Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Vestfjörðum

almennt Oct 09, 2012

Helgina 12. til 14. október næstkomandi fer fram Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Vestfjörðum. Viðburðurinn er vettvangur fyrir þá sem langar að koma viðskiptahugmynd í framkvæmd eða taka þátt í uppbyggingu hugmynda annarra.

Viðburðurinn er öllum opinn og það kostar ekkert að taka þátt. Yfir helgina fá þátttakendur tækifæri til þess að ná lengra með hugmyndir sínar með aðstoð fjölmargra sérfræðinga. Eins verða flutt gagnleg erindi um uppbyggingu hugmynda og stofnun fyrirtækja. Viðburðurinn er því fyrir alla þá sem hafa hugmyndir að vöru eða þjónustu, starfandi fyrirtæki og einnig þá sem langar að aðstoða aðra við uppbyggingu hugmynda.

...

Lesa meira...

Ráðstefna: Frumkvöðlar eru framtíðin

almennt Oct 09, 2012

18. október næstkomandi fer fram ráðstefna undir yfirskriftinni „Frumkvöðlar eru framtíðin“ í Salnum í Kópavogi. Þar koma fram margar konur sem hafa gert það gott í frumkvöðlastarfi og fjalla um stofnun og rekstur á eigin fyrirtækjum.   Á ráðstefnunni verður leitast við að svara spurningum í tengslum við alþjóðavæðingu fyrirtækja, fjárfestingarmat, nálganir og aðferðir við fjármögnun og mikilvægi tengslanetsins bæði í innlendu og erlendu samhengi svo fátt eitt sé nefnt.

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á vefsíðu NMI.

Lesa meira...

Þáttaröðin Sprotar

almennt Sep 29, 2012

Í dag fór af stað áhugaverð þáttaröð hjá mbl.is sem heitir Sprotar og er þar fjallað um ferilinn sem fylgir því að framkvæma hugmyndir sínar. Í þáttunum verður fylgt eftir teymum sem er með hugmyndir í vinnslu og hvernig þau fara að. Fyrsta þáttinn má sjá hér: http://www.mbl.is/frettir/sjonvarp/75930/

Lesa meira...

Entrepreneurs 2012 ráðstefna í London

almennt Sep 19, 2012

Ég var að heyra af áhugaverðri frumkvöðlaráðstefnu sem fer fram í London í Nóvember og er án vafa mjög góður vettvangur fyrir alla frumkvöðla og fyrirtækjaeigendur. Því langaði mig að deila með ykkur smá upplýsingum um hana hérna á Frumkvöðlar.is. Eftirfarandi eru upplýsingarnar sem ég fékk frá skipuleggjendum ráðstefnunar.

Undirbúningur er nú í fullum gangi fyrir Entrepreneurs-ráðstefnuna, sem verður haldin  í London dagana 13.-16. nóvember nk.

Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseta, og góðgerðarsjóð hans, The William J. Clinton foundation. Sjóðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að bæta heilsu...

Lesa meira...

Topp 10 facebooksíður fyrir frumkvöðla

almennt Sep 04, 2012

Facebook síður virka oft vel til að miðla allskonar upplýsingum og fróðleik og þess vegna ákvað ég að taka saman topp 10 lista yfir facebook síður á Íslandi sem henta vel fyrir frumkvöðla til að fylgjast með. Sjálfur er ég með facebook síðuna Frumkvöðlar en ég mun ekki taka hana með í þennan lista þar sem ég væri þá ekki mikið hlutleysi

1. Innovit

2. Startup Reykjavík

3. Klak nýsköpunarmiðstöð

4. Nýsköpunarmiðstöð Íslands

5. Startup Iceland

6.  Seed Forum

7. V6 sprotahús

8. Frumkvöðlasetrið Ásbrú

9. Markaðssetning á Internetinu

10. Markaðsmál á mannamáli

 

Þetta er langt...

Lesa meira...

Lokakynningar Startup Reykjavík

almennt Aug 19, 2012

Fyrir þau ykkar sem þekkið þetta ekki þá var þetta 10 vikna verkefni þar sem 10 viðskiptahópar unnu að því að þróa áfram hugmyndir sínar. Arion banki setti 2 milljónir króna í hvert verkefni gegn 6% hlut, Klak og Innovit sáu um að halda utan um verkefnið og tugi mentora úr íslensku, og erlendu, atvinnulífi mætti á staðinn til að leiðbeina og aðstoða liðin.

Ég var þeim heiðri aðnjótandi að geta fengið að fylgjast með verkefninu frá upphafi og ég gat ekki betur séð en að afskaplega vel væri staðið að öllum þáttum verkefnisins. Hóparnir 10 voru valdir úr 180 umsóknum og aðhaldið allan tímann var mjög gott.

Á síðasta degi...

Lesa meira...

Styrkir haustið 2012

styrkir Aug 08, 2012

Þá er komið að þessu skemmtilega tímabili ársins sem við höfum öll svo svakalega gaman af…. jú einmitt, kominn tími á styrktarumsóknir. Flestir helstu styrkveitendur eru með umsóknarfrest í september og því er ágætt að telja hérna aðeins upp þá styrki sem eru í boði. Ef þið eruð að spá í að sækja um þá er ágætt að byrja á umsóknunum fyrr en síðar, jafnvel bara að byrja núna strax.

15.sept: Tækniþróunarsjóður

Tækniþróunarsjóðurinn býður upp á stærstu styrktarupphæðin sem þú getur sótt um stærstu styrkir þeira nema 30 milljónum. En styrkirnir skiptast í 3 flokka sem hver...

Lesa meira...

Samræður við sjálfan mig fyrir 10 árum.

almennt Jul 07, 2012

Ég var að enda við að horfa á myndband sem ég rakst á inn á visir.is sem bar titillinn “Ræðir við sjálfan sig fyrir 20 árum“. Í þessu myndbandi hefur kvikmyndagerðamaðurinn klippt saman myndband af sjálfum sér frá því hann ver 12 ára gamall og af sjálfum sér í dag 32 ára gömlum. Myndbandið er nokkuð skondið og áhugavert og einhvern veginn kemst maður ekki hjá því að hugsa um hversu skemmtilegt það væri að eiga samræður við sjálfan sig þegar maður var yngri.

Eins og með allt annað í lífinu þessa dagana tengdi ég þetta við fyrirtækjarekstur og frumkvöðlastarf. Út frá því fór ég að hugsa um hversu...

Lesa meira...

Startup Reykjavík er 10 vikna bisniss mössun!

almennt Jun 23, 2012

Ég leit við á skrifstofu Startup Reykjavík verkefnisins í síðustu viku og fékk þar tækifæri til að spjalla aðeins við bæði skipuleggjendur verkefnisins og flesta þeirra 10 hópa sem komumst inn. En þannig var að fjöldinn allur af einstaklingum og hópum sem voru með viðskiptahugmyndir sóttu um að fá að taka þátt í þessu 10 vikna verkefni en einungis 10 hópar fengu inngöngu.

Verkefnið gengur út á það að keyra viðskiptahugmyndirnar af stað og hnoða þær til þangað til úr verður æðislegt fyrirtæki. Verkefnið er byggt á sama grunni og Techstars út í Bandaríkjunum en sú útungunarstöð frumkvöðlafyrirtækja hefur gengið...

Lesa meira...

Vendipunktur í íslensku frumkvöðlaumhverfi

almennt Jun 06, 2012

Fyrir nákvæmlega viku síðan fór fram viðburðurinn Startup Iceland og ég held því fram að þessi ráðstefna hafi verið mikil vendipunktur í íslensku frumkvöðlaumhverfi. Bala Kamallakharan upphafsmaður og skipuleggjandi þessa viðburðar náði þarna einhvern veginn að koma saman heimsþekktum frumkvöðlum og fjárfestum  og sannfæra þá um að heimsækja þessa litlu þjóð í norðri. Fyrirlesararnir sem þarna komu fram voru meðal annars Brad FeldBrad BurnhamTed ZollerRebeca HwangSarah PrevetteRebecca Kantar og Helga Valfells. Ég held einnig að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, eigi skilið sérstakar þakkir en hann hefur...

Lesa meira...
Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.