Ertu með frábæra hugmynd?
Sem gæti skapað hundruði milljóna?
Og þarftu bara einhvern til að framkvæma hana fyrir þig?
eða kannski bara einhvern til að gefa þér fullt af pening svo þú getir framkvæmt hana?
Þá þykir mér leiðinlegt að láta þig vita að þú ert ekki með nein verðmæti í höndunum. Ég hef aðstoðað og leiðbeint hundruði einstaklinga sem eru að taka sín fyrstu skref í fyrirtækjarekstri og algengustu mistök sem ég sé hjá þessum einstaklingum er að þeir halda að hugmynd þeirra ein og sér sé milljóna króna virði.
Staðreyndin er sú að hugmynd án framkvæmdar er ekkert annað en draumur sem aldrei mun rætast. Ef...