Klífðu fjöll!!!

fyrstu skrefin stofnun Sep 15, 2014

Ímyndaðu þér (ef það er ekki nú þegar staðreynd) að þú hafir ekki mikla reynslu af fjallgöngu, hafir kannski mesta lagi gengið upp á Esjuna en lítið annað en það. Svo einn daginn þegar þú ert að keyra um einhvern sveitaveg í fjarlægju landi kemurðu að risastóru fjalli með bratta klettaveggi og þakið í snjó, og þú segjir við sjálfan þig “Þetta er fallegt fjall, ég ætla að klífa það!”. Þrátt fyrir að öll almenn skynsemi segji þér að þú hafir enga reynslu né getu til að klífa slíkt fjall þá tekur þú staðfasta ákvörðun.

Staðreyndin er að sjálfsögðu sú að...

Lesa meira...

Hefurðu það sem til þarf?

almennt stofnun Sep 12, 2014

Allir frumkvöðlar kannast við þessa ógnvekjandi tölfræði: fjögur af hverjum fimm sprotafyrirtækjum leggja upp laupana á innan við einu og hálfu ári frá stofnun.

Frumkvöðullinn hristir þetta af sér, strýkur svitann af enninu og hugsar sem svo að þessi 80% hljóti að vera rekin af óttalegum ösnum sem skortir allt viðskiptavit, skrifuðu viðskiptaáætlunina niður á munnþurrku, eða voru hreinlega með afleita viðskiptahugmynd.

„Mín hugmynd er svo góð, að þetta hlýtur að ganga upp“, hugsar frumkvöðullinn og innst í meðvitundinni segir líka litil rödd: „og ég er svo klár að ég get tekist á við hvað sem er“.

 

Í nýlegri grein...

Lesa meira...

Í hnotskurn: Friðbjörn Orri Ketilsson hjá Vefmiðlun

almennt rekstur Sep 08, 2014

Friðbjörn Orri Ketilsson hjá Vefmiðlun ríður á vaðið.

 

Hvað heitir fyrirtækið?

Vefmiðlun ehf.

Hver er aðal varan?

Manor Legal sem er lögfræðileg málaskrá og Manor Collect sem er innheimtukerfi fyrir lögmenn.

Hvaða fólk leiðir reksturinn?

Við erum lítill samhentur hópur sem stendur að Manor. Við skiptum rekstrinum í tvo þætti, annars vegar forritun og kerfisumsjón þar sem Arthúr Ólafsson stendur við stjórnvölinn, og hins vegar viðmótshönnun og þjónustu sem er á ábyrgð...

Lesa meira...

1,5 milljarðar fyrir kælibox

almennt Sep 01, 2014

Frumkvöðlarnir á bak við Coolest kæliboxið hafa nú slegið met sem árangursríkasta söfnunin á Kickstarter. Á vef Time er greint frá því að á 52 dögum hafi Coolest-verkefnið fengið 13.285.226 dali í framlög frá 60.000 einstaklingum, jafnvirði um 1,5 milljarða króna.

Fyrra Kickstarter metið átti snjallúrið Pebble sem árið 2012 safnaði yfir 10 milljónum dala.

Hönnuður Coolest, Ryan Grepper, er enn að vinna að því að fulklára hönnunina og finna rétta framleðandann en þeir sem greiddu í söfnunina geta reiknað með að fá sinn eigin kæli í hendurnar í febrúar á næsta ári.

 

Sennilega þekkja flestir lesenda Coolest-kæliboxið...

Lesa meira...

Fjölmiðlamál á fimmt... föstudegi: Að búa til fréttir

markaðsmál Aug 29, 2014

Áður hefur verið skrifað um Richard Branson hér á Frumkvöðlar.is og hvernig hann er einstaklega lunkinn við að skapa fyrirtækjum sínum sýnileika í fjölmiðlum.

Uppátækin hafa verið af ýmsum toga, og hafa spannað allt frá því að reyna að ferðast umhverfis hnöttinn í loftbelg yfir í að fara í flugfreyjubúning (í varalit og háum hælum) vegna „veðmáls“ við stjórnanda Air Asia.

Þegar Sir Richard tekur sig til stökkva fjölmiðlar á fréttina og Virgin fær jákvæða og áberandi umfjöllun hringinn í kringum hnöttinn, og kostar sama sem ekki neitt. Sýnileikinn er hæglega milljóna dala virði í hvert sinn.

Bæði...

Lesa meira...

Sýnileiki og fjölmiðlar: pressu-kittið

markaðsmál Aug 21, 2014

Sprotafyrirtæki ættu að reyna að útbúa góðan upplýsingapakka fyrir fjölmiðla, pressu-kitt.

Þar er safnað á einn stað upplýsingum og myndefni sem fjölmiðlamenn geta síðan stuðst við þegar kemur að því að segja frá fyrirtæknu og vörum þess.

 

Pressu-kittið getur t.d. verið í formi sérstaks svæðis á vefsíðu fyrirtækisins þar sem hægt er að nálgast eftirfarandi gögn:

– Farsímanúmer og tölvupóstur þess sem annast fjölmiðla/almannatengslin.

– Stutt og hnitmiðuð samantekt um starfsemina og/eða vöruna. Þessi samantekt kafar ekki mjög djúpt ofan í málin, en hefur að geyma nægilegan fróðleik og staðreyndir til...

Lesa meira...

Stjarnfræðilegar fjárhæðir á örfáum árum

almennt Aug 18, 2014

Eitt af því sem gerir frumkvöðlastarfið svo spennandi er að þar eru tekjumöguleikarnir miklu meiri en á vinnumarkaðinum. Frumkvöðullinn tekur vitaskuld mikla áhættu, og fari allt á versta veg er hann litlu bættari eftir að hafa í fjölda ára lagt blóð svita og tár í efnilega viðskiptahugmynd.

Gangi allt að óskum geta ávetir erfiðisins hins vegar verið langt, langt framúr því sem hæst launuðu launþegar fá fyrir að streða frá níu til fimm.

Fyrr á árinu tók Wall Street Journal saman tölur sem sýna þennan veruleika svart á hvítu. Gerði fjármáladagblaðið lista yfir verðmætustu sprotafyrirtæki heims og raðaði eftir áætluðu...

Lesa meira...

Verður ástríðan frumkvöðlinum að falli?

fyrstu skrefin Aug 14, 2014

Ég man þegar ég fékk mína fyrstu “alvarlegu” viðskiptahugmynd.

Ég hélt ég hefði aldeilis rambað niður á snilldarlausn og í Excel hafði ég löngu reiknað út að fúlgur fjár væru handan við hornið. Ég var meira að segja búinn að gera upp við mig hvernig sportbíl ég ætlaði að kaupa, þegar reksturinn væri orðinn að veruleika og peningarnir byrjaðir að rúlla inn.

Án þess að fara út í smáatriðin þá voru margir persónulegir þættir sem fengu mig til að langa mjög að hefja rekstur. Þegar ég lít til baka sé ég að óskhyggjan byrgði mér sýn, svo ég...

Lesa meira...

Fjölmiðlar: að eiga gott viðtal

almennt Aug 14, 2014

Fyrri pistlana tvo um fjölmiðlatengsl má skoða hér og hér. Þar var stiklað á stóru um hvernig má ná athygli fjölmiðla, og hvernig á að gera skothelda fréttatilkynningu.

Nú hefur frumkvöðull fylgt ráðleggingum mínum í þaula, og stóra stundin runnin upp: viðtalið.

Sumir fá hnút í magann og eru að farast úr sviðsskrekk. Aðrir missa svefn yfir tilhugsuninni um að eitthvað misritist í viðtalinu. Svo eru hinir sem komast aldrei yfir það að hafa gleymt einhverju mikilvægu í sjálfu viðtalinu.

 

Að eiga gott viðtal er samt alls ekki svo snúið. Enginn þarf að fá magasár af því að ræða við fjölmiðla.

 

Hvernig á að veita...

Lesa meira...

Frumkvöðull gefur frá sér reksturinn

almennt Aug 11, 2014

Þegar lagt er upp í þá langferð að stofna fyrirtæki er gott að hafa á hreinu hvaða persónulegu markmiðum frumkvöðullinn stefnir að. Breski athafnamaðurinn Simon Cohen er gott dæmi um að árangurinn er stundum mældur í einhverju öðru og háfleygara en hversu margar krónur eru í peningatankinum.

Telegraph skrifar um hvernig Cohen gaf frá sér stöndugan rekstur, til að varðveita hugsjónina að baki fyrirtæki sínu.

Fyrir ellefu árum setti hann á laggirnar almannatengsla- og markaðsfyrirtækið Global Tolerance, þar sem áherslan hefur verið á að liðssinna einstaklingum og samtökum sem berjast fyrir bættum heimi. Viðskiptavinalistinn er ekki af lakara taginu, og Cohen m.a. unnið að verkefnum fyrir...

Lesa meira...
Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.