Nú fer að líða að því að Startup Iceland ráðstefnan hefjist en um helgina fer fram hackathon keppnin, á mánudaginn verður svo UnConference og þriðjudagurinn er aðal dagur ráðstefnunnar. Ráðstefnan er hugsuð til að aðstoða íslensk sprotafyrirtæki við það að koma sér á framfæri og viljum við sem erum að aðstoða við að skipuleggja þessa ráðstefnu því gera allt sem við getum til að hjálpa slíkum fyrirtækjum. Þarna verður stór hópur af fólki úr íslensku atvinnulífinu, auk þess sem þarna verða margir öflugir aðilar með góð tengsl í sprotaumhverfinu erlendis.

Íslenskum sprotafyrirtækjum býðst því að vera með bás frá laugardegi til mánudagsins og kynna þannig fyrirtæki sitt á meðan á viðburðinum stendur. Fyrir þá sem hafa áhuga á að vera með bás og kynna sig og vöru sína þá getið þið sent tölvupóst á mig á haukur @ bungalo.is eða á Bala Kamallakharan á bala @ startupiceland.com.