Hvað nákvæmlega er Hackathon?

almennt May 23, 2012

Nú fer að styttast í Iceland Startup ráðstefninu en hún fer fram 30.maí næstkomandi og ég er orðin vægast sagt spenntur fyrir þessum viðburð. Það er þó eitt varðandi ráðstefnuna sem ég var ekki alveg með á hreinu og það var hið svokallaða Hackathon sem fer fram 29.maí eða daginn fyrir ráðstefnuna. Ég vissi að þetta tengdist forritun og væri tækifæri fyrir áhugasama forritara um að hittast og keppa sín á milli en ég var þó ekki almennilega með það á hreinu hvað myndi felast í því og hvort það væri einhver ágóði fyrir mig að mæta á viðburðinn. Í raun ímyndaði ég mér þetta...

Lesa meira...

Ég er með hugmynd, hvað nú?

fyrstu skrefin stofnun May 14, 2012

Öll höfum við fengið snilldarlega hugmynd á einhverjum tímapunkti í lífi okkar.

En við mannfólkið erum löt í eðli okkar og reynum þess vegna alltaf að finna einhverja afsökun afhverju við ættum ekki að framkvæma.

  • „Þetta er alltof mikil áhætta“
  • „Það myndi kosta milljónir að gera þetta að veruleika“
  • „Ef ég þekkti nú bara rétta fólkið“
  • „Það er alltof mikið að gera hjá mér núna“
  • „Ég er ekkert hæf(ur) til að stofna og reka fyrirtæki, veit ekkert um viðskipti“
  • „Það er örugglega einhver klárari en ég þarna úti sem er að vinna í þessu“

Örugglega væri hægt að telja upp...

Lesa meira...

Vettvangur fyrir áhugafólk um fyrirtækjarekstur

almennt May 09, 2012

Mér hefur fundist svolítið vanta vettvang þar sem þeir sem hafa áhuga á fyrirtækjarekstri geta komið saman og spjallað saman um allt það sem þeir eru að fara í gegnum. Ég var mikið búinn að velta fyrir mér hvað gæti verið besti valmöguleikinn til að afreka þetta, fyrst datt mér til hugar að setja upp smáauglýsingasvæði hérna á frumkvöðlar.is. Hélt að þar gæti fólk óskað eftir hinu og þessu, leitað eftir skrifstofum til að leigja, finna hugsanlega samstarfsaðila eða meðstofnendur en nei, það gekk ekki alveg upp, var ekki nógu interactive. Svo datt mér til hugar að setja upp forum eða spjallsvæði hér á vefsíðunni þar sem lesendur bloggsins...

Lesa meira...

Viðskiptaspeki

almennt May 01, 2012

Í viðskiptum er að mínu mati mikilvægt að mynda sér hálfgerða lífspeki eða í raun viðskiptaspeki þar sem þú ákvarðar hvernig þú vilt stunda viðskipti. Við erum öll mismunandi með mismunandi þarfir í lífinu. Sumir fara út í viðskipti til að græða eða lifa góðu lífi og það er allt í góðu lagi, aðrir vilja skapa eitthvað, breyta heiminum eða einfaldlega skapa sér vinnu sem þeir hafa gaman af. Hver sem ástæðan er á bak við það að þú farir út í eigin rekstur þá er nauðsynlegt að þú hafir tekið þér góðan tíma til að ákveða þessa ástæðu og að...

Lesa meira...

Hópfjármögnun Taktabrots

almennt Apr 16, 2012

Á undanförnum árum hefur hópfjármögnun(e.crowd funding) orðið vinsæl leið til að fjármagna ýmis verkefni og fyrirtæki. Stærstir á þessu sviði er líklega vefsíðan Kickstarter sem margir eru farnir að þekkja í dag. Það er þó örlítið erfiðara fyrir íslensk fyrirtæki til að nýta sér þá þjónustu þar sem nauðsynlegt er að vera með bandarískan bankareikning sem flækir málin örlítið. Það eru þó til dæmi um að íslensk fyritæki hafi notað Kickstarter með góðum árangri og sem dæmi um slíkt verkefni má benda á Startup Kids sem ég fjallaði um í síðustu...

Lesa meira...

The Startup Kids

almennt Apr 14, 2012

Í gær sá ég forsýningu á nýrri heimildarmynd um unga frumkvöðla sem starfa í „startup“ heiminum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Þessi heimildarmynd var unnin af tveimur öflugum frumkvöðlum, Sesselju Vilhjálmsdóttur og Völu Halldórsdóttur. Drifnar áfram af eigin áhuga og ástríðu fyrir að skapa og framkvæma, ákváðu þær að fara út í þetta skemmtilega verkefni með það markmið að hvetja ungt fólk til að láta drauma sína verða að veruleika. Þær ferðuðust vítt og breitt og tóku viðtöl við unga frumkvöðla út um allan heim sem hver og einn hafði náð góðum árangri á...

Lesa meira...

Reykjavik Runway í topp 10 í Gullegginu

almennt Mar 30, 2012

Ég kynntist henni Ingibjörgu Grétu Gísladóttur fyrst fyrir nokkrum árum síðan þegar hún rak Hugmyndhúsið við Grandagarð og það fór ekkert á milli mála að þar var öflug manneskja á ferðinni. Í framhaldi af því hefur hún haldið áfram að starfa í frumkvöðlaumhverfinu og stofnaði fyrirtækið Reykjavik Runway, nú þegar hefur fyrirtækið náð að verða vel sýnilegt í íslenskum tískuheimi enda skipulagði það glæsilega hönnunarkeppni sumarið 2012.

Reykjavik Runway er eitt af 10 fyrirtækjum/viðskiptahugmyndum til að komast í úrslit í Gullegginu og því fannst mér það nauðsynlegt að heyra aðeins...

Lesa meira...

Kasy í topp 10 í Gullegginu

almennt Mar 29, 2012

Katrín Sylvía Símonardóttir er stofnandi fyrirtækisins kasy, en næstu helgi keppir það fyrirtæki til úrslita í Gullegginu sem er frumkvöðlakeppni á vegum Innovit. Viðskiptahugmynd Katrínar felst í því að framleiða sundfatnað fyrir konur með línur og er hægt að aðlaga sundfatnaðinn að aðstæðum að hverju sinni.

Ég skellti mér í smá bíltúr með henni Katrínu þar sem ég truflaði hana við akstur með allskonar skemmtilegum spurningum. Þess má líka geta að ég tók viðtalið upp á símann minn svo tæknilega séð var hún að tala í símann við aksturinn

Kasy sundfötin fara bráðlega í framleiðslu og...

Lesa meira...

Karolina Fund í topp 10 í Gullegginu

almennt Mar 28, 2012

Eitt af því sem fólk kvartar mest yfir þegar það er að stofna fyrirtæki er hversu erfitt það er að nálgast fjármagn. Bankar lána yfirleitt ekki til nýrra fyrirtækja nema að það sé til einhverskonar veð fyrir því og það reynist mörgum erfitt að finna fjárfesta og hvað þá áhugasama fjárfesta sem eru tilbúnir að leggja pening í fyrirtækið.

Ég hitti í gær tvo af stofnendum Karolina Fund, sem þessa dagana keppir til úrslita í Gullegginu, þá Inga Rafn og Jónmund. En Karolina Fund hefur einmitt þann tilgang að leysa ofangreint vandamál og hjálpa ungum fyrirtækjum og frumkvöðlum að nálgast fjármagn í gegnum hópfjármögnun (e....

Lesa meira...

Markaðsmál á Mannamáli í topp 10 í Gullegginu

almennt Mar 26, 2012

Þóranna Kristín Jónsdóttir er mjög virk í íslenskum markaðsmálum og ég hef oft rekist á hana á ýmsum markaðs- og frumkvöðlatengdum viðburðum. Það var því gaman að sjá að hún væri nú komin í topp 10 í Gullegginu.

Fyrr í dag plataði ég Þórönnu til að hitta mig í kaffibolla á Te&kaffi á laugaveginum til að fá smá upplýsingar um viðskiptahugmynd hennar en líkt og með Viral Trade og Insidememo viðtölin mín þá ákvað ég einnig að taka þetta upp á vidjó.

Hugmyndin heitir Markaðsmál á mannamáli og gengur út á það að útbúa fræðsluefni fyrir...

Lesa meira...
Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.