Viral Trade í topp 10 í Gullegginu

almennt Mar 24, 2012

Í gær fékk ég mér smá göngutúr með honum Guðlaugi Lárusi Finnbogasyni en hann er stofnandi Viral Trade. En sú hugmynd er einmitt ein af 10 sem komust í úrslit í Gullegginu í ár en þetta árið voru vel yfir 200 hugmyndir sem tóku þátt. Sjálfur er ég ekki mikill tölvuleikjamaður fyrir utan kannski Angry Birds á símanum mínum og því þekkti ég þennan heim ekki sérstaklega mikið. En eftir að hafa spjallað aðeins við hann Guðlaug náði ég betri tökum á hugmynd hans og fór að skilja hversu stór og öflugur markaður þetta gæti orðið.

Hugmynd hans byggist í raun á því að í dag er áhugafólk um tölvuleiki farið að eyða afskaplega miklum tíma í tölvuleikjunum þar sem þeir byggja upp tölvuleikjapersónur og safna saman alls kyns verðmætum eins og öflugri sverðum, geimskipum og jafnvel peningum. Vegna þess hversu langan tíma það tekur að eignast þessa hluti í leiknum þá eru mikil verðmæti í þessu og margir sem spila eru tilbúnir að borga raunverulega peninga til að stytta tímann sem þarf til að eignast þessa hluti. Í nokkur ár hafa leikmenn verið að kaupa og selja slíkan varning sín á milli en sá ferill hefur ekki alltaf verið auðveldur og þar kemur Viral Trade inn í myndina. Viral Trade mun starfa sem milliliður á milli þessara leikmanna og tryggja það að allt fari vel fram og fyrir þetta mun Viral Trade taka smá prósentu af öllu því sem fer í gegnum þá.

Ef þið hafið áhuga á að vita meira um hugmyndina, hafið áhuga á einhverskonar samstarfi eða jafnvel ef þið viljið fjárfesta í henni þá getið þið haft samband við hann Guðlaug í netfangið [email protected].

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.