South Park gerir grín að frumkvöðlum

Sama hvert maður snýr sér, alls staðar virðast fréttir fjalla um frumkvöðla-hitt og frumkvöðla-þetta.

Hver smellurinn á fætur öðrum slær i gegn á Kickstarter og virðist nánast vikuleg uppákoma að sniðugt lítið app sigri heiminn og geri höfundana að skrilljarðamæringum.

Var löngu kominn tími til að South Park gerði grín að þessu öllu saman.

 

Á miðvikudag fengu bandarískir sjónvarpsáhorfendur að sjá Go Fund Yourself, fyrsta þáttinn í 18. þáttaröð þessara vinsælu teknimynda.

Þar hafa strákarnir tekið sig til og sett sprotafyrirtæki á laggirnar, og byrja fljótlega að raka peningunum inn á Kickstarter.

 

Er vissara að segja ekki of mikið um hvað gerist næst, en óhætt að mæla með þessum þætti fyrir frumkvöðla sem langar að hlæja örlítið að sjálfum sér.

Smella má hér til að horfa á þáttinn, á síðu sem ætti að virka á íslenskum tölvum.


Hefurðu það sem til þarf?

Allir frumkvöðlar kannast við þessa ógnvekjandi tölfræði: fjögur af hverjum fimm sprotafyrirtækjum leggja upp laupana á innan við einu og hálfu ári frá stofnun.

Frumkvöðullinn hristir þetta af sér, strýkur svitann af enninu og hugsar sem svo að þessi 80% hljóti að vera rekin af óttalegum ösnum sem skortir allt viðskiptavit, skrifuðu viðskiptaáætlunina niður á munnþurrku, eða voru hreinlega með afleita viðskiptahugmynd.

„Mín hugmynd er svo góð, að þetta hlýtur að ganga upp“, hugsar frumkvöðullinn og innst í meðvitundinni segir líka litil rödd: „og ég er svo klár að ég get tekist á við hvað sem er“.

 

Í nýlegri grein á Entrepreneur.com bendir frumkvöðullinn og fjárfestirinn Adam Callinan á að málið er ekki svona einfalt. Persónuleiki, strykleikar og veikleikar frumkvöðulsins geta haft allt að segja um það hvernig sprotafyrirtækinu vegnar.

 

Í fyrsta lagi þarf frumkvöðull að geta þrifist vel á óreiðu. Frumkvöðullinn er stöðugt að mæta óvæntum hindrunum, þarf í sífellu að leysa málin, búa til nýja ferla, og ryðja brautina. Sumir eiga erfitt með að fúnkera nema þeir séu að fylgja ferlum og forskriftum sem aðrir sköpuðu –eitthvað sem er mikill veikleiki fyrir frumkvöðul.

Í annan stað þarf frumkvöðull fjárhagslegt bakland. Það getur tekið nokkur ár fyrir sprotafyrirtæki að skila stofnanda sínum tekjum. Ef allir bankareikningar eru tæmdir og ísskápurinn tómur er freistandi fyrir frumkvöðulinn að gefast upp og fara aftur inn á vinnumarkaðinn. Örygigspúði í formi sparnaðar, maki með stöðugar tekjur, eða mjög ódýr lífsstíll eru allt leiðir til að halda fjárhagslegu hliðinni í horfinu.

Í þriðja lagi varar Callinan við að frumkvöðlar elti tískusveiflurnar. Alltaf er gullgrafaraæði í gangi einhvers staðar. Frumkvöðullinn ætti að halda sig við það svið þar sem styrkleikar hans liggja.

Fjórða atriðið snýst um þrautseigju. Hefurðu aldrei unnið á sama vinnustaðnum í meira en tvö ár? Hopparðu frá borði þegar eitthvað fer að ergja þig og þreyta? Þetta gæti verið til marks um skort á þrautseigju, eitthvað sem frumkvöðullinn má ekki vera án. Að koma sprotafyrirtæki á legg snýst oftast um þrotlausa vinnu, óvissu og nagandi stress. Langt þrautahlaup er framundan áður en von er á að komast í mark.


Blessaðir kúnnarnir...

Sagt er að atvinnurekandinn eigi versta yfirmann sem hugsast getur: Hann er nefnilega háður duttlungum viðskiptavinarins.

Sumir viðskiptavinir og verkkaupar eru verri en aðrir, og þeir verstu geta látið þrúgandi og kröfuharðan yfirmann virðast eins og hið ljúfasta og mildasta lamb í samanburði.

 

Yfirleitt er lítið sem hægt er að gera, nema bíta á jaxlinn og vona að frekjan og heimskan gangi yfir. Vitur frumkvöðull veit að það borgar sig yfirleitt ekki að segja fíflum og bjánum til syndanna, því fátt er skæðara en vitleysingur sem telur að sér vegið.

 

En að bíta á jaxlinn þýðir ekki að ómöuglegt sé að fá útrás. Ein vefsíða sem nota má sem sáluhjálp eftir samskipti við erfiðan kúnna er Clientsfromhell.net.

 

Er þar safnað saman nafnlausum frásögnum af viðskiptavinum sem ættu margir best heima í teiknimyndasögunum um Dilbert.

 

Hér eru nokkrir nýlegir gullmolar, og alveg öruggt að lesendur Frumkvöðla.is geta samsvarað sig sumum reynslusögunum.

 

 

ME: Does everything look good for you?

CLIENT: Everything is great, but who is this girl in front of the background?

ME: Um, that’s the character you wanted me to design.

CLIENT: What? I didn’t ask for that. I said to give the chair more character!

I forward the client the original email, wherein she requests a female character to be designed.

CLIENT: Don’t you try ‘photoshopping’ my words!

 

We got a request from a regular client (a large marketing firm) for some major work that needed to be done in two days. The work required staff overtime, multiple disrupted schedules, and a lot of favors from some freelancers we work with, but the client was willing to pay a premium for us to meet their schedule.

We received numerous phone calls from the client during this time, each one a request for updates and reassurances because “if the project is delayed by even a day it will cause all sorts of problems.”

We uploaded the final project to our secure downloads site. All the projects here are available for three months. Afterwards, they are moved to an offline archive

The client thanked us for working so hard to meet their deadline, and they confirmed receipt of the download details.

Six months later, my supervisor got a frantic call from the client asking where the download is. My supervisor explained that it was online for three months, but it has been archived. She reassured the client that we can restore it from our archives.

While this is happening, a get a phone call from someone in another division at the client’s workplace, asking the same question, demanding that the link work within five minutes, and wanting to know if we treat all of our clients this poorly.  

After we reposted the files, I decided to check the download logs for the original posting. The client never visited the original download link.

Needless to say, any further rush jobs from this client were taken with a grain of salt. 

 

We got a request from a regular client (a large marketing firm) for some major work that needed to be done in two days. The work required staff overtime, multiple disrupted schedules, and a lot of favors from some freelancers we work with, but the client was willing to pay a premium for us to meet their schedule.

We received numerous phone calls from the client during this time, each one a request for updates and reassurances because “if the project is delayed by even a day it will cause all sorts of problems.”

We uploaded the final project to our secure downloads site. All the projects here are available for three months. Afterwards, they are moved to an offline archive

The client thanked us for working so hard to meet their deadline, and they confirmed receipt of the download details.

Six months later, my supervisor got a frantic call from the client asking where the download is. My supervisor explained that it was online for three months, but it has been archived. She reassured the client that we can restore it from our archives.

While this is happening, a get a phone call from someone in another division at the client’s workplace, asking the same question, demanding that the link work within five minutes, and wanting to know if we treat all of our clients this poorly.  

After we reposted the files, I decided to check the download logs for the original posting. The client never visited the original download link.

Needless to say, any further rush jobs from this client were taken with a grain of salt. 

 


1,5 milljarðar fyrir kælibox

Frumkvöðlarnir á bak við Coolest kæliboxið hafa nú slegið met sem árangursríkasta söfnunin á Kickstarter. Á vef Time er greint frá því að á 52 dögum hafi Coolest-verkefnið fengið 13.285.226 dali í framlög frá 60.000 einstaklingum, jafnvirði um 1,5 milljarða króna.

Fyrra Kickstarter metið átti snjallúrið Pebble sem árið 2012 safnaði yfir 10 milljónum dala.

Hönnuður Coolest, Ryan Grepper, er enn að vinna að því að fulklára hönnunina og finna rétta framleðandann en þeir sem greiddu í söfnunina geta reiknað með að fá sinn eigin kæli í hendurnar í febrúar á næsta ári.

 

Sennilega þekkja flestir lesenda Coolest-kæliboxið nú þegar, enda vinsælt umræðuefni á samfélagsvefum. Coolest tekur kælibox-hugmyndina á næsta stig, með úthugsaðri vöruhönnun. Er meðal annars innbyggður blandari, hleðsutæki og blátannar-hátalari, díóðulýsing í drykkjarhólfinu og frágangur þannig að boxið er auðvelt í notkun og flutningum, með mikið notagildi.

 

Frumkvöðlar geta lært ýmsar lexíur af Coolest:

- Ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana: Aðstandendur Coolest höfðu áður reynt að koma sér á framfæri á Kickstarter árið 2013, en tókst ekki að ná 125.000 dala markmiði sínu. Þegar þeir reyndu aftur árið 2014 voru tvær milljónir dala komnar í sjóðinn á innan við sólarhring.

- Það þarf ekki alltaf að finna up hjólið: Coolest er ekki glæný uppfinning, en betrumbætir stórlega hið hefðbundna kælibox og tvinnar saman ólíka tækni í eitt tæki sem enginn virðist geta verið án.

- Mikill er máttur internetsins; Vandað, auðskiljanlegt og skemmtilegt kynningarmyndband Coolest dreifðist um netheima eins og eldur um sinu. Ef þú ert með skemmtilega vöru, og kynnir hana á grípandi hátt, þá geta netverjar orðið þínir sterkustu sölumenn.


Stjarnfræðilegar fjárhæðir á örfáum árum

Eitt af því sem gerir frumkvöðlastarfið svo spennandi er að þar eru tekjumöguleikarnir miklu meiri en á vinnumarkaðinum. Frumkvöðullinn tekur vitaskuld mikla áhættu, og fari allt á versta veg er hann litlu bættari eftir að hafa í fjölda ára lagt blóð svita og tár í efnilega viðskiptahugmynd.

Gangi allt að óskum geta ávetir erfiðisins hins vegar verið langt, langt framúr því sem hæst launuðu launþegar fá fyrir að streða frá níu til fimm.

Fyrr á árinu tók Wall Street Journal saman tölur sem sýna þennan veruleika svart á hvítu. Gerði fjármáladagblaðið lista yfir verðmætustu sprotafyrirtæki heims og raðaði eftir áætluðu markaðsverði miðað við síðustu fjármögnunarlotu.

Gat WSJ fundið samtals 30 sprota i Bandaríkjunum, Evrópu og Kína sem verðlagðir eru á meira en milljarð dala. Elsta fyrirtækið á listanum var stofnað 1995 en það yngsta 2012.

Efst á listanum trónir Uber, metið á 18,2 milljarða dala með fjármögnun samtals upp á 1,6 milljarða. Uber var stofnað 2009 og hefur því að jafnaði hækkað í virði um 3,64 milljarða dala á ári. Skagar það hátt í árleg fjárlög íslenska ríkisins.

Næst á listanum eru Dropbox, stofnað 2007, Airbnb og kínverski farsímaframleiðandinn Xiaomi, öll metin á 10 milljarða dala, stofnuð 2007, 2008 og 2010.

Fyrirtækin sem á eftir koma ættu sum að vera vel kunnug lesendum Frumkvöðla.is, en önnur með öllu óþekkt, og eru samt verðmetin margfalt á við verðmætasta fyrirtæki Íslands.

Fimmta á listanum er bandaríska fyrirtækið Palantir sem þjónustar gagnanjósnaþarfir Bandarískra stjórnvalda, metið á 9,3 milljarða dala. Sjötta er Jingdong, kínversk netverslun metin á 7,3 milljarða dala.

Myndavefurinn Pinterest er í sjöunda sæti, metin á 5 milljarða, svo evrópska netverslunin Zalando, þá geimferðafélagið SpaceX, 4,8 miljarða virði, og í tíunda sæti hugbúnaðarfyritækið Cloudera metið á 4,1 milljarð dala.

 

 

 


Frumkvöðull gefur frá sér reksturinn

Þegar lagt er upp í þá langferð að stofna fyrirtæki er gott að hafa á hreinu hvaða persónulegu markmiðum frumkvöðullinn stefnir að. Breski athafnamaðurinn Simon Cohen er gott dæmi um að árangurinn er stundum mældur í einhverju öðru og háfleygara en hversu margar krónur eru í peningatankinum.

Telegraph skrifar um hvernig Cohen gaf frá sér stöndugan rekstur, til að varðveita hugsjónina að baki fyrirtæki sínu.

Fyrir ellefu árum setti hann á laggirnar almannatengsla- og markaðsfyrirtækið Global Tolerance, þar sem áherslan hefur verið á að liðssinna einstaklingum og samtökum sem berjast fyrir bættum heimi. Viðskiptavinalistinn er ekki af lakara taginu, og Cohen m.a. unnið að verkefnum fyrir Sameinuðu þjóðirnar og Dalai Lama.

Svo gerist það að Cohen og frú eiga von á barni nr. tvö, og 35 ára gamall frumkvöðullinn kemst að þeirri niðurstöðu að nú skipti hann mestu að eyða tíma með ungum börnunum sínum. Komið væri að því að kveðja Global Tolerance.

Cohen hefði eflaust getað selt stofuna, fyrir rösklega milljón punda (tæpar 200 milljónir króna), en vildi ekki taka á því sénsinn að gildi og markmið fyrirtækisins sem hann stofnaði myndu glatast í höndum nýrra eigenda.

Hann ákvað því frekar að gefa reksturinn frá sér.

Við tók löng og mikil leit að réttu arftökunum. Umsækjendur voru yfir 200 talsins frá 30 löndum. Tveir heppnir úrvalsmenn sem Cohen hand-valdi fá 95% eignarhlut í Global Tolerance, 10.000 pund í reiðufé og allar eignir fyrirtækisns. Sjálfur heldur stofnandin eftir 5%.

Cohen hyggst einbeita sér að heimilishaldinu, en sinna almannatengslaráðgjöf einn dag í viku.

Hvað þykir lesendum? Er þetta glapræði, eða er kannski varasamt að einblína á peningana sem endanlegt markmið frumkvöðlastarfs?

Myndi dæmið horfa öðruvísi við ef Cohen væri komin á ellilífeyrisaldur? Hann er jú enn ungur og eflaust stofnað nýtt fyrirtæki seinna meir og gert góða hluti ef honum fara að leiðast heimilisstörfin eða fer að skorta peninga.

 

 

Myndkredit: Málverk af Jóakim Aðalönd eftir meistara Carl Barks.


Entrepreneurs 2012 ráðstefna í London

Ég var að heyra af áhugaverðri frumkvöðlaráðstefnu sem fer fram í London í Nóvember og er án vafa mjög góður vettvangur fyrir alla frumkvöðla og fyrirtækjaeigendur. Því langaði mig að deila með ykkur smá upplýsingum um hana hérna á Frumkvöðlar.is. Eftirfarandi eru upplýsingarnar sem ég fékk frá skipuleggjendum ráðstefnunar.

Undirbúningur er nú í fullum gangi fyrir Entrepreneurs-ráðstefnuna, sem verður haldin  í London dagana 13.-16. nóvember nk.

Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseta, og góðgerðarsjóð hans, The William J. Clinton foundation. Sjóðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að bæta heilsu fólks um allan heim, styrkja hagkerfi, og vernda umhverfið með því að styrkja sambönd milli fyrirtækja, stjórnvalda og almennra borgara.

Bill Clinton er heimsleiðtogi og fyrirmynd frumkvöðla um allan heim. Á Entrepreneurs 2012 mun hann deila yfirgripsmikilli reynslu sinni og þekkingu til ungra frumkvöðla og athafnafólks og veita innblástur og hvatningu.

Á ráðstefnunni koma einnig koma fram Bruce Dickinson, fyrrverandi söngvari Iron Maiden, flugmaður og frumkvöðull, Ruby Wax, grínisti og sjónvarpskona, Karren Brady, fyrrverandi framkvæmdastjóri Birmingham City-fótboltaklúbbsins og núverandi varaformaður West Ham United, ásamt fleirum.

Síðasti dagur ráðstefnunnar ber heitið „Leaders First“ en þá munu fara fram pallborðs umræður með helstu forstjórum og framkvæmdastjórum Bretlands. Þar má meðal annars nefna Asda, Walmart, Bentley Cars, Rolls Royce, Google, Paypal, Nokia, Daily Telegraph, Microsoft og Apple. Ráðstefnunni lýkur með fimm rétta gala-kvöldverði, þar sem ráðstefnugestum gefst tækifæri til að spjalla við ræðumenn, fulltrúa fyrrnefndra fyrirtækja, mynda tengsl og fá ráðgjöf í vinalegu umhverfi.

Þá fá gestir tækifæri til að taka þátt í svokölluðu „Money Can’t-Buy“-uppboði þar sem hægt er að krækja sér í heimsókn á tökustaði frægra kvikmynda og snæða kvöldverð með þekktum einstaklingi.

Forysta, markaðssetning og tengslanet.

Entrepreneurs 2012 mun vera stærsta ráðstefna sinnar tegundar sem haldin hefur verið í Bretlandi. Þátttaka í ráðstefnunni er frábært tækifæri fyrir frumkvöðla, fyrirtækjaeigendur og í  raun alla þá sem hafa hug á að hefja fyrirtækjarekstur að læra af þeim færustu á markaðnum. Málefni eins og forysta, markaðssetning og tengslanet verða rædd alla fjóra dagana, enda málefni sem snerta öll fyrirtæki óháð stærð og innkomu.

Þátttakan er einstakt tækifæri til að mynda viðskiptasambönd við fyrirtæki sem eru best á sínu sviði á heimsvísu.

 

Nokkrir  Íslendingar hafa þegar skráð sig á ráðstefnuna. Nánari upplýsingar gefur Halla Vilborg Jónsdóttir í síma 0044 1275 390503 / 0044 7954 466262 eða haleigh.jones@blakpearl.com.

http://www.entrepreneurs2012.co.uk/