Fafu - skapandi leikföng

almennt Sep 06, 2011

Fyrirtækið Fafu sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á skapandi leikbúningum fyrir börn. Fafu sem var upphaflega stofnað árið 2009 er rekið af Huldu Hreiðarsdóttur og Þórunni Jónsdóttur. Ég fékk hana Þórunni aðeinst til að setjast niður með mér og segja mér frá Fafu og þeim ferli sem þær þurftu að fara í gegnum til að koma fyrirtækinu á þann stað sem það er í dag.

Fyrir frekari upplýsingar um Fafu getið þið heimsótt vefsíðu þeirra fafutoys.com.

Hérna læt ég svo einnig fylgja með smá kynningar myndband fyrir Fafu leikbúningana.

Lesa meira...

Egilsstaðir heimsóttir

almennt Sep 05, 2011

Næstkomandi föstudag, 9.september, mun ég heimsækja Egilsstaði þar sem ég mun taka þátt í viðburði sem Þorpið, skapandi samfélag á Austurlandi, er að skipuleggja. Ég eyði þarna stórum hluta af deginum á Egilsstöðum og vildi því reyna nýta tækifærið og kynnast áhugaverðum frumkvöðlum þar í bæ.

Þannig ef þú ert staðsett/ur á Egilsstöðum næsta föstudag og ert til í að hittast yfir kaffibolla og taka gott spjall þá endilega sendu mér tölvupóst á [email protected]

Ég skal svo reyna setja inn frekari upplýsingar hérna um viðburðinn um leið og ég fæ frekari upplýsingar um hann.

Lesa meira...

TED fyrirlestrar

almennt Sep 03, 2011

Einhver besta uppspretta áhugaverðra fyrirlestra á netinu er TED (www.ted.com). TED er viðburður þar sem margir af mestu hugsuðum okkar tíma koma saman til að deila hugmyndum sínum. Einn af uppáhalds fyrirlestrum mínum á TED er fyrirlestur Ken Robinson um hvernig skólar drepa niður sköpunargáfur nemenda sinna.

Á hverju ári eru haldnir ótal margir sjálfstæðir TED viðburðir sem kallast TEDx og slíkur viðburður var haldin hér á landi 2009 en ég var því miður erlendis á þessum tíma og missti af viðburðinum. Ég var þó að finna nokkrar fyrirlestranna frá þeim viðburði á netinu og vildi deila þeim hérna með ykkur. Hér fyrir neðan eru tveir góðir TEDx fyrirlestrar en restina af...

Lesa meira...

Tími til að sækja um styrki!

almennt Aug 23, 2011

Ef þið stefnið að því að sækja um styrki fyrir viðskiptahugmyndir/fyrirtæki ykkar þá er núna besti tíminn til að byrja. Skilfrestur nokkurra skemmtilegra styrkja rennur út núna í næsta mánuði og því góð ástæða fyrir ykkur til að setjast niður yfir tölvuna og byrja massa út nokkrar styrktarumsóknir. Herna er listi yfir þá styrki sem þið getið sótt um á næstu vikum:

 

15.sept: Tækniþróunarsjóður

Þetta er líklega öflugasti styrkurinn sem er í boði í dag, þar sem hann getur numið allt að 30 milljónum í stærstu verkefnin. En hann skiptist upp í 3 styrktarflokka sem hver er hugsaður til að aðstoða fyrirtæki á mismunandi...

Lesa meira...

Ragnheiður Ösp hjá Umemi

almennt Aug 04, 2011

Ég leit við hjá Ragnheiði Ösp hjá Umemi og ræddi aðeins við hana um fyrirtæki hennar og hvernig það er að starfa sem vöruhönnuður á Íslandi.

Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir er íslenskur vöruhönnuður sem hefur starfað við fyrirtæki sitt Umemi frá árinu 2005. Hún er með mjög sérstakan stíl í hönnun sinni og má hér fyrir neðan sjá nokkrar myndir af vörum sem hún hefur hannað. Frekari upplýsingar um hana má fá á vefsíðu hennar www.umemi.com.

Svo ef ykkur langar í eitt stykki Notknot púða frá Umemi þá veit ég að það er Facebook leikur í gangi hjá þeim: http://www.facebook.com/designbyumemi

Lesa meira...

Viðtöl við frumkvöðla

almennt Aug 02, 2011

Ég er í samstarfi við hann Þórarinn Hjálmarsson (http://thorarinnh.segir.is/) að skoða möguleika á að vera með regluleg vidjó viðtöl við íslenska frumkvöðla. Hér að neðan má sjá viðtal sem hann tók við mig um Búngaló.

Við leitum nú að hressum frumkvöðlum sem hefðu áhuga á að deila því sem þeir eru að vinna í með restinni af heiminum í gegnum stutt vidjó viðtöl. Ef þú eða einhver sem þú þekkir er að gera áhugaverða hluti, einhverjar tækninýjungar, stofna fyrirtæki eða eitthvað annað spennó máttu endilega láta okkur vita með því að commenta hér fyrir neðan og við verðum í...

Lesa meira...

Innovit, ráðgjöf og stuðningur

almennt fyrstu skrefin Jul 07, 2011

Ég heimsótti hann Kristján Freyr Kristjánsson framkvæmdastjóra Innovit og ræddi aðeins við hann um hlutverk Innovit og hvernig ungir frumkvöðlar geta leitað til þeirra til að auðvelda sín fyrstu skref. Við tókum upp viðtalið og þið getið spilað það hér fyrir ofan en hérna fyrir neðan læt ég fylgja smá samantekt um Innovit og þá viðburði sem þeir eru með í gangi.

Innovit veitir ungum frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum ýmiskonar ráðgjöfa og aðstoða. Ef þig vantar aðstoð við þína viðskiptahugmynd og langar til að sjá hvort Innovit geti hjálpað sendirðu einfaldlega tölvupóst á [email protected].

Á hverju ári er haldin...

Lesa meira...

Dúkkulísur - Framhald

almennt Jul 04, 2011

Fyrir stuttu þá skrifaði ég grein um Dúkkulísur (DressUpGames.com) sem mér finnst ennþá vera afskaplega áhugaverð síða og gott dæmi um hvað hægt er að gera ef maður er tilbúinn að leggja á sig mikla vinnu í lengri tíma.

En ég náði loksins í hana Ingu Maríu sem er upphafsmaður þessarar vefsíðu og fékk hana til að svara nokkrum spurningum varðandi vefsíðuna, hér koma þær spurningar og svör hennar við þeim.

 

Hvaðan kom hugmyndina að DressUpGames.com?
Eftir að ég lauk námi í bókasafns- og upplýsingafræði þá langaði mig alltaf til að læra að setja upp vefsíðu. Ég var lengi að spá í hvað ég ætti...

Lesa meira...

Dúkkulísur

almennt Jun 20, 2011

Fyrir nokkrum árum heyrði ég af íslenskri vefsíðu sem var með leik þar sem maður gat klætt persónur í allskonar föt og leikið sér að því að skipta út fötunum. Þetta var svo sem ekkert frásögufærandi nema hvað þessi vefsíða var ein af tekjumestu vefsíðum landsins. Á þessum tímapunkt gat ég engan veginn skilið hvernig slík vefsíða færi að því að hala inn miklum tekjum.

Nú nokkrum árum síðan fór ég aftur að velta þessu fyrir mér og ákvað að reyna kynna mér þetta aðeins og sjá hvort ég gæti fundið einhverja útskýringu á hvernig slíkt væri hægt. Ég byrjaði á því...

Lesa meira...

Dagskrá RÍF

almennt Jun 17, 2011

Jæja þá fer óðfluga að styttast í að viðburðurinn Reynslusögur íslenskra frumkvöðla 2011 hefjist en hann fer fram á Grand Hótel, laugardaginn 18.júní. Ennþá eru nokkur sæti laus og getur fólk ennþá skráð sig með því að senda tölvupóst á [email protected] Það verður einnig hægt að kaupa miða við innganginn á meðan það eru ennnþá laus sæti en við mælum með að fólk skrái sig með tölvupósti til að tryggja sér öruggt sæti. Við getum ekki tekið við kortum þar sem við erum ekki með posa bara pening.

Dagskrá RÍF:

10:00-10:20    Kynning á viðburðinum
10:20-11:00    Ingi Gauti...

Lesa meira...
Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.