Ég man þegar ég fékk mína fyrstu “alvarlegu” viðskiptahugmynd.
Ég hélt ég hefði aldeilis rambað niður á snilldarlausn og í Excel hafði ég löngu reiknað út að fúlgur fjár væru handan við hornið. Ég var meira að segja búinn að gera upp við mig hvernig sportbíl ég ætlaði að kaupa, þegar reksturinn væri orðinn að veruleika og peningarnir byrjaðir að rúlla inn.
Án þess að fara út í smáatriðin þá voru margir persónulegir þættir sem fengu mig til að langa mjög að hefja rekstur. Þegar ég lít til baka sé ég að óskhyggjan byrgði mér sýn, svo ég...