Capital Factory

almennt Aug 07, 2014

Ég rakst á þetta afar skemmtilega vidjó um Capital Factory inn á TechCrunch og það minnti mig óneitanlega á það þegar ég var að ferðast um Bandaríkin á síðasta ári. En þá kom ég við í Capital Factory og tók þar smá vinnutörn eins og sjá má á sönnunargögnunum hér fyrir ofan. En það sem meira er þá sýnir þetta myndband afskaplega vel hversu mikilvægt það er að vinna í rétta umhverfinu, umkringdur rétta fólkinu og rétta hugarfarinu.

 

 

Ég hef undanfarin ár alltaf kosið að starfa í frumkvöðlasetrum þar sem mér finnst það yfirleitt vera besta umhverfið til að veita...

Lesa meira...

Að komast að hjá fjölmiðlum - Part Deux

markaðsmál Aug 07, 2014

Þú ert búinn að finna rétta fjölmiðilinn til að koma fyrirtækinu þínu eða vöru á framfæri. Þú hefur jafnvel sett markið á tiltekinn blaðhluta eða þátt, og mögulega ertu með augastað á ákveðnum blaðamanni sem þú heldur að sé treystandi til að skila verkinu vel frá sér.

Þú hefur líka fundið áhugaverða fleti til að gera viðtalið eða fréttina bitastæðari. Svo hefurðu samband með tíu daga fyrirvara eða svo, til að komast örugglega að á þeim tíma sem hentar þér best.

Það eina sem þig vantar er skotheld fréttatilkynning.

 

Að setja saman fréttatilkynningu er ekki alltaf nauðsynlegt, en getur hjálpað...

Lesa meira...

Er málið að hafa Hong Kong sem bækistöð?

rekstur Aug 04, 2014

Þau ráð og upplýsingar sem fylgja hér á eftir eru skrifuð af leikmanni og þarf því að taka með hæfilegum fyrirvara. Lesendur eru hvattir til að leita ráða hjá sérfróðum aðilum áður en þeir stofna fyrirtæki, á Íslandi eða annars staðar. Athugasemdir og leiðréttingar eru vel þegnar í kommentakerfinu hér að neðan.

Ég átti nýlega erindi til Hong Kong og notaði tækifærið til að kynna mér hvernig það gengur fyrir sig að stofna fyrirtæki í litla lágskatta borgríkinu.

Hong Kong er nefnilega ekki amalegur staður til að standa í rekstri; þar þykir lagaumhverfið ágætt og skattbyrðin sérstaklega þægileg. Þeir sem eru að...

Lesa meira...

Þarftu að greiða þér laun?

stofnun Jul 31, 2014

Ég fékk skemmtilegt bréf frá frumkvöðli sem var að hefja rekstur og var að velta fyrir sér þeim undarlegu lögum sem fjalla um það að stofnandi sé skyldugur að greiða sér út laun frá og með þeim tíma sem fyrirtæki er stofnað. Þessi lög hafa oft og mörgu sinnum komið upp í samtölum á hinum ýmsu viðburðum sem ég hef farið á þar sem frumkvöðlar eru allir jafn hissa á að slík lög séu til staðar og fæstir virðast þeir hafa farið eftir þeim. Það er náttúrulega alltaf slæmt að brjóta lög en ennþá verra ef lögin eru það illa sett fram að maður geti ekki farið eftir þeim.

Á vefsíðu RSK...

Lesa meira...

Viltu komast að hjá fjölmiðlunum?

markaðsmál Jul 29, 2014

Á sprotastiginu getur viðtal eða fréttabútur skilið á milli feigs og ófeigs. Ef tekst að fá rétta sýnileikann í fjölmiðlum er hægt að ná til nýrra viðskiptavina, samstarfsaðila og fjárfesta, byggja upp ímynd og orðspor.

Furðuoft virðast frumkvöðlar eiga í mesta basli með að koma sér og fyrirtækjum sínum á framfæri í fjölmiðlum, og missa af verðmætum tækifærum. Að komast að í blöðunum, í sjónvarpi, útvarpi eða hjá vefmiðlunum er samt ekki svo snúið, ef menn bera sig rétt að.

Hér eru nokkur atriði til að hafa í huga:

– Taktu upp símann: Ekki bíða eftir að fjölmiðlarnir finni þig. Hafðu samband...

Lesa meira...

Mikilvægu smáatriðin á netinu

markaðsmál Jul 24, 2014

Þú stendur í þeim sporum að vera með góða viðskiptahugmynd og gangi allt að óskum bíða þín gull og grænir skógar handan við hornið.

En það er nokkurn veginn sama hver viðskiptahugmyndin er, að árangurinn mun að stórum hluta ráðast af því hversu sýnilegt sprotafyrirtækið þitt eða varan getur verið á netinu. Þeir sem ekki sjást á netinu gætu allt eins ekki verið til. Er því vissara að frumkvöðlar hugi að því strax á fyrstu skrefunum hvernig má ná sem mestum og bestum sýnileika í gegnum netið:

1. Googlaðu nafn vörunnar eða fyrirtækisins. Ertu  með einstakt nafn í höndunum eða ertu að keppa við milljónir...

Lesa meira...

Ekki halda hugmyndinni leyndri

fyrstu skrefin Jul 23, 2014

Frumkvöðlar með góðar viðskiptahugmyndir eru oft í þeim sporum að vita ekki hvort óhætt er að tala um hugmyndina við aðra. Hvað ef einhver stelur hugmyndinni og gerir þannig að engu drauma um ríkidæmi og heimsfrægð? Hvað ef þú ert Tesla og einhver óprúttinn Edison liggur við hlustir?

Raunin er samt að yfirleitt er sáralitil áhætta tekin með því að tala um viðskiptahugmynda oft, víða og við marga. Ávinningurinn er alla jafna mun meiri en áhættan.

– Að búa til vöru eða fyrirtæki úr hugmynd er meira en að segja það. Yfirleitt kostar það áralangt strit og miklar persónulegar fórnir að komast  í mark og uppskera árangur erfiðisins....

Lesa meira...

Kaldlyndur mentorafauskur

fyrstu skrefin Jul 20, 2014

Hér áður fyrr gagnrýndi ég oft þá mentora/leiðbeinendur innan frumkvöðlaumhverfisins sem voru mjög harðir við unga frumkvöðla. En þrátt fyrir það hef ég sjálfur í seinni tíð farið að verða mun harðari við unga frumkvöðla og er ófeimnari við að segja mínar skoðanir á fyrirtækjum þeirra.

Ástæðan fyrir þessari auknu harðneskju minni er ekki það að mér líki illa við frumkvöðlana eða hugmyndir þeirra heldur er það frekar útaf því að ég er að benda á hluti sem ég sjálfur vildi óska þess að ég hefði vitað fyrr í ferlinum. Staðreyndin er sú að það að ná...

Lesa meira...

4 þrep í frumkvöðlarekstri

almennt Jul 01, 2014

Það að stofna frumkvöðlafyrirtæki og ná árangri er nær alltaf erfiðara og flóknara heldur en fólk gerir sér grein fyrir. Flestir virðast halda að þetta sé eitthvað sem gerist á einhverjum mánuðum en staðreyndin er sú að það að byggja upp stöðugt fyrirtæki tekur yfirleitt að lágmarki 2-3 ár af ævi þinni.

Ferlinum við að búa til stöðugt fyrirtæki má skipta upp í þessi 4 þrep.

 

1. Þrep: Eldmóðurinn
Þegar maður fær fyrst hugmyndina er allt svo skemmtilegt og spennandi, það virðast ekki vera nein takmörk og það er nokkuð augljóst að þessi hugmynd eigi eftir að verða milljarða króna virði í náinni framtíð....

Lesa meira...

Sannleikurinn um að stofna fyrirtæki í öðru landi

almennt stofnun Jun 28, 2014

En allt frá því að hugmyndin varð fyrst til hef ég stefnt að því að fara með það erlendis og gera það að alþjóðlegu fyrirtæki. Reyndar eru...

Lesa meira...
Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.