WordPress og virði þess fyrir frumkvöðla

almennt markaðsmál Jan 26, 2012

Á mínum unga ferli hef ég braskað ýmislegt hvað varðar vefhönnun. Mér tókst á eitthvern ótrúlegan máta að hanna síðu í Microsoft Word hér í denn en færði mig fljótt yfir í Dreamweaver. Frá Dreamweaver fór ég yfir í Notepad og frá Notepad yfir í Komodo Edit. Mig dreymdi um að læra flókin forritunartungumál og skrifa vefkerfi frá grunni. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir áttaði ég mig á því að ég væri engan veginn maðurinn í slíkt og byrjaði að þróa síður í WordPress kerfinu.

Eins og margir aðrir þá hafði ég litla trú á WordPress í upphafi. Ég kannaðist við WordPress.com síður og fannst þær vera ekkert merkilegri en Blogspot. Sem betur fer hafði ég lesið á eitthverju erlendu bloggi að WordPress væri miklu meira en bloggkerfi. Núna í seinni tíð lít ég á það blogg sem ákveðin vendispunkt sem opnaði fyrir mig endalausan heim af tækifærum.

WordPress er einfaldlega með eitt öflugasta samfélag forritara og hönnuða á netinu og á nokkrum vikum las ég allt sem ég fann um WordPress. Það hefur orðið að kjarnanum af öllu sem ég hef tekið mér fyrir síðustu ár. Ég flutti út til Skotlands, lærði Audio Engineering og opnaði lítið mastering stúdíó miðað á minni útgefendur. Mig tókst að byggja upp trúverðuleika og öflugt orðspor með heimasíðu sem kostaði mig $35 og tók mig 2 daga að innleiða. Ég var í hörkusamkeppni við mikinn fjölda af þraulvönum hljóðmönnum sem að höfðu miklu flottari portfolio en ég. Engu að síður var ég kominn með flottan viðskiptamannahóp á mjög stuttum tíma. Seinna meir komst ég að því hver ástæðan var – síðan mín var að koma ofar upp í vefleit.

Og ég byrjaði að hugsa, hvernig í ósköpunum kemur mín síða upp ofar en hjá þeim sem eru búnir að vera með heimasíðu í mörg ár? Ég fór á Technorati og byrjaði að lesa mig til um “Search Engine Rankings” og grannskoðaði kóðan hjá samkeppnisaðilum. Það sem þeir klikkuðu á var allt tengt Search Engine Optimization (SEO) fyrir síðurnar sínar – ómiðaður title tag, ekkert meta description, enginn notkun á headings eða bold, italics eða underline, ekkert sitemap, enginn alt tags o.s.frv. Ég hafði ekki lagt neina sérstaka áherslu á þessi atriði en samt hafði það komist rétt til skila á minni síðu. Síðan mín var þegar leitarvélabestuð. Samvinnan milli WordPress og þemunnar sem ég hafði keypt bauð hreinilega ekki upp á annað.

Eftir þessa uppgvötun stofnaði ég fyrirtæki sem lagði áherslu á leitarvélabestun og vefsíðugerð. Kjarninn í því fyrirtæki er WordPress kerfið. WordPress er frítt í notkun, með frábært notendaviðmót, endalaust af viðbætum, þemum og auka frameworks, nær fullkomið gagnvart leitarvélum og með mjög öflugt öryggiskerfi. Fyrir frumkvöðla er kerfið ómetanlegt, því þeir geta snúið hugmynd í veruleika á mettíma og á mjög lítinn kostnað. Eins og Valur Þór bendir á þá hafa nú þegar stór hluti íslenskra nýsköpunarfyrirtækja áttað sig á kostum WordPress kerfisins og það er mín von að sú þróun haldi áfram og að WordPress hjálpi íslenskum frumkvöðlum að byggja upp sín fyrirtæki.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.