Góð ráð í markaðsmálum

markaðsmál Aug 31, 2013

Þóranna K. Jónsdóttir sem á og rekur Markaðsmál á mannamáli kíkti í heimsókn til mín niðrá skrifstofu og ég nýtti tækifærið til að taka smá viðtal við hana sem ég ætla deila hérna með ykkur. En kjarnin í máli hennar voru þessi 3 góðu ráð fyrir sprotafyrirtæki.

1. Taktu góðan tíma til að vinna undirbúningsvinnuna rétt.

2. Skilgreindu vörumerkið vel og hvað felst í því.

3. Tengdu markaðssetninguna við lífsgildi þín og viðskiptavina þinna.

Fyrir frekari upplýsingar getið þið kíkt inn á vefsíðu Markaðsmála á Mannamáli, www.mam.is.

Lesa meira...

ByrjunarReitur sprotaskrifstofa

almennt fyrstu skrefin Jul 27, 2013

Gísli Kr stofnandi ByrjunarReits var orðin þreyttur á því hversu erfitt væri fyrir ung fyrirtæki að taka sín fyrstu skref og hann ákvað því að taka málin í sínar hendur og setja á lagirnar frumkvöðlaskrifstofuna ByrjunarReitur. Verkefnið er hugsað til að veita ungum fyrirtækjum skrifstofuhúsnæði og stuðning frá öðrum fyrirtækjum í sömu sporum. Mikið er lagt upp úr því að umhverfið sé líflegt og ýti undir sköpun ásamt því að veita liðsinni og upplýsingar varðandi hina ýmsu þætti reksturs fyrirtækja.

ByrjunarReitur veitir fyrirtækjum aðsetur og aðgang að vinnuaðstöðu og fundaraðstöðu með ýmiskonar...

Lesa meira...

Íslendingar eiga margt eftir ólært

almennt markaðsmál Jul 16, 2013

Ég er þessa stundina staddur í New York að skoða borgina og vonandi að kynnast aðeins viðskiptaumhverfinu hér. Í morgun fór ég á smá frumkvöðlahitting og var forvitin að sjá hvernig slíkir fundir fara fram og hvort þeir væru að einhverju leiti ólíkir því sem gerist heima á Íslandi. Það hefur stundum verið sagt að íslendingar séu svolítið lokaðir og eigi stundum erfitt með að opna sig, og líklega þess vegna sem svo margir fundir heima fara fram á stöðum þar sem bjór er við hendi, en það sannaðist algjörlega fyrir mér í morgun. Bandaríkjamenn eru svo miklu öflugri í að networka að mér brá svolítið í fyrstu, ég var ekki...

Lesa meira...

Orð af munni

markaðsmál Jun 10, 2013

Ég er búinn að vera með Word of Mouth Marketing eftir Andy Sernovitz á náttborðinu hjá mér í heilan mánuð. Það var ekki fyrr en ég hoppaði upp í bústað núna um helgina sem ég komst í að lesa hana. Og viti menn, hún var straujuð á einni helgi.

Það er talað um fyrirtækið og vörumerki, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Fólk deilir því hvernig þjónustan á veitingastaðnum var, hvort maturinn hafi verið góður eða hvort þjónninn hafi verið í hvítum sokkum. Þannig hefur það verið frá örófi alda og mun halda áfram. Þessi bók reynir að kenna þér hvernig þú átt að nýta þetta umtal...

Lesa meira...

Síðasta tækifæri til að kaupa miða á Startup Iceland

almennt May 31, 2013

Þá er komið að því, Startup Iceland ráðstefnan er að skella á og miðasölunni lýkur á miðnætti í nótt.

Nú þegar hafa verið frábær viðbrögð við ráðstefnunni og gaman að sjá hversu mikill áhuga er hjá íslendingum á frumkvöðlastarfi. Ég er á því að þessi ráðstefna sé mjög mikilvægur viðburður fyrir alla sem starfa í eða hafa áhuga á að starfa í sprotaumhverfinu. Í þessari grein ætla ég aðeins að telja upp nokkra hluti varðandi ráðstefnuna til að tryggja það að þú látir verða af því að kíkja á þennan skemmtilega viðburð.

 

...

Lesa meira...

Verður sprotafyrirtækið þitt sýnilegt á Startup Iceland?

Uncategorized May 28, 2013

Nú fer að líða að því að Startup Iceland ráðstefnan hefjist en um helgina fer fram hackathon keppnin, á mánudaginn verður svo UnConference og þriðjudagurinn er aðal dagur ráðstefnunnar. Ráðstefnan er hugsuð til að aðstoða íslensk sprotafyrirtæki við það að koma sér á framfæri og viljum við sem erum að aðstoða við að skipuleggja þessa ráðstefnu því gera allt sem við getum til að hjálpa slíkum fyrirtækjum. Þarna verður stór hópur af fólki úr íslensku atvinnulífinu, auk þess sem þarna verða margir öflugir aðilar með góð tengsl í sprotaumhverfinu erlendis.

Íslenskum sprotafyrirtækjum býðst því...

Lesa meira...

Nýsköpun og stofnun fyrirtækja í HR

fyrstu skrefin May 19, 2013

Í síðustu viku lauk áfanganum Nýsköpun og stofnun fyrirtækja sem er 3 vikna kúrs í Háskólanum í Reykjavík þar sem nemendur úr hinum ýmsu deildum koma saman til að vinna að viðskiptahugmynd. Nemendurnir hafa sjálfir fullt vald yfir hvaða hugmynd þeir vinna með og markmið áfangans er að hóparnir komist eins langt með það og þeir geti í að gera verkefnið að raunverulegu fyrirtæki. Til þess að ná því markmiði þurfa þeir að þróa hugmyndina áfram, greina markhóp, skilgreina hindranir á leiðinni og búa til aðgerðaráætlun. Persónulega finnst mér Háskólinn í Reykjavík, Innovit og allir þeir sem standa að þessum...

Lesa meira...

Þolinmæði og óþolinmæði

almennt May 15, 2013

Tveir af mikilvægustu eiginleikum sem frumkvöðull getur haft er þolinmæði og óþolinmæði. Þetta kann að hljóma sem miklar andstæður, sem þetta eru en ég held samt að þetta séu nauðsynlegir eiginleikar til að ná árangri. Þú þarft að vera nógu óþolinmóður til að vera stöðugt að vinna í fyrirtækinu og reyna ýta öllu eins hratt í gegn og mögulega hægt er. Á sama tíma þá gerist hlutir mjög hægt í fyrirtækjarekstri og því nauðsynlegt að vera með næga þolinmæði til að halda sér við efnið þegar allt virðist vera gerast nöturhægt.

Hefur þú næga þolinmæði og...

Lesa meira...

Business Model Canvas

almennt May 10, 2013

Alexander Osterwalder, maðurinn sem skrifaði bókina um Business Model Canvas hélt fyrirlestur í Hörpu um daginn í boði Arion Banka. Hátt í 1.000 manns mættu á fyrirlesturinn og var þetta einstakt tækifæri til að sjá einn af vinsælli fyrirlesurum í startup heiminum í eigin persónu. Mér skilst að kynningin hafi gengið það vel að stefnt sé að því að endurtaka hana 30.maí kl. 9:00 í Borgartúni 19 og mæli ég með að allir þeir sem misstu af fyrri fyrirlestrinum skrái sig á þennan.

Hérna er stutt kynning á Business Model Canvas og hugmyndinni á bak við ferilinn.

Vefsíða Alexander Osterwalders: http://alexosterwalder.com/
BMC vefsíðan: http://www.businessmodelgeneration.com/ 
BMC...

Lesa meira...

Milljarða króna exit hjá CLARA

almennt May 01, 2013

Í dag birtist á forsíðu fréttablaðsins grein um það að sprotafyrirtækið CLARA hefði verið selt á 1 milljarð króna. Fyrir Íslenska sprotaumhverfið eru þetta náttúrulega frábærar fréttir. Nokkrir af okkar öflugustu ungu frumkvöðlum hafa sannað að hér á Íslandi geta orðið til öflug fyrirtæki sem eru samkeppnishæf við þau bestu erlendis. Einnig virðast þeir hafa gengið frá þessu með smá aur í vasanum og það sem meira skiptir mikla reynslu sem mun vonandi nýtast þeim til að búa til önnur öflug og skemmtileg fyrirtæki í framtíðinni.

Lesa má nánar um þettta hér: ...

Lesa meira...
Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.