Þetta er ein af algengari spurningunum sem ég hef verið að fá á námskeiði í stofnun fyrirtækja og því ákvað ég bara að henda í smá bloggfærslu og vidjó til að reyna svara þessu. Þetta er auðveldara en þið haldið 🙂

Hérna er afrit af bréfinu sem ég sendi til að reyna fá umboðið, hefði örugglega verið hægt að skrifa það miklu betur en þetta þarf ekki að vera fullkomið, þetta er bara eitthvað til að hefja samræður við framleiðandann.

Dear [fyrirtækjanafn],

I have followed your brand for a while and researched your [vara] and I think you make a great product. I would be very interested in importing and selling your products in my home country of Iceland. I therefore wanted to enquire if you are working with resellers around the world and if it would be possible for me to become a seller of your products in Iceland?

Best regards,
Haukur Gudjonsson

Ef þú hefur áhuga á að fá umboð fyrir einhverja vöru getur þú bara sent þeim póst svipaðan þeim sem ég skrifaði, mátt jafnvel afrita minn ef þú vilt, og svo er þetta bara spurning um að byrja umræðuna við þá. Umræðurnar eru misjafnar eins og fyrirtækin eru mörg en yfirleitt er þetta nokkuð einfalt, þar sem þeir deila með ykkur hvernig þeir starfa með endursöluaðilunu senda svo á ykkur samning og ýtarlegra efni.

Þegar þið eruð svo komin með velyrði fyrir umboðinu getið þið byrjað að vinna áfram í þessu og t.d. keypt .is lén inn á isnic.is, .com lén inn á godaddy.com og svo búið ykkur til vefverslun inn á shopify.

Þetta er alls ekki flókið en þetta er mikil vinna svo þið þurfið að vera tilbúinn að vera öguð og leggja á ykkur alla vinnuna sem fylgir þessu.

Gangi ykkur vel og endilega deilið með okkur hinum hvernig þetta gengur hjá ykkur 🙂