Ekki reyna þetta ein(n)

almennt Oct 18, 2021

Þegar ég stofnaði mitt fyrsta fyrirtæki þá reyndist það mér mjög erfitt, ég fékk engan stuðning og það var erfitt að fá einföldustu upplýsingar. Fyrir vikið varð til einhver þrjóska í mér sem gerði það að verkum að ég hugsaði "ég komst þetta langt án nokkurar hjálpar, hví ætti ég þá að leita mér hjálpar núna?".

Þessi þrjóska hélt mér gangandi næstu árin en því miður skilaði hún litlu öðru en harki, harki og meira harki. Ég náða að byggja upp og reka nokkur fyrirtæki en þau voru ekkert að gera neina frábæra hluti og ég var vanalega með lítið afgangs...

Lesa meira...

Húmorinn við heimavinnu

almennt Jun 11, 2021

Þegar Covid-19 byrjaði í mars á síðasta ári byrjaði ég að vinna heima eins og svo margir aðrir og hef verið að gera það alveg síðan þá. Nú þegar farið er að sjá fyrir endalokin á þessu langaði mér til að taka saman nokkra skondna hluti sem ég upplifði við það að vinna heima alla daga.

En áður en ég byrja á listanum verð ég bara að deila þessu myndbandi hér að ofan sem ég tók upp í síðustu viku þegar sonur minn kemur inn í miðri upptöku til að færa mér blóm :) Svona skemmtileg augnablik gerast ekki á skrifstofum út í bæ.

9 skondnir hlutir sem ég upplifði í heimavinnunni.

  1. Nokkrum sinnum fór...
Lesa meira...

Lifandi útsendingar á Facebook

almennt Jun 05, 2020

Í apríl 2020 byrjaði ég að vera með lifandi útsendingar á Facebook og ég mun deila með ykkur ýmsum góðum köflum úr þeim hér á blogginu á komandi vikum. Markmið með útsendingunum er að deila fróðleik og reynslusögum sem tengjast því að stofna og reka fyrirtæki og vonandi hjálpa ykkur sem eruð með rekstur eða stefnið á rekstur og viljið ná árangri í því.

Ég ákvað að hefja þessa þáttaröð í miðjum Covid-faraldri því mig hreinlega langaði bara að láta eitthvað gott af mér leiða. Þetta ástand í þjóðfélaginu minnti mig á hvernig við upplifðum hrunið 2008 en sá tími varð...

Lesa meira...

Hvar er hægt að nálgast fréttir um íslenska frumkvöðlaumhverfið?

almennt Sep 20, 2019

Mér finnst nú almennt séð ekki vera margir miðlar á Íslandi sem hafa í gegnum árin verið með góð og regluleg skrif um íslenska frumkvöðlaumhverfið og því hefur oft verið erfitt að fylgjast með því sem er að gerast. En hérna eru nokkrir hlekkir á miðla sem ég myndi mæla með að þið mynduð kíkja á.

Facebook grúppur

Íslenskir frumkvöðlar (Þetta mín “go-to” síða til að fylgjast með því sem er að gerast hjá frumkvöðlum, en þess ber að geta að ég er ekki alveg hlutlaus þar sem ég rek þessa grúppu. 4.500 meðlimir).

Hugmyndaráðuneytið (Mér hefur fundist þessi grúppa ekki vera alveg jafn virk...

Lesa meira...

Að losna við slæma meðeigendur

almennt rekstur Jan 20, 2019

Ég ætla ekki að segja ALLIR (þótt ég hugsi það), frekar ætla ég að segja FLESTIR, já flestir þeir stofnendur sem hafa stofnað fyrirtæki með einum eða fleiri meðeigendum hafa á einhverjum tímapunkti þurft að velta fyrir sér “hvernig losna ég við þennan hrikalega meðeigenda”.

Þarna er ég ekki að segja að það séu slæmir meðeigendur í öllum hópum stofnenda heldur frekar að það að stofna fyrirtæki með öðrum aðilum sé mjög erfitt og krefjandi verk og því ekki skrítið að það komi upp erfiðar stöður og ósætti manna á milli. Margir vilja líkja þessu við það að vera í hjónabandi og...

Lesa meira...

Frumkvöðlar í prenti

almennt Dec 03, 2015

Flestar framfarir í íslensku frumkvöðlaumhverfi hafa átt sér stað þegar grassrótin sjálf þ.e.a.s. frumkvöðlarnir sem starfa í umhverfinu, taka sig til og setja í framkvæmd þær breytingar sem þeir vilja sjá á umhverfinu. Og þökk sé grassrótinni þá hefur umhverfið stöðugt haldið áfram að verða betra og betra. Nýjustu ummerki áframhaldandi þróunar umhverfisins má nú finna bæði í sjónvarpinu í formi þáttarins Toppstöðvarinnar og í prenti í ný útgefinni bók með sama nafn.

Ef þið hafi ekki nú þegar keypt ykkur eintak af Toppstöðinni og sömuleiðis nokkur eintök til að nýta í jólagjafir fyrir...

Lesa meira...

Á að blogga á ensku?

almennt markaðsmál Dec 23, 2014

 

Ég hef mikið verið að velta fyrir mér hvað ég eigi að gera við frumkvöðlar.is þar sem bloggið fer að verða meira takmarkandi fyrir mig eftir því sem ég sjálfur vex og þróast sem frumkvöðull. Í dag eru mínir mestu vaxtamöguleikar erlendis og flest öll mín samskipti eiga sér stað við erlenda aðila út um allan heim. Því meiri tíma sem ég eyði erlendis því meira geri ég mér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að hætta að takmarka sig við eitt land og byrja hegða sér sem alþjóðlegur frumkvöðull. Eitt af skrefunum í áttina að því er það að færa meira af samskiptum sínum yfir á ensku og...

Lesa meira...

Í hnotskurn: Jón Bragi Gíslason hjá Ghost Lamp

almennt stofnun Sep 23, 2014

Hvað heitir fyrirtækið?

Ghost Lamp ehf.

Hver er aðal varan?

Við bjóðum í raun uppá nýstárlegan vettvang sem tengir saman fyrirtæki og birtingaraðila s.s. bloggara, í gagnsæju og traustu umhverfi. Fyrirtæki geta óskað eftir fyrirfram skilgreindri umfjöllun á ákveðinni vöru, þjónustu eða ímynd fyrirtækisins. Þessi þjónusta nýtist fyrirtækjum við prófanir á viðbrögðum markhópa við nýjum vörum, þjónustum og t.d. vörumerkjahönnun, eða til þess að styðja við aðrar markaðsaðgerðir. Fyrirtæki fá því betri stjórn yfir útbreiðslu markaðsefnis og geta þau fylgst með útbreiðslu þess ásamt því að...

Lesa meira...

Frumkvöðlar eru ekki áhættufíklar

almennt Sep 19, 2014

Stundum er sú mynd gefin af frumkvöðlum að þeir séu óttalausir fjárhættuspilarar sem þori að leggja allt undir, í þeirri veiku von að viðskiptahugmyndin gangi upp og peningarnir flæði inn.

Þeir láta varnaðarorð sem vind um eyru þjóta, og hefja eigin rekstur sama þó öll tölfræði segi að öruggast sé að halda sig á hinum almenna vinnumarkaði.

Ný rannsókn frá U.C. Berkeley bendir til þess að þessi staðalímynd eigi ekki við rök að styðjast. Frumkvöðlar eru ekki áhættufíklar heldur taka yfirvegaðar og meðvitaðar ákvarðanir, með hæfilega vissu um að eiga erindi sem erfiði.

Þeir eru ekki að veðja á svartan í rúllettu, og upp á...

Lesa meira...

Hvað þarf til að byggja upp gott umhverfi fyrir frumkvöðla á Íslandi?

almennt Sep 17, 2014

https://youtu.be/MF9tVkokHZM

Þorsteinn B. Friðriksson stofnandi og forstjóri Plain Vanilla flutti þennan fyrirlestur á Haustráðstefnu Advania. Ég hef í raun engu við þetta að bæta hjá honum Þorsteini, frábærlega góð samantekt hjá honum og yndislega gaman að fylgjast með velgengni QuizUp.

Lesa meira...
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11
Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.