En allt frá því að hugmyndin varð fyrst til hef ég stefnt að því að fara með það erlendis og gera það að alþjóðlegu fyrirtæki. Reyndar eru...
Það að stofna frumkvöðlafyrirtæki og ná árangri er nær alltaf erfiðara og flóknara heldur en fólk gerir sér grein fyrir. Flestir virðast halda að þetta sé eitthvað sem gerist á einhverjum mánuðum en staðreyndin er sú að það að byggja upp stöðugt fyrirtæki tekur yfirleitt að lágmarki 2-3 ár af ævi þinni.
Ferlinum við að búa til stöðugt fyrirtæki má skipta upp í þessi 4 þrep.
1. Þrep: Eldmóðurinn
Þegar maður fær fyrst hugmyndina er allt svo skemmtilegt og spennandi, það virðast ekki vera nein takmörk og það er nokkuð augljóst að þessi hugmynd eigi eftir að verða milljarða króna virði í náinni framtíð....
Tryggvi Hjaltason hafði nýverið samband við mig til að segja mér frá mastersritgerð sem hann hafði unnið um rekstrarumhverfi hugbúnaðar- og sprotafyrirtækja á Íslandi. Helstu niðurstöður verkefnisins voru þessar:
“Niðurstöður rannsóknarinnar eru í raun mjög skýrar og nokkuð afgerandi staðfestar af alþjóðlegum mælingum. Þegar kemur að rekstrarumhverfi hugbúnaðar- og sprotafyrirtækja á Íslandi felast veikleikarnir fyrst og fremst í ófullnægjandi fjármögnunarumhverfi, vanköntum á skattaumhverfinu og takmörkuðum aðgangi að sérfræðiþekkingu. En Ísland hefur líka marga styrkleika á þessum vettvangi og eru styrkleikarnir margir hverjir fólgnir í...
Eftir 6 tíma flug til Toronto og síðan 3 tíma flug til Halifax (ég var of óþolinmóður til að bíða þangað til í næstu viku þegar Icelandair flýgur beint til Halifax) lendir flugvél mín loksins í Halifax. Klukkan var um 1 um nóttu, það voru liðnir 11 klst frá því ég lagði af stað með Flybus frá Reykjavík og ég átti þó ennþá 30 mínútna leigubílaferð eftir áður en ég kom að herberginu sem ég hafði leigt í gegnum AirBnb.
Ég endaði á því að sofa bara í 4 klst áður en ég var glaðvaknaður þótt svo ég væri mjög þreyttur. Eftir að hafa fundið...
Ég hef lítið reynt að hylja skoðanir mínar á Startup Iceland viðburðinum sem fer fram 2.júní í Hörpunni enda tel ég þetta vera einn öflugasta viðburð ársins fyrir frumkvöðla og í raun eitthvað sem engin íslenskur frumkvöðull ætti að láta fram hjá sér fara.
Mér finnst það þó afar sorglegt að þetta árið mun ég ekki komast á þennan viðburð þar sem ég verð staddur út í Kanada að opna skrifstofu þar í landi fyrir fyrirtækið mitt. Startup Iceland ráðstefnan spilaði þó stóran þátt í því að ég er núna kominn í útrás til Kanada. Á fyrri ráðstefnunum hitti...
Ég sit hérna á flugvellinum og bíð eftir flugi mínu til Kanada.
Það er í raun ekki annað hægt að segja en að þetta sé svolítið súrrealískt augnablik. Ég hef einu sinni áður komið til Kanada og nú er ég að fara þangað til að opna skrifstofu fyrir fyrirtæki mitt. Ég hef oft velt fyrir mér hvernig þessi ferill hefur verið hjá öðrum fyrirtækjum þegar þau taka þetta stóra skref yfir á alþjóðlega markaðinn og alltaf séð fyrir mér sem einhvern tignarlegan feril. Staðreyndin er þó sú að ég, líkt og svo margir aðrir frumkvöðlar sem hafa farið í gegnum þetta, er einfaldlega að stökkva út í djúpu laugina....
Þegar verið er að hefja rekstur er oft lítið um fjármagn til að eyða í markaðssetningu en það er þó engin afsökun fyrir því að markaðssetja ekki fyrirtækið. Sem frumkvöðull er það hlutverk þitt að finna frumlegar, skemmtilegar og fjárlitlar aðferðir til að láta fyrirtækið þitt ganga upp. Ég ætla því að deila hérna með ykkur nokkrum góðum leiðum sem ég hef kynnst í gegnum tíðina til að markaðssetja fyrirtæki þitt fyrir lítinn sem engan pening.
Vertu áhugaverður og komdu þér í fjölmiðla
Það að komast í fjölmiðla er ódýr og árangursrík leið til að kynna fyrirtæki þitt en til...
Ég var að klára bókina “Don’t Make Me Think” eftir Steve Krug. Hún er eins konar “common sense” kennslubók fyrir vefstjóra. Af hverju var ég að lesa hana? Ég er ekki tölvunarfræðingur eða vefhönnuður heldur viðskiptafræðingur (næstum því). Stór hluti af minni vinnu fer hins vegar fram á netinu. Ég er að rýna í og segja mína skoðun á lendingarsíðum, vörusíðum, forsíðunni, sölulínum á vefnum og margt fleira. Og flestir þeir sem starfa í markaðsgeiraum í dag eru að gera það nákvæmlega sama.
Steve Krug er sérfræðingur í “web usability”, eða vef nytsemi á íslensku. Fyrsta útgáfan af bókinni kom...
Ég þarf nú að fara kaupa mér nýjan bíl og ein hugmynd sem ég fékk var það að láta fyrirtækið kaupa hann fyrir mig. Og þar sem ég reyni nú yfirleitt að deila öllu því sem ég tek mér fyrir hendur í rekstrinum með lesendum frumkvodlar.is þá ákvað ég að hafa þetta enga undantekningu.
Athugið að ég mæli ekki með að þið skoðið slíkt á byrjunarstigi rekstursins en þetta er þó engu að síður eitthvað sem þið getið skoðað þegar þið eruð komin með stöðugan rekstur sem greiðir ykkur regluleg laun.
Bifreiðahlunnindi
Helsta fyrirstaðan í þessari ákvörðun eru skattar sem þið þurfið að...
Gísli Kr stofnandi ByrjunarReits var orðin þreyttur á því hversu erfitt væri fyrir ung fyrirtæki að taka sín fyrstu skref og hann ákvað því að taka málin í sínar hendur og setja á lagirnar frumkvöðlaskrifstofuna ByrjunarReitur. Verkefnið er hugsað til að veita ungum fyrirtækjum skrifstofuhúsnæði og stuðning frá öðrum fyrirtækjum í sömu sporum. Mikið er lagt upp úr því að umhverfið sé líflegt og ýti undir sköpun ásamt því að veita liðsinni og upplýsingar varðandi hina ýmsu þætti reksturs fyrirtækja.
ByrjunarReitur veitir fyrirtækjum aðsetur og aðgang að vinnuaðstöðu og fundaraðstöðu með ýmiskonar...
50% Complete
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.