Í morgun mætti ég á Nýsköpunarþing 2013 sem haldið er af Rannís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Íslandsstofu og Nýsköpunarsjóði. Viðburðurinn var hinn prýðilegasti í alla staði.
Fyrsti ræðumaðurinn hafði gert samanburð á frumkvöðlaumhverfinu á norðurlöndunum og þá sérstaklega í samhengi við hraðvaxandi fyrirtæki og fannst mér sem svo að niðurstaða þeirra rannsókna væri hvað helst sú að Íslensk fyrirtæki eru ekki að stækka jafn mikið og jafn hratt og þau sem eru á flestum hina norðulandanna.
Hilmar Veigar Pétursson hjá CCP var svo með kynning á hvernig vöxturinn á CCP hefði verið og reyndi hann að...
Tim Ferris skrifaði mjög skemmtilega bók sem hann kallaði “fjögurra klukkustunda vinnuvikan” og náði sú bók miklum vinsældum og átti það vel skilið þar sem þetta er hin prýðilegasta bók. Þessi bók endurspeglar þó að miklu leiti það leti-hugarfar sem virðist hafa náð tökum á svo miklu af hinum vestræna heimi. Allir vilja verða ríkir og þurfa ekki að hafa áhyggjur af fjármálum sínum en fæstir eru þó tilbúnir að leggja á sig þá vinnu sem þarf til að ná þeim stað. Þetta gerir það að verkum að bækur á borð við „The 4 hour workweek“ og „The Secret“ seljast í milljónum eintaka en báðar...
Núna ætla ég að deila með þér smá leyndarmáli.
Þetta leyndarmál mun gera meira fyrir þig heldur en nokkuð annað til að byggja upp framtíð þína og fyrirtækis þíns.
Leyndarmálið er þetta:
Vertu kurteis og heiðarlegur í viðskiptum þínum.
Okey þetta er kannski ekki stórt leyndarmál en þetta virðist þó gleymast afskaplega oft og hvergi virðist þetta vera kennt í skólakerfinu. Það er því ágætt að taka smá tíma til að hugleiða hvað þetta einfalda fyrirbæri getur gert mikið fyrir fyrirtækið þitt.
Það hitti svolítið skemmtilega á að þegar ég var að undirbúa þessa grein þá fékk...
Ég grínast oft með það að maður þurfi að vera létt klikkaður til að vera frumkvöðull og ég geri það útaf því að ferillinn við það að láta drauma sína að veruleika er afar erfiður. Staðreyndin er þó sú að maður þarf ekki að vera klikkaður heldur þarf maður að vera með brennandi þörf til að láta drauma sína verða að veruleika og andlegan aga til að halda sér við efnið. Þegar þú ert búinn að vera vinna að verkefni þínu í einhver ár án þess að vera búinn að ná því markmiði sem þú vildir auk þess sem þú ert skuldsettur upp fyrir haus og mannst ekki eftir því...
Ég skrifaði fyrir nokkru síðan grein um Topp 10 mistök í fyrirtækjarekstri og augljóst var að ég hitti þar á efni sem margir voru áhugasamir um enda fékk ég mjög góð viðbrögð við þeirri grein. Í framhaldi birtist grein á mbl.is, auk þess sem ég hélt fyrirlestur upp í Ásbrú frumkvöðlasetri, fór í útvarpsviðtal í Morgunútvarpinu á Rás 2 og svo síðast var ég beðin um að halda fyrirlestur upp í Klak nýsköpunarmiðstöð. Síðasti viðburðurinn var tekin upp á vidjó og því datt mér til hugar að deila honum með ykkur hér, á eftir mínum fyrirlestri kom hún Rúna...
Ég býst við að margir séu að kljást við styrktarumsóknirnar núna og mér datt þess vegna til hugar að deila með ykkur nokkrum góðum ráðum sem ég hef fengið þegar ég hef verið að vinna mínar umsóknir.
1. Hugsaðu út fyrir litlu eyjuna okkar.
Þegar þú ert að sækja um styrki þá er allt í lagi að hugsa stórt, við sem íslendingar eigum það oft til að afmarka okkur og viðskiptahugmyndir okkar við þessa litlu eyju sem við búum á. Reynið frekar að hugsa út fyrir landsteina og sjá fyrir ykkur hvernig hugmyndin getur þróast og stækkað til annara landa.
2. Byrjaðu smátt.
Ekki fara fram úr þér í upphafinu, þótt svo...
Sagan segir að þegar skákborðið hafi upphaflega verið fundið upp hafi hugvitsmaðurinn á bak við það farið með það til leiðtoga landsins. Leiðtoginn var svo ánægður þessa uppfinningu að hann bauðst til að greiða hugvitsmanninum hvað svo sem hann bæði um í þakklæti fyrir þessa uppfinningu. Hugvitsmaðurinn, sem var mjög vitur maður, bað leiðtogann um að honum yrði greitt eitt hrísgrjón fyrir fyrsta reit skákborðsins, 2 hrísgrjón fyrir annan reit borðsins, fjögur hrísgrjón fyrir þriðja reitin og svo framvegis. Alltaf tvöfaldandi fjölda hrísgrjóna á reitnum á undan. Leiðtoginn samþykkti þetta án þess að hika og varð jafnvel smá...
Þegar þú ert að stofna fyrirtæki þá er freistandi að láta fyrirtækið greiða þér laun fyrstu mánuðina svo þú getir nú borðað og haft eitthvað húsaskjól. EKKI GERA ÞAÐ!
Okey titillinn á greininni er kannski full dramatískur hjá mér þar sem markmiðið er að búa til rekstur sem skilar þér tekjum svo þú getir lifað góðu lífi. En á byrjunarstigum reksturisins getur það reynst mjög dýrkeypt að taka verðmætan pening úr fyrirtækinu bara svo þú getur haft smá pening á milli handanna. Ég mæli eindregið með því að fólk reyni frekar að lifa á litlu sem engu fyrstu mánuðina eða árin á...
Jæja nú eru liðnir 5 dagar af 2013.
Hvernig gengur ykkur að vinna að markmiðum ykkar fyrir árið?
Meirihlutin af ykkur hefur líklega ekki sett sér nein markmið eða sagt ætla gera það síðar og svo gleymt. Einhver ykkar hefur sett sér markmið en ekki skrifað þau niður og þegar vinnan og hversdagsleikinn byrjaði aftur hafið þið líklega gleymt þeim. Örfáir hérna hafa skrifað niður markmið sín og þá er spurninginn hvort þið séuð búin að vera vinna að því að ná þeim.
Ef þið ætlið að gera 2013 að frábæru ári og betrumbæta líf ykkar þá þýðir engan aumingjaskap. Þið verðið að vera öguð og vinna markvisst...
Það er nú orðin löng hefð hjá mér fyrir því að nýta áramótin til að skilgreina markmið mín fyrir komandi ár. Ég tek þessu alvarlega og ef ég get reyni ég að taka nokkra daga í þennan feril þar sem markmiðin koma til með að hvíla á öxlum mínum í heilt ár. Flestir af þekktustu rithöfunum og fyrirlesurum um persónulega velgengni eru sammála því að eitt mikilvægasta atriðið til að ná árangri sé að vera með niðurskrifuð markmið og yfirfara þau svo reglulega. Fyrir þá sem eru ekki vanir að setja sér markmið þá getur þetta verið nokkuð erfiður ferill þar sem þetta byggist ekki bara á því...
50% Complete
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.