Hvað er að stoppa þig í að stofna fyrirtæki?

fyrstu skrefin Nov 06, 2020

Marga dreymir um að stofna sitt eigið fyrirtæki, eru jafnvel með góða viðskiptahugmynd en láta svo aldrei verða að því að henda sér í djúpu laugina. En hvað er að stoppa fólk í því að láta vaða? Margir mikla fyrir sér að fara úr öruggu starfi yfir í eigin rekstur sem getur verið áhættusamur, á meðan aðrir tala um skort á fjámagni og tíma. Gerð var óformleg könnun á facebook síðunni Íslenskir frumkvöðlar til að fá innsýn inn í hvað það er í raun og veru sem kemur í veg fyrir að fólk láti drauma sína rætast og stofni fyrirtæki, hér eru helstu niðurstöður úr þeirri könnun.

Við...

Lesa meira...

Að komast úr kyrrstöðu

fyrstu skrefin Aug 10, 2020

 

Hvernig komumst við úr kyrrstöðu, þ.e. úr hugmyndastigi í aðgerðir?

Það eru margir þættir sem halda aftur af okkur og einn sá stærsti er óöryggi, sérstaklega ef við höfum ekki stofnað fyrirtæki áður. Það er erfitt að fara út í óvissuna þegar við skiljum ekki alveg út á hvað þetta gengur. Við þurfum að átta okkur á hvað felst í að reka fyrirtæki og besta leiðin til þess er að kíkja á námskeið hjá mér í stofnun fyrirtækja. En einnig hef ég skrifað margar greinar um þetta og hérna eru t.d. nokkrar þeirra:

Lesa meira...

Tækifærin í fyrirtækjarekstri

fyrstu skrefin Jul 13, 2020

Að vita að maður getur stofnað fyrirtæki víkkar sjóndeildarhringinn og því fylgir ákveðið öryggi, sjálfsöryggi. Við þurfum ekki öll að vinna fyrir einhvern annan og það er hvort eð er ekkert öruggt að vinna fyrir annan eins og við erum að sjá á öllu þessu fólki sem er að missa vinnuna um þessar mundir. 

Stundum getur öryggið verið fólgið í því að byggja upp þekkingu á hvernig við stofnum fyrirtæki og búum til okkar eigin tækifæri. Þau eru mjög mörg sem geta gert alveg fullt og eru troðfull af hugmyndum um alls konar. Það að kunna þessa beinagrind að fyrirtækjarekstri gæti búið til auðlindir sem enginn tekur frá manni. Að standa og falla...

Lesa meira...

Rekstur á eigin kennitölu

fyrstu skrefin Nov 08, 2019

Þegar verið er að tala um að stofna fyrirtæki þá er yfirleitt átt við að stofna einkahlutafélag (ehf.) og fara þannig út í formlegan rekstur þar sem reksturinn er allur rekinn undir fyrirtækjakennitölu sem félaginu er úthlutað. Það er þó líka til sá möguleiki að reka fyrirtæki á þinni eigin persónulegu kennitölu og á þínu persónulega nafni, það oft kallað einstaklingsfyrirtæki.

Rekstur á eigin kennitölu getur verið hagkvæm og auðveld leið til að byrja á meðan það er verið að sjá hvort að hugmyndin virki og hvort rekstrargrundvöllur sé fyrir hendi. Það er engin skráningarkostnaður við einstaklingsfyrirtæki en skráning...

Lesa meira...

Þetta eina ráð mun spara þér 3 ár af erfiðri vinnu

fyrstu skrefin Jul 04, 2019

Ég ætla að deila með þér góðu ráði sem mun hugsanlega koma í veg fyrir að þú eyðir næstu 2-3 árum af ævi þinni í að byggja upp fyrirtæki sem gerir ekkert annað en að skapa stress og leiðindi fyrir þig.

Ráðið er einfalt: vertu búin að hugsa vel út i það afhverju þú ert að fara út í fyrirtækjarekstur og hvað þú vilt fá út úr honum.

Námskeið: afhverju viltu stofna námskieð.
Smelltu hér til að horfa frítt á námskeiðið “Afhverju viltu stofna fyrirtæki”

Við höfum öll okkar ástæður fyrir því að vilja fara út í fyrirtækjarekstur, fyrir sum af okkur er það að geta stýrt betur vinnutíma okkar, fyrir aðra er...

Lesa meira...

Besti aldurinn til að stofna fyrirtæki?

fyrstu skrefin Feb 07, 2019

Ég hef oft átt samtöl við fólk sem langar til að stofna fyrirtæki en finnst það ekki alveg vera á rétta aldrinum eða rétta tímanum í lífi sínu. En ég hef líka hitt og unnið með 14 ára gömlum frumkvöðli og 60 ára gömlum frumkvöðli og allt þar á milli. Því er gaman að velta fyrir sér hvort það sé eitthvað til sem mætti kalla besti aldurinn til að stofna fyrirtæki.

Sjálfur byrjaði ég mitt fyrsta frumkvöðlaævintýri 14 ára gamall þótt svo að ég hafi svo ekki stofna mitt fyrsta formlega fyrirtæki fyrr en 23 ára gamall. Ég er í dag 37 ára og hef því farið út í ýmis frumkvöðlaævintýri...

Lesa meira...

Frumkvöðlaskattur?

fyrstu skrefin Nov 26, 2015

Ég hef í gegnum árin stofnað nokkur fyrirtæki hér á Íslandi og að mörgu leiti er það ekki svo flókinn ferill, sérstaklega þegar maður er búinn að fara í gegnum hann einu sinni áður. Það sem hefur þó alltaf pirrað mig afskaplega mikið er sú staðreynd að kostnaðurinn við að skrá fyrirtæki hér á Íslandi er kr.130.500-.

Það er afar ólíklegt að raunkostnaður ríkisskattstjóra við það að skrá fyrirtæki hjá sér sé svo mikill enda líklega ekki svo mikil vinna fyrir starfsmenn skattstjóra. En ef raunkostnaður þeirra er ekki svo mikill þá hlýtur það að þýða að allt það sem kemur inn umfram...

Lesa meira...

Í hnotskurn: Friðrik Guðjónsson hjá Prentagram

fyrstu skrefin stofnun Sep 30, 2014

Hvað heitir fyrirtækið?

Prentagram

Hver er aðal varan?

Hágæða prentun á ljósmyndum, handsmíðaðir íslenskir rammar og allt sent beint heim til viðskiptavinarins.

Hvaða fólk leiðir reksturinn?

Ég er stofnandi og framkvæmdastjóri félagsins en í dag koma þrettán aðrir að daglegum rekstri félagsins. Við erum þó aðeins tvö í fullu starfi þar sem við úthýsum því sem hægt er að úthýsa.

Hvernig kviknaði hugmyndin?

Hugmyndin kviknaði út frá þörfinni sem ég fann hjá sjálfum mér til að framkalla myndir. Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að taka ljósmyndir og fékk til dæmis viðurnefnið „Frikki ljósmyndari“...

Lesa meira...

Klífðu fjöll!!!

fyrstu skrefin stofnun Sep 15, 2014

Ímyndaðu þér (ef það er ekki nú þegar staðreynd) að þú hafir ekki mikla reynslu af fjallgöngu, hafir kannski mesta lagi gengið upp á Esjuna en lítið annað en það. Svo einn daginn þegar þú ert að keyra um einhvern sveitaveg í fjarlægju landi kemurðu að risastóru fjalli með bratta klettaveggi og þakið í snjó, og þú segjir við sjálfan þig “Þetta er fallegt fjall, ég ætla að klífa það!”. Þrátt fyrir að öll almenn skynsemi segji þér að þú hafir enga reynslu né getu til að klífa slíkt fjall þá tekur þú staðfasta ákvörðun.

Staðreyndin er að sjálfsögðu sú að...

Lesa meira...

Verður ástríðan frumkvöðlinum að falli?

fyrstu skrefin Aug 14, 2014

Ég man þegar ég fékk mína fyrstu “alvarlegu” viðskiptahugmynd.

Ég hélt ég hefði aldeilis rambað niður á snilldarlausn og í Excel hafði ég löngu reiknað út að fúlgur fjár væru handan við hornið. Ég var meira að segja búinn að gera upp við mig hvernig sportbíl ég ætlaði að kaupa, þegar reksturinn væri orðinn að veruleika og peningarnir byrjaðir að rúlla inn.

Án þess að fara út í smáatriðin þá voru margir persónulegir þættir sem fengu mig til að langa mjög að hefja rekstur. Þegar ég lít til baka sé ég að óskhyggjan byrgði mér sýn, svo ég...

Lesa meira...
1 2 3 4
Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.