5 aðferðir til að markaðssetja með Facebook

markaðsmál Jun 30, 2019

Ég hef sjálfur náð nokkuð góðum árangri í gegnum tíðina þegar ég hef verið að markaðssetja vörur og þjónustu í gegnum Facebook. Þetta er líka það markaðstól sem ég mæli oftast með að frumkvöðlar noti þegar þeir eru fyrst að hefja rekstur enda eru 93% íslendinga inn á þessum miðli og því nokkuð góð leið til að ná til þjóðarinnar. En þótt svo að þetta geti verið gott markaðstól þá getur þetta líka verið algjör hausverkur og peningasuga því að flækjustigið er svo rosalega hátt. Það er þess vegna sem mig langaði til að reyna einfalda þetta aðeins og deila hérna...

Lesa meira...

Á að blogga á ensku?

almennt markaðsmál Dec 23, 2014

 

Ég hef mikið verið að velta fyrir mér hvað ég eigi að gera við frumkvöðlar.is þar sem bloggið fer að verða meira takmarkandi fyrir mig eftir því sem ég sjálfur vex og þróast sem frumkvöðull. Í dag eru mínir mestu vaxtamöguleikar erlendis og flest öll mín samskipti eiga sér stað við erlenda aðila út um allan heim. Því meiri tíma sem ég eyði erlendis því meira geri ég mér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að hætta að takmarka sig við eitt land og byrja hegða sér sem alþjóðlegur frumkvöðull. Eitt af skrefunum í áttina að því er það að færa meira af samskiptum sínum yfir á ensku og...

Lesa meira...

Fjölmiðlamál á fimmt... föstudegi: Að búa til fréttir

markaðsmál Aug 29, 2014

Áður hefur verið skrifað um Richard Branson hér á Frumkvöðlar.is og hvernig hann er einstaklega lunkinn við að skapa fyrirtækjum sínum sýnileika í fjölmiðlum.

Uppátækin hafa verið af ýmsum toga, og hafa spannað allt frá því að reyna að ferðast umhverfis hnöttinn í loftbelg yfir í að fara í flugfreyjubúning (í varalit og háum hælum) vegna „veðmáls“ við stjórnanda Air Asia.

Þegar Sir Richard tekur sig til stökkva fjölmiðlar á fréttina og Virgin fær jákvæða og áberandi umfjöllun hringinn í kringum hnöttinn, og kostar sama sem ekki neitt. Sýnileikinn er hæglega milljóna dala virði í hvert sinn.

Bæði...

Lesa meira...

Sýnileiki og fjölmiðlar: pressu-kittið

markaðsmál Aug 21, 2014

Sprotafyrirtæki ættu að reyna að útbúa góðan upplýsingapakka fyrir fjölmiðla, pressu-kitt.

Þar er safnað á einn stað upplýsingum og myndefni sem fjölmiðlamenn geta síðan stuðst við þegar kemur að því að segja frá fyrirtæknu og vörum þess.

 

Pressu-kittið getur t.d. verið í formi sérstaks svæðis á vefsíðu fyrirtækisins þar sem hægt er að nálgast eftirfarandi gögn:

– Farsímanúmer og tölvupóstur þess sem annast fjölmiðla/almannatengslin.

– Stutt og hnitmiðuð samantekt um starfsemina og/eða vöruna. Þessi samantekt kafar ekki mjög djúpt ofan í málin, en hefur að geyma nægilegan fróðleik og staðreyndir til...

Lesa meira...

Að komast að hjá fjölmiðlum - Part Deux

markaðsmál Aug 07, 2014

Þú ert búinn að finna rétta fjölmiðilinn til að koma fyrirtækinu þínu eða vöru á framfæri. Þú hefur jafnvel sett markið á tiltekinn blaðhluta eða þátt, og mögulega ertu með augastað á ákveðnum blaðamanni sem þú heldur að sé treystandi til að skila verkinu vel frá sér.

Þú hefur líka fundið áhugaverða fleti til að gera viðtalið eða fréttina bitastæðari. Svo hefurðu samband með tíu daga fyrirvara eða svo, til að komast örugglega að á þeim tíma sem hentar þér best.

Það eina sem þig vantar er skotheld fréttatilkynning.

 

Að setja saman fréttatilkynningu er ekki alltaf nauðsynlegt, en getur hjálpað...

Lesa meira...

Viltu komast að hjá fjölmiðlunum?

markaðsmál Jul 29, 2014

Á sprotastiginu getur viðtal eða fréttabútur skilið á milli feigs og ófeigs. Ef tekst að fá rétta sýnileikann í fjölmiðlum er hægt að ná til nýrra viðskiptavina, samstarfsaðila og fjárfesta, byggja upp ímynd og orðspor.

Furðuoft virðast frumkvöðlar eiga í mesta basli með að koma sér og fyrirtækjum sínum á framfæri í fjölmiðlum, og missa af verðmætum tækifærum. Að komast að í blöðunum, í sjónvarpi, útvarpi eða hjá vefmiðlunum er samt ekki svo snúið, ef menn bera sig rétt að.

Hér eru nokkur atriði til að hafa í huga:

– Taktu upp símann: Ekki bíða eftir að fjölmiðlarnir finni þig. Hafðu samband...

Lesa meira...

Mikilvægu smáatriðin á netinu

markaðsmál Jul 24, 2014

Þú stendur í þeim sporum að vera með góða viðskiptahugmynd og gangi allt að óskum bíða þín gull og grænir skógar handan við hornið.

En það er nokkurn veginn sama hver viðskiptahugmyndin er, að árangurinn mun að stórum hluta ráðast af því hversu sýnilegt sprotafyrirtækið þitt eða varan getur verið á netinu. Þeir sem ekki sjást á netinu gætu allt eins ekki verið til. Er því vissara að frumkvöðlar hugi að því strax á fyrstu skrefunum hvernig má ná sem mestum og bestum sýnileika í gegnum netið:

1. Googlaðu nafn vörunnar eða fyrirtækisins. Ertu  með einstakt nafn í höndunum eða ertu að keppa við milljónir...

Lesa meira...

Frumlegar leiðir til að markaðssetja fyrirtækið

markaðsmál May 09, 2014

Þegar verið er að hefja rekstur er oft lítið um fjármagn til að eyða í  markaðssetningu en það er þó engin afsökun fyrir því að markaðssetja ekki fyrirtækið. Sem frumkvöðull er það hlutverk þitt að finna frumlegar, skemmtilegar og fjárlitlar aðferðir til að láta fyrirtækið þitt ganga upp. Ég ætla því að deila hérna með ykkur nokkrum góðum leiðum sem ég hef kynnst í gegnum tíðina til að markaðssetja fyrirtæki þitt fyrir lítinn sem engan pening.

Vertu áhugaverður og komdu þér í fjölmiðla
Það að komast í fjölmiðla er ódýr og árangursrík leið til að kynna fyrirtæki þitt en til...

Lesa meira...

Góð ráð í markaðsmálum

markaðsmál Aug 31, 2013

Þóranna K. Jónsdóttir sem á og rekur Markaðsmál á mannamáli kíkti í heimsókn til mín niðrá skrifstofu og ég nýtti tækifærið til að taka smá viðtal við hana sem ég ætla deila hérna með ykkur. En kjarnin í máli hennar voru þessi 3 góðu ráð fyrir sprotafyrirtæki.

1. Taktu góðan tíma til að vinna undirbúningsvinnuna rétt.

2. Skilgreindu vörumerkið vel og hvað felst í því.

3. Tengdu markaðssetninguna við lífsgildi þín og viðskiptavina þinna.

Fyrir frekari upplýsingar getið þið kíkt inn á vefsíðu Markaðsmála á Mannamáli, www.mam.is.

Lesa meira...

Íslendingar eiga margt eftir ólært

almennt markaðsmál Jul 16, 2013

Ég er þessa stundina staddur í New York að skoða borgina og vonandi að kynnast aðeins viðskiptaumhverfinu hér. Í morgun fór ég á smá frumkvöðlahitting og var forvitin að sjá hvernig slíkir fundir fara fram og hvort þeir væru að einhverju leiti ólíkir því sem gerist heima á Íslandi. Það hefur stundum verið sagt að íslendingar séu svolítið lokaðir og eigi stundum erfitt með að opna sig, og líklega þess vegna sem svo margir fundir heima fara fram á stöðum þar sem bjór er við hendi, en það sannaðist algjörlega fyrir mér í morgun. Bandaríkjamenn eru svo miklu öflugri í að networka að mér brá svolítið í fyrstu, ég var ekki...

Lesa meira...
1 2
Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.