Ég þarf nú að fara kaupa mér nýjan bíl og ein hugmynd sem ég fékk var það að láta fyrirtækið kaupa hann fyrir mig. Og þar sem ég reyni nú yfirleitt að deila öllu því sem ég tek mér fyrir hendur í rekstrinum með lesendum frumkvodlar.is þá ákvað ég að hafa þetta enga undantekningu.
Athugið að ég mæli ekki með að þið skoðið slíkt á byrjunarstigi rekstursins en þetta er þó engu að síður eitthvað sem þið getið skoðað þegar þið eruð komin með stöðugan rekstur sem greiðir ykkur regluleg laun.
Bifreiðahlunnindi
Helsta fyrirstaðan í þessari ákvörðun eru skattar sem þið þurfið að...
Ég ætla að koma með tilgátu um afhverju fyrirtækið þitt mun ekki ganga upp.
Nei það er líklega ekkert af þessu sem mun á endanum drepa...
Fyrir mánuði síðan ákvað ég að reyna loksins að komast að því hvort það væri í alvörunni hægt að skipta um nafn á facebook síðu. Á þeim tímapunkti hét facebook síða fyrirtækis míns Búngaló með Ú-i og Ó-i en vegna þess að ég var að fara leggja út í mun meiri markaðssetningu erlendis hafði ég tekið þá ákvörðun að notast ekki við íslensku stafina þegar ég væri að markaðssetja erlendis. Ég þurfti því að breyta nafn facebook síðunnar úr “Búngaló” í “Bungalo”, kannski ekki alveg stærsta breyting í heimi en engu að síður mjög...
“Whenever you see a successful business, someone once made a courageous decision.”
― Peter F. Drucker
Það getur verið mjög erfitt að takast á við krefjandi verkefni eins og að stofna fyrirtæki, gera hugmynd sína að veruleika, koma hönnuarvöru í framleiðslu á og á markaðinn, setja upp vefsíðu, byrja blogg, skrifa fyrstu viðskiptaáætlunina, opna kaffihús/verslun eða hvað það er sem þig dreymir um að gera. Þegar maður er í þessum ferli getur það verið afskaplega yfirþyrmandi tilhugsun að gera allt það sem þarf að gera og það er oft kannski erfitt að fá stuðning frá fjölskyldu og vinum þar sem þau skilja ekki alveg ferilinn sem þú ert að fara í gegnum. Ég þekki...
Heimurinn hefur farið minnkandi á síðustu árum og þá sérstaklega fyrir Íslendinga með tilkomu internetsins og ódýrs flugs. Við þurfum ekki lengur að takmarka okkur við okkar litlu eyju, við getum unnið og búið hvar sem okkur dettur til hugar í þessum heimi. Á komandi árum mun þessi hugsun verða sterkari og fólk mun hætta að horfa til landamæra til að aðskilja fólk og hópa og mun þess í stað fara líta á heiminn sem eina heild.
Þessi sama þróun er líka að eiga sér stað í fyrirtækjarekstri þar sem íslenskir stofnendur hafa í raun ekki lengur neina þörf til að staðsetja fyrirtæki sitt á Íslandi. Þeir geta stofnað það hvar sem er...
Nýsköpunarviðburðurinn Iceland Innovation UnConference (IIU) fer fram í annað sinn laugardaginn 9. nóvember næstkomandi á Háskólatorgi. Landsbankinn stendur fyrir viðburðinum í samstarfi við Háskóla Íslands og Massachusetts Technology Leadership Council (MassTLC) í Boston, sem sérhæfir sig í að hlúa að frumkvöðlastarfsemi.
Í fyrra, þegar viðburðurinn var haldinn í fyrsta sinn, tóku tæplega 200 manns þátt og einkenndist dagurinn af mikilli orku og uppbyggilegum umræðum.
Fyrir hverja:
Viðburðurinn er fyrir þá sem vilja:
1. Kynda undir nýsköpunarkraftinn. Komast út af skrifstofunni, stíga út fyrir rammann og virkja eigin ofurkrafta til að gera eitthvað nýtt.
2. Hitta mjög...
Helgina 18.-20.október næstkomandi fer fram einstakur viðburður sem heitir Startup Weekend. Þessi viðburður er að mínu mati einhver besta leiðin fyrir þá sem eru að velta fyrir sér að fara út í eigin rekstur til þess að taka fyrstu skrefin. Þátttakendur koma á föstudegi þar sem þeir skipta sér upp í hópa eftir því hvaða hugmyndir fólk vill vinna með og svo er unnið að þeim hugmyndum dag og nótt í 54 klukkutíma. Á svæðinu eru leiðbeinendur og mentorar til að aðstoða við ferilinn og leiðbeina þátttakendum en það sem meira er þá er þarna annað fólk á sama stað og þú með kannski einhverja þekkingu t.d. tölvu, viðskipta eða...
Ég var að enda við að svara skoðanakönnun hjá Capacent um fyrirtækjaumhverfið á Íslandi og í lokin kom spurningin “Er eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri?”. Flestir skilja þetta svæði líklega eftir tómt en ég ákvað að tjá mig aðeins, án efa starfsmönnum Capacent til mikillar skemmtunar. Og hér deili ég með ykkur hvað ég skrifaði og ég hefði einnig gaman að heyra skoðanir ykkar.
Mér þykir frumkvöðlaumhverfið almennt séð hafa vaxið mjög hratt og dafnað vel á síðustu árum. Það eru þó að mínu mati aðallega tvö atriði sem mættu betur fara. í fyrsta lagi hafa íslenskir fjárfestar engan skilning...
Ég setti fram spurningu á facebook síðu vefsíðunnar um hvað fólk myndi vilja sjá mig fjalla um hér á síðunni og eina ábendingin sem ég fékk var sú að skrifa um hvernig maður tekur sín fyrstu skref. Á síðasta ári skrifaði ég reyndar grein sem heitir “Ég er með hugmynd, hvað nú?” og ég held að sú grein hafi tekið ágætlega á þessari spurningu en kannski mætti prufa að taka aðeins öðruvísi nálgun á þetta. Þess vegna ætla ég hérna að fylgja ykkur algjörlega í gegnum ferilinn í nokkrum einföldum skrefum. Ég mun þó ekki fara yfir hvert einasta smáatriði þar sem það myndi taka nokkrar...
Ég tel mig nú ekki vera orðin svo gamlan en ég er þó farin að finna fyrir því að mér finnst ég vera orðin eins og gamall nöldrandi karl þegar fólk er að koma til mín og leita ráða. Þannig er nefnilega að eftir allt það sem ég hef farið í gegnum á síðust árum hef ég lært að það er ekkert til sem heitir frí máltíð. Þú þarft alltaf að leggja vinnu og tíma í allt það sem þú vilt ná að afreka og því verðmætara sem það er því meiri vinnu og tíma krefst það af þér.
Flestir þeir sem eru að fara sín fyrstu skref í fyrirtækjarekstri virðast ekki skilja þetta og verða oft...
50% Complete
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.