Að kaupa notaða kennitölu

stofnun Sep 01, 2019

Ég var í heimsókn hjá bókaranum mínum í síðustu viku og ég var að ræða við hana um það að ég ætlaði að fara stofna nýtt fyrirtæki þegar upp kom sú hugmynd að kaupa notaða kennitölu. Ég skoðaði það af alvöru en á endanum ákvað ég að stofna bara nýja kennitölu. Það hefur marga kosti og galla að kaupa notaðar kennitölur og það er ekki alltaf auðveld ákvörðun, ég hef því tekið saman hér nokkrar ástæður fyrir því afhverju sumir aðilar kjósa að kaupa notaðar kennitölur og vona að þetta hjálpi ykkur til að skilja betur hvort það henti ykkur betur að kaupa notaða kennitölu...

Lesa meira...

Að stofna fyrirtæki á 10 mínútum

stofnun Apr 01, 2019

Nýlega breytti Ríkisskattstjóri ferlinum við stofnun fyrirtækja og nú er hægt fara í gegnum allan ferilinn rafrænt inn á vefsíðu RSK. Þetta er svakalega stórt skref fyrir íslenska frumkvöðlaumhverfið því nú er hægt að fara í gegnum allan ferillinn á aðeins 10 mínútum og það tekur ekki nema 1-2 sólahringa frá skráningu áður en fyrirtækið er komið með kennitölu og þið getið hafið rekstur.

Aldrei verið auðveldara að stofna fyrirtæki

Þegar ég stofnaði mitt fyrsta fyrirtæki fyrir 15 árum síðan þá man ég hvað það var mikil hausverkur að finna út úr því hvernig ætti að gera það. Ég...

Lesa meira...

Í hnotskurn: Friðrik Guðjónsson hjá Prentagram

fyrstu skrefin stofnun Sep 30, 2014

Hvað heitir fyrirtækið?

Prentagram

Hver er aðal varan?

Hágæða prentun á ljósmyndum, handsmíðaðir íslenskir rammar og allt sent beint heim til viðskiptavinarins.

Hvaða fólk leiðir reksturinn?

Ég er stofnandi og framkvæmdastjóri félagsins en í dag koma þrettán aðrir að daglegum rekstri félagsins. Við erum þó aðeins tvö í fullu starfi þar sem við úthýsum því sem hægt er að úthýsa.

Hvernig kviknaði hugmyndin?

Hugmyndin kviknaði út frá þörfinni sem ég fann hjá sjálfum mér til að framkalla myndir. Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að taka ljósmyndir og fékk til dæmis viðurnefnið „Frikki ljósmyndari“...

Lesa meira...

Í hnotskurn: Jón Bragi Gíslason hjá Ghost Lamp

almennt stofnun Sep 23, 2014

Hvað heitir fyrirtækið?

Ghost Lamp ehf.

Hver er aðal varan?

Við bjóðum í raun uppá nýstárlegan vettvang sem tengir saman fyrirtæki og birtingaraðila s.s. bloggara, í gagnsæju og traustu umhverfi. Fyrirtæki geta óskað eftir fyrirfram skilgreindri umfjöllun á ákveðinni vöru, þjónustu eða ímynd fyrirtækisins. Þessi þjónusta nýtist fyrirtækjum við prófanir á viðbrögðum markhópa við nýjum vörum, þjónustum og t.d. vörumerkjahönnun, eða til þess að styðja við aðrar markaðsaðgerðir. Fyrirtæki fá því betri stjórn yfir útbreiðslu markaðsefnis og geta þau fylgst með útbreiðslu þess ásamt því að...

Lesa meira...

Klífðu fjöll!!!

fyrstu skrefin stofnun Sep 15, 2014

Ímyndaðu þér (ef það er ekki nú þegar staðreynd) að þú hafir ekki mikla reynslu af fjallgöngu, hafir kannski mesta lagi gengið upp á Esjuna en lítið annað en það. Svo einn daginn þegar þú ert að keyra um einhvern sveitaveg í fjarlægju landi kemurðu að risastóru fjalli með bratta klettaveggi og þakið í snjó, og þú segjir við sjálfan þig “Þetta er fallegt fjall, ég ætla að klífa það!”. Þrátt fyrir að öll almenn skynsemi segji þér að þú hafir enga reynslu né getu til að klífa slíkt fjall þá tekur þú staðfasta ákvörðun.

Staðreyndin er að sjálfsögðu sú að...

Lesa meira...

Hefurðu það sem til þarf?

almennt stofnun Sep 12, 2014

Allir frumkvöðlar kannast við þessa ógnvekjandi tölfræði: fjögur af hverjum fimm sprotafyrirtækjum leggja upp laupana á innan við einu og hálfu ári frá stofnun.

Frumkvöðullinn hristir þetta af sér, strýkur svitann af enninu og hugsar sem svo að þessi 80% hljóti að vera rekin af óttalegum ösnum sem skortir allt viðskiptavit, skrifuðu viðskiptaáætlunina niður á munnþurrku, eða voru hreinlega með afleita viðskiptahugmynd.

„Mín hugmynd er svo góð, að þetta hlýtur að ganga upp“, hugsar frumkvöðullinn og innst í meðvitundinni segir líka litil rödd: „og ég er svo klár að ég get tekist á við hvað sem er“.

 

Í nýlegri grein...

Lesa meira...

Þarftu að greiða þér laun?

stofnun Jul 31, 2014

Ég fékk skemmtilegt bréf frá frumkvöðli sem var að hefja rekstur og var að velta fyrir sér þeim undarlegu lögum sem fjalla um það að stofnandi sé skyldugur að greiða sér út laun frá og með þeim tíma sem fyrirtæki er stofnað. Þessi lög hafa oft og mörgu sinnum komið upp í samtölum á hinum ýmsu viðburðum sem ég hef farið á þar sem frumkvöðlar eru allir jafn hissa á að slík lög séu til staðar og fæstir virðast þeir hafa farið eftir þeim. Það er náttúrulega alltaf slæmt að brjóta lög en ennþá verra ef lögin eru það illa sett fram að maður geti ekki farið eftir þeim.

Á vefsíðu RSK...

Lesa meira...

Sannleikurinn um að stofna fyrirtæki í öðru landi

almennt stofnun Jun 28, 2014

En allt frá því að hugmyndin varð fyrst til hef ég stefnt að því að fara með það erlendis og gera það að alþjóðlegu fyrirtæki. Reyndar eru...

Lesa meira...

Ég er með hugmynd, hvað nú?

fyrstu skrefin stofnun May 14, 2012

Öll höfum við fengið snilldarlega hugmynd á einhverjum tímapunkti í lífi okkar.

En við mannfólkið erum löt í eðli okkar og reynum þess vegna alltaf að finna einhverja afsökun afhverju við ættum ekki að framkvæma.

  • „Þetta er alltof mikil áhætta“
  • „Það myndi kosta milljónir að gera þetta að veruleika“
  • „Ef ég þekkti nú bara rétta fólkið“
  • „Það er alltof mikið að gera hjá mér núna“
  • „Ég er ekkert hæf(ur) til að stofna og reka fyrirtæki, veit ekkert um viðskipti“
  • „Það er örugglega einhver klárari en ég þarna úti sem er að vinna í þessu“

Örugglega væri hægt að telja upp...

Lesa meira...

Kostnaður nýstofnaðra fyrirtækja

stofnun Mar 12, 2012

Ég átti afar skemmtilegar samræður um helgina við félaga minn sem var að spá í að fara stofna einkahlutafélag utan um rekstur sinn. Og ég fékk nokkrar spurningar sem ég fæ reglulega og ég ætla hér aðeins að reyna svara nokkrum þessara spurninga. Ef þið hafið einhverjar aðrar spurningar eða viljið koma með einhverjar athugasemdir á þessi svör mín þá endilega skrifið þau hér fyrir neðan

1. Er nauðsynlegt að vera með 500 þúsund krónur í hlutafé þegar maður stofnar fyrirtæki og er ekki bara hægt að skrá tæki og tölvur sem hlutafé til að koma í veg fyrir að maður þurfi að setja pening í þetta.

Okey ég fæ þessa spurning...

Lesa meira...
1 2
Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.