköpunarmiðstöðvar um Átak til atvinusköpunar: “Styrkáætlun iðnaðarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins.”

Þessi styrkur er gerður til styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta. Styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða í frumkvöðla og sprotafyrirtækjum.

Frekari upplýsingar má nálgast hér: http://www.nmi.is/impra/styrkir-og-studningsverkefni/atak-til-atvinnuskopunar/

Hámarksupphæð er 50% af kostnaði verkefnis sem sótt er um, umsækjandi þarf að fjármagna hinn helminginn sjálfur.

 

Svo rakst ég líka á þennan styrktarlista inn á vefsíðu Landsbankans, góð samantekt: http://www.landsbanki.is/fyrirtaekjathjonusta/nyskopun/fjarmagn-fyrir-reksturinn/styrkir-og-sjodir/

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.