Á sprotastiginu getur viðtal eða fréttabútur skilið á milli feigs og ófeigs. Ef tekst að fá rétta sýnileikann í fjölmiðlum er hægt að ná til nýrra viðskiptavina, samstarfsaðila og fjárfesta, byggja upp ímynd og orðspor.
Furðuoft virðast frumkvöðlar eiga í mesta basli með að koma sér og fyrirtækjum sínum á framfæri í fjölmiðlum, og missa af verðmætum tækifærum. Að komast að í blöðunum, í sjónvarpi, útvarpi eða hjá vefmiðlunum er samt ekki svo snúið, ef menn bera sig rétt að.
Hér eru nokkur atriði til að hafa í huga:
– Taktu upp símann: Ekki bíða eftir að fjölmiðlarnir finni þig. Hafðu samband...