Uppbyggileg umræða

almennt Nov 04, 2012

Ég eyddi gærdeginum á ráðstefnunni Iceland Innovation UnConference 2012 sem var haldin af Landsbankanum  í Háskóla Ísland. Það var mjög ánægjulegt hversu mikið af nýjum andlitum voru á staðnum enda kemur það oft fyrir með frumkvöðlaviðburði hér á landi að alltaf sama fólkið er á þeim. Einnig fannst mér vera mjög ferskur blær yfir öllum umræðum og fólk virtist ræða mjög opinskátt um ástandið innan sprotaumhverfisins. Umræðan skiptist mikið niður í umræðuhópa svo ég náði nú ekki að átta mig á öllu því sem um var rætt en þær umræður sem ég tók þátt í snéru að mestu leiti að fjármagni og fjárfestum hér á landi. Persónulega tel ég helsta vandamál Íslands vera að það skortir fjárfesta með reynslu af frumkvöðlastarfi en einungsi slík týpa af fjárfestum er tilbúin að taka áhættuna af því að fjárfesta í fyrirtækjum á byrjunarstigi. Það er verkefni fjárfesta að lágmarka áhættu sína og þeir gera það með því að fjárfesta í því sem þeir þekkja, þess vegna fjárfesta fjárfestar með banka- og viðskiptafræðibakgrunn bara í ársreikningum og tölfræði á meðan að frumkvöðlafjárfestar fjárfesta í hugmyndum og fólki.

En ég ræddi einngi við fullt af skemmtilegum frumkvöðlum með áhugaverðar hugmyndir eins og t.d. Dag sem er með Fitbook og strákana í buxnalaus.is. Augljóst að það er nóg af öflugu og flottu fólki þarna úti að gera spennandi hluti 🙂

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.