Mér hefur fundist svolítið vanta vettvang þar sem þeir sem hafa áhuga á fyrirtækjarekstri geta komið saman og spjallað saman um allt það sem þeir eru að fara í gegnum. Ég var mikið búinn að velta fyrir mér hvað gæti verið besti valmöguleikinn til að afreka þetta, fyrst datt mér til hugar að setja upp smáauglýsingasvæði hérna á frumkvöðlar.is. Hélt að þar gæti fólk óskað eftir hinu og þessu, leitað eftir skrifstofum til að leigja, finna hugsanlega samstarfsaðila eða meðstofnendur en nei, það gekk ekki alveg upp, var ekki nógu interactive. Svo datt mér til hugar að setja upp forum eða spjallsvæði hér á vefsíðunni þar sem lesendur bloggsins...