Viðskiptasmiðjan, nám fyrir frumkvöðla

almennt Jan 18, 2012

Ég var að taka eftir því að nú stendur yfir skráning í Viðskiptasmiðjuna en fyrir þá sem ekki þekkja það þá er það frumkvöðlanám á vegum Klaksins. Námið er hugsað fyrir frumkvöðla á öllum stigum, allt frá þeim sem einungis hafa hugmynd og til þeirra sem eru nú þegar í fullum rekstri.

Viðskiptasmiðjan er gott stuðningsumhverfi til að rækta hugmyndir sínar, þar koma kennarar frá öllum Háskólunum og ýmsir vel tengdir aðilar úr frumkvöðlaumhverfinu til að kenna ykkur hvernig eigi að stofna og reka fyrirtæki. Þetta er einnig góður vettvangur til að byggja upp tengslanet sitt þar sem gott aðgengi er að frumkvöðlum, fjárfestum og fleiri öflugum aðilum.

Ýmsir aðilar sem ég kannast við hafa farið í gegnum Viðskiptamiðjuna og hafa haft góða hluti af henni að segja. Hérna eru nokkrar umsagnir um Viðskiptasmiðjuna.

„Þegar við byrjuðum í Viðskiptasmiðjunni vorum við fjögurra  manna fyrirtæki með einn samstarfsaðila, alltof stóra viðskiptaáætlun og alltof víðan fókus. Viðskiptasmiðjan, kennaraliðið og tengslanet hennar átti stóran þátt í að undirbúa okkur og gera okkur að þeim stjórnendum sem voru í stakk búnir að rúmlega tvöfalda starfsmannafjölda okkar, skerpa fókusinn og ná inn milljón dollurum frá erlendum fjárfestingasjóð.“

-Gunnar Hólmsteinn, framkvæmdastjóri Clara

„Ég lærði það hjá Viðskiptasmiðjunni að ég þyrfti að hafa teymi í fyrirtækinu og með því að mynda rétt teymi þá náðum við að tryggja fjárfestingu frá ekki síðri félögum en Eyri Invest og Nýsköpunarsjóði Atvinnulífsins. Ég náði meira að segja að fá Þórð Magnússon til þess að gerast viðskiptaengill í ReMake áður en Eyrir og NSA komu inn, en það var það sem ég lærði hjá Viðskiptasmiðjunni sem honum líkaði við fyrirtækið. Niðurstaða mín eru botnlausar þakkir til aðstandenda Klaksins fyrir að skapa Viðskiptasmiðjuna ásamt ráðgjöfum, kennurum og leiðbeinendum úr Viðskiptasmiðjunni. Ég veit ekki hvar ég væri án ykkar. Viðskiptasmiðjan verður að vera til staðar fyrir framtíðar frumkvöðla sem eru enn í skugga vanþekkingar sinnar á tungumáli viðskiptageirans.”

-Hilmir, framkvæmdastjóri Remake Electric

Frekari upplýsingar um Viðskiptasmiðjuna má nálgast hér: http://www.klak.is/vidskiptasmidjan/

Umsóknarfrestur fyrir vorönnina er 25.janúar og byrjar sjálft námið 30.janúar. Það er því um að gera fyrir þá sem hafa áhuga að hafa samband við Maríu hjá Viðskiptasmiðjunni í síma 490-1000 og skrá sig

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.