Úthýsing símsvörunnar

almennt rekstur Jan 14, 2012

Ég er búinn að vera skoða ýmsa möguleika til að gera fyrirtækið mitt sjálfvirkara að öllu leiti og þannig reyna takmarka þá vinnu sem ég þurfi að leggja í hversdagslega hluti  til að geta nýtt tíma minn frekar í áframhaldandi þróun. Ein hugmyndin sem ég fékk var sú að úthýsa símsvörun fyrirtækisins þannig að ég þyrfti ekki að sitja við símann allan daginn sérstaklega þar sem vinnutíminn minn er oftar en ekki heldur óhefðbundinn. Fyrstu hugmyndirnar sem komu upp í hausnum á mér varðandi það var fyrsta lagi að það hlyti að vera fáranlega dýrt og öðru lagi að það hlyti nú að vera erfitt fyrir einhvern aðila út í bæ að svara spurningum um fyrirtækið mitt. Eftir að hafa leitað eftir símsvörunarþjónustu á google fann ég 3 fyrirtæki sem komu til greina, þessi fyrirtæki voru Ritari.isMiðlun og Símaverið. Eftir að hafa talað við þessi fyrirtæki komst ég að því að þessari hugmyndir mínar um þjónustuna voru fjarri lagi þar sem það kom mér töluvert á óvart að svona þjónusta er á nokkuð hagstæðu verði sérstaklega m.v. það að ég losna við töluverða vinnu. Auk þess sannfærðu þau mig um að starfsmenn þeirra gætu aðlagað sig vel að öllum fyrirtækjum.

Ég hef því ákveðið að slá til og prufa slíka úthýsingu.

Næstu skrefin eru þau að ég mun í sameiningu við símsvörunarfyrirtækið útbúa upplýsingarit fyrir starfsmenn símsvörunnarinnar um fyrirtæki mitt svo þeir geti flétt upp ef einhverjar spurningar koma upp sem þau vita ekki. Einnig verður svo ákveðið með hvaða hætti símtöl sem ég sjálfur þarf að svara fyrir verða áframsend, hægt er að senda þau áfram í GSM síma minn eða einfaldlega taka niður upplýsingar um viðkomandi og ég fæ þær sendar með SMS eða tölvupósti. Ég er mjög spenntur að sjá hvernig þetta kemur út og mun tvímælalaust deila reynslu minni hérna á blogginu um leið og einhver reynsla er komin.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.