Vendipunktur í íslensku frumkvöðlaumhverfi

almennt Jun 06, 2012

Fyrir nákvæmlega viku síðan fór fram viðburðurinn Startup Iceland og ég held því fram að þessi ráðstefna hafi verið mikil vendipunktur í íslensku frumkvöðlaumhverfi. Bala Kamallakharan upphafsmaður og skipuleggjandi þessa viðburðar náði þarna einhvern veginn að koma saman heimsþekktum frumkvöðlum og fjárfestum  og sannfæra þá um að heimsækja þessa litlu þjóð í norðri. Fyrirlesararnir sem þarna komu fram voru meðal annars Brad FeldBrad BurnhamTed ZollerRebeca HwangSarah PrevetteRebecca Kantar og Helga Valfells. Ég held einnig að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, eigi skilið sérstakar þakkir en hann hefur verið mikil stuðningsmaður frumkvöðlastarfs á Íslandi og hefur sjálfur mætt á marga af þessum viðburðum til að styðja við bakið á íslenskum frumkvöðlum.

Það sem kom mér mest á óvart varðandi þennan viðburð var hversu vingjarnlegir og hjálpsamir allir þessir virtu frumkvöðlar voru, ég ræddi við nokkra þeirra og þeir voru allir af vilja gerðir til að hjálpa og gefa mér ráð. Ég er farinn að halda að frumkvöðlar séu alveg sérstök manngerð sem hefur það eitt markmið að láta gott af sér í þessu lífi og hikar ekki við að hjálpa og aðstoða aðra með svipuð markmið. Þetta er að minnsta kosti jákvæðustu aðilar sem ég hef hitt. Dæmi um slíkt er t.d. það að Brad Feld bauðst til að nýta tímann í rútunni á leiðinni á viðburðinn til að svara spurningum. Inn á vef liveproject.me má sjá svör Brad Feld við spurningunum í rútunni ásamt ýmsum öðrum skemmtilegum myndum og myndböndum af viðburðinum: http://liveproject.me/event/startup-iceland/8335/

Í framhaldi af þessari ráðstefnu myndaðist mjög jákvætt hugarfar hjá þessum erlendu aðilum gagnvart Íslandi og margir þeirra lýstu yfir áhuga á að koma hingað aftur. Nú krosslegg ég bara alla fingur og vona að ráðstefnan verði endurtekin á næsta ári og að við fáum aftur eitthvað af þessum öflugu frumkvöðlum til landsins.

Að lokum vil ég þakka Bala Kamallakharan kærlega fyrir að hafa látið þessa ráðstefnu verða að veruleika.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.