Tryggvi Hjaltason hafði nýverið samband við mig til að segja mér frá mastersritgerð sem hann hafði unnið um rekstrarumhverfi hugbúnaðar- og sprotafyrirtækja á Íslandi. Helstu niðurstöður verkefnisins voru þessar:
“Niðurstöður rannsóknarinnar eru í raun mjög skýrar og nokkuð afgerandi staðfestar af alþjóðlegum mælingum. Þegar kemur að rekstrarumhverfi hugbúnaðar- og sprotafyrirtækja á Íslandi felast veikleikarnir fyrst og fremst í ófullnægjandi fjármögnunarumhverfi, vanköntum á skattaumhverfinu og takmörkuðum aðgangi að sérfræðiþekkingu. En Ísland hefur líka marga styrkleika á þessum vettvangi og eru styrkleikarnir margir hverjir fólgnir í...
Á síðari árum hef ég áttað mig á hversu miklu máli andlega hliðin skiptir í rekstri fyrirtækis. Það að stofna fyrirtæki er heldur auðvelt, þú fyllir bara út nokkra pappíra og greiðir smá pening en það að láta þetta sama fyrirtæki skila þér hagnaði og launum er mun erfiðari verkefni. Þótt það sé mismunandi á milli viðskiptahugmynda þá tala ég yfirleitt um að það taki 2-3 ár að sanna verðgildi hugmyndarinnar og búa til stöðugt fyrirtæki. Þessi fyrstu ár geta verið svakalega erfið þar sem þú ert bókstaflega að leggja allan tíma þinn, orku og pening í það að byggja það upp. Það skiptir...
Eftir 6 tíma flug til Toronto og síðan 3 tíma flug til Halifax (ég var of óþolinmóður til að bíða þangað til í næstu viku þegar Icelandair flýgur beint til Halifax) lendir flugvél mín loksins í Halifax. Klukkan var um 1 um nóttu, það voru liðnir 11 klst frá því ég lagði af stað með Flybus frá Reykjavík og ég átti þó ennþá 30 mínútna leigubílaferð eftir áður en ég kom að herberginu sem ég hafði leigt í gegnum AirBnb.
Ég endaði á því að sofa bara í 4 klst áður en ég var glaðvaknaður þótt svo ég væri mjög þreyttur. Eftir að hafa fundið...
Ég hef lítið reynt að hylja skoðanir mínar á Startup Iceland viðburðinum sem fer fram 2.júní í Hörpunni enda tel ég þetta vera einn öflugasta viðburð ársins fyrir frumkvöðla og í raun eitthvað sem engin íslenskur frumkvöðull ætti að láta fram hjá sér fara.
Mér finnst það þó afar sorglegt að þetta árið mun ég ekki komast á þennan viðburð þar sem ég verð staddur út í Kanada að opna skrifstofu þar í landi fyrir fyrirtækið mitt. Startup Iceland ráðstefnan spilaði þó stóran þátt í því að ég er núna kominn í útrás til Kanada. Á fyrri ráðstefnunum hitti...
Ég sit hérna á flugvellinum og bíð eftir flugi mínu til Kanada.
Það er í raun ekki annað hægt að segja en að þetta sé svolítið súrrealískt augnablik. Ég hef einu sinni áður komið til Kanada og nú er ég að fara þangað til að opna skrifstofu fyrir fyrirtæki mitt. Ég hef oft velt fyrir mér hvernig þessi ferill hefur verið hjá öðrum fyrirtækjum þegar þau taka þetta stóra skref yfir á alþjóðlega markaðinn og alltaf séð fyrir mér sem einhvern tignarlegan feril. Staðreyndin er þó sú að ég, líkt og svo margir aðrir frumkvöðlar sem hafa farið í gegnum þetta, er einfaldlega að stökkva út í djúpu laugina....
Þegar verið er að hefja rekstur er oft lítið um fjármagn til að eyða í markaðssetningu en það er þó engin afsökun fyrir því að markaðssetja ekki fyrirtækið. Sem frumkvöðull er það hlutverk þitt að finna frumlegar, skemmtilegar og fjárlitlar aðferðir til að láta fyrirtækið þitt ganga upp. Ég ætla því að deila hérna með ykkur nokkrum góðum leiðum sem ég hef kynnst í gegnum tíðina til að markaðssetja fyrirtæki þitt fyrir lítinn sem engan pening.
Vertu áhugaverður og komdu þér í fjölmiðla
Það að komast í fjölmiðla er ódýr og árangursrík leið til að kynna fyrirtæki þitt en til...
Ég var að klára bókina “Don’t Make Me Think” eftir Steve Krug. Hún er eins konar “common sense” kennslubók fyrir vefstjóra. Af hverju var ég að lesa hana? Ég er ekki tölvunarfræðingur eða vefhönnuður heldur viðskiptafræðingur (næstum því). Stór hluti af minni vinnu fer hins vegar fram á netinu. Ég er að rýna í og segja mína skoðun á lendingarsíðum, vörusíðum, forsíðunni, sölulínum á vefnum og margt fleira. Og flestir þeir sem starfa í markaðsgeiraum í dag eru að gera það nákvæmlega sama.
Steve Krug er sérfræðingur í “web usability”, eða vef nytsemi á íslensku. Fyrsta útgáfan af bókinni kom...
Fyrir nokkrum mánuðum síðan var mér boðið að koma og tala á nýsköpunarhádegi hjá Klak-innovit um reynslu mína af því að starfa með alþjóðlegum frumkvöðlum. Ég rakst núna áðan á þetta myndband frá þeim viðburði og hafði bara nokkuð gaman af því að horfa á það og fara yfir þá punkta sem ég tók fyrir. Ég held að þetta myndband eigi afskaplega vel við alla íslenska frumkvöðla því það er svo mikilvægt fyrir okkur að skilja hvernig Ísland er samanborið við aðrar þjóðir og hversu lítil við raunverulega erum.
Nýsköpunarhádegi Klak Innovit – Sprotaumhverfið erlendis og hérlendis...
Það sem er svo magnað við að byggja upp fyrirtæki er að það er engin ein rétt leið sem tryggir árangur. Þetta er alltaf spurning um að prufa sig áfram og finna þá leið sem virkar fyrir þetta tiltekna fyrirtæki. Það verður reyndar að viðurkennast að því oftar sem maður reynir fyrir sér í fyrirtækjarekstri því betri verður maður í því að finna góða leið að árangri en það er aldrei öruggt að maður finni þá leið.
Þetta er því alltaf spurning um að vera nógu duglegur við að vinna í þessu og prufa nýjar leiðir, stundum er maður heppinn og finnur hentuga leið til að vaxa og dafna snemma í ferlinum en stundum klárast peningarnir...
Allir þeir sem hafa rekið eigið fyrirtækið vita að það gerist allt hægt og með mikilli vinnu. Það er því frekar auðvelt að líkja stofnun fyrirtækis við maraþon, maður byrjar rólega með endamarkmiðið í huga og reynir hægt og rólega að byggja upp stöðugan hraða. Til að byrja með er þetta nokkuð ljúft og skemmtilegt en þegar það fer að líða á hlaupið fer spennan að breytast í þreytu. Hugurinn fer að færast frá því að hafa gaman og yfir það eitt að halda áfram. Þegar hlaupið er rúmlega hálfnað sér maður rétt fyrir framan sig og hugsanlega mannin við hliðin á sér en draumkennda sýnin af endamarkinu er nokkuð fjarri...
50% Complete
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.