Í gær fékk ég mér smá göngutúr með honum Guðlaugi Lárusi Finnbogasyni en hann er stofnandi Viral Trade. En sú hugmynd er einmitt ein af 10 sem komust í úrslit í Gullegginu í ár en þetta árið voru vel yfir 200 hugmyndir sem tóku þátt. Sjálfur er ég ekki mikill tölvuleikjamaður fyrir utan kannski Angry Birds á símanum mínum og því þekkti ég þennan heim ekki sérstaklega mikið. En eftir að hafa spjallað aðeins við hann Guðlaug náði ég betri tökum á hugmynd hans og fór að skilja hversu stór og öflugur markaður þetta gæti orðið.
Hugmynd hans byggist í raun á því að í dag er áhugafólk um tölvuleiki farið...
Ég átti afar skemmtilegar samræður um helgina við félaga minn sem var að spá í að fara stofna einkahlutafélag utan um rekstur sinn. Og ég fékk nokkrar spurningar sem ég fæ reglulega og ég ætla hér aðeins að reyna svara nokkrum þessara spurninga. Ef þið hafið einhverjar aðrar spurningar eða viljið koma með einhverjar athugasemdir á þessi svör mín þá endilega skrifið þau hér fyrir neðan
1. Er nauðsynlegt að vera með 500 þúsund krónur í hlutafé þegar maður stofnar fyrirtæki og er ekki bara hægt að skrá tæki og tölvur sem hlutafé til að koma í veg fyrir að maður þurfi að setja pening í þetta.
Okey ég fæ þessa spurning...
Ég átti afar skemmtilegar samræður um helgina við félaga minn sem var að spá í að fara stofna einkahlutafélag utan um rekstur sinn. Og ég fékk nokkrar spurningar sem ég fæ reglulega og ég ætla hér aðeins að reyna svara nokkrum þessara spurninga. Ef þið hafið einhverjar aðrar spurningar eða viljið koma með einhverjar athugasemdir á þessi svör mín þá endilega skrifið þau hér fyrir neðan
1. Er nauðsynlegt að vera með 500 þúsund krónur í hlutafé þegar maður stofnar fyrirtæki og er ekki bara hægt að skrá tæki og tölvur sem hlutafé til að koma í veg fyrir að maður þurfi að setja pening í þetta.
Okey ég fæ þessa spurning...
Ég ætla að byrja þessa færslu á því að efna til samkeppni um bestu þýðinguna á enska orðinu “newsjacking”. Ef þú hefur ekki heyrt þetta orð áður þá er ekki seinna vænna en að þú lesir færsluna!
Ég kýs að nota orðið “fréttastuldur”, þangað til einhver kemur með eitthvað betra. Fréttastuldur hefur verið til lengi og tíðkast í öllum brönsum í heiminum. Orðið kemur samt frá David Meerman Scott, manni sem ég hef skrifað um áður. Hann hefur notað það í mikið af sínum skrifum, bæði í bókum og á blogginu sínu. Nú síðast í nóvember gaf hann út stutta rafbók...
“No Talk, All Action.
Launch a startup in 54 hours”
Er slagorð Startup Weekend út í Bandaríkjunum en Startup Weekend eru viðburðir sem eru búnir að slá heldur betur í gegn og eru í dag haldnir út um allan heim. Hugmyndin á bak við SW er að einstaklingar og hópar með hugmyndir komi saman og í 54 klukkustundir gera þeir ekkert annað en að vinna að hugmyndum sínum. Í lok helgarinnar reyna hóparnir svo að vera komnir með einhverskonar prótótýpu eða uppkast af vöru/vefsíðu/fyrirtæki. Hér fyrir neðan er smá myndband sem sýnir hvernig viðburðurinn gengur fyrir sig út í Bandaríkjunum.
Startup Weekend - Full from Eighteen Eighty on Vimeo.
Nánari upplýsingar um Startup Weekend má finna á...
Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að þunnar bækur séu betri en þykkar bækur. Að hluta til er ástæðan fyrir því sú að ég les ekki ýkja hratt og á erfitt með að finna mér tíma til að lesa, en einnig er það vegna þess að ég trúi því að ef hæfni einstaklings á ákveðnu sviði felist að miklu leiti í hversu auðvelt hann á með að einfalda verkið. Ef að rithöfundur bókar þekkir vel viðfangsefni bókarinnar þá ætti hann að geta komið því frá sér á einfaldan og hnitmiðaðan hátt í sem fæstu orðum. Þess vegna hafði ég mjög gaman af því þegar ég fékk...
Íslenska frumkvöðlaumhverfið hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum og það hefur aldrei áður verið jafn auðvelt að nálgast upplýsingar og aðstoð við að gera hugmyndir sínar að veruleika. Engu að síður er ennþá langt í land og mikið sem ennþá á eftir að betrumbæta til að íslensk fyrirtæki geti orðið samkeppnishæf á alþjóðlegum markaði. Sem dæmi má nefna að íslensk fyrirtæki eiga oft erfiðara með að finna fjárfesta á fyrstu stigum rekstursins heldur en sambærileg fyrirtæki í erlendum frumkvöðlaumhverfum á borð við San Francisco, New York, London o.f.l. Og þrátt fyrir að Ísland sé góður...
Á mínum unga ferli hef ég braskað ýmislegt hvað varðar vefhönnun. Mér tókst á eitthvern ótrúlegan máta að hanna síðu í Microsoft Word hér í denn en færði mig fljótt yfir í Dreamweaver. Frá Dreamweaver fór ég yfir í Notepad og frá Notepad yfir í Komodo Edit. Mig dreymdi um að læra flókin forritunartungumál og skrifa vefkerfi frá grunni. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir áttaði ég mig á því að ég væri engan veginn maðurinn í slíkt og byrjaði að þróa síður í WordPress kerfinu.
Eins og margir aðrir þá hafði ég litla trú á WordPress í upphafi. Ég kannaðist við WordPress.com...
Ég var að taka eftir því að nú stendur yfir skráning í Viðskiptasmiðjuna en fyrir þá sem ekki þekkja það þá er það frumkvöðlanám á vegum Klaksins. Námið er hugsað fyrir frumkvöðla á öllum stigum, allt frá þeim sem einungis hafa hugmynd og til þeirra sem eru nú þegar í fullum rekstri.
Viðskiptasmiðjan er gott stuðningsumhverfi til að rækta hugmyndir sínar, þar koma kennarar frá öllum Háskólunum og ýmsir vel tengdir aðilar úr frumkvöðlaumhverfinu til að kenna ykkur hvernig eigi að stofna og reka fyrirtæki. Þetta er einnig góður vettvangur til að byggja upp tengslanet sitt þar sem gott aðgengi er að frumkvöðlum, fjárfestum og fleiri...
50% Complete
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.