Frumkvöðlaþjálfun

kr.24.900

Einkatímar með frumkvöðlaþjálfa sem hjálpar þér, styður við þig og ráðleggur þér hvernig þú getur náð bestum og skjótustum árangri í rekstri þínum.

Frumkvöðlaþjálfi er aðili sem hefur sjáflur farið í gegnum sama ferilinn og þú ert nú að gera og hann býr yfir mikilli reynslu sem mun flýta ferlinum töluvert fyrir þig. Hversu mikils virði væri það fyrir þig að ná markmiðum þínum vikum, mánuðum eða jafnvel árum fyrr?

Hver tími samanstendur af 50mín viðtalstíma með þjálfara í gegnum fjarfundarkerfi eða í eigin persónu.


Category

Hvað getur frumkvöðlaþjálfi gert fyrir þig?

Það að byggja upp fyrirtækjarekstur getur verið eitt mest gefandi starf sem þú munt nokkurn tímann taka að þér en á sama tíma getur það líka verið mjög erfitt og krefjandi.

Frumkvöðlaþjálfi getur aðstoðað þig í þessu starfi með því að hjálpa þér að forgangsráða, vera með betri yfirsýn og setja þér markmið auk þess sem hann leiðbeinir þér og styður við þig. Það má í raun segja að það sé starf frumkvöðlaþjálfans að hjálpa þér að nýta fyrirtækjarekstur til að skapa betra líf fyrir þig og fjölskyldu þína.

Jafnvægi á milli vinnu og einkalífs

Hættu að strita myrkrana á milli og byrjaðu að skipuleggja fyrirtækið þitt þannig að það sé að vinna fyrir þig en ekki þú fyrir það. Eina leiðinn til að komast út úr stritinu er með því að taka skref aftur á bak og endurhugsa alla þætti rekstursins út frá þínum persónulegu markmiðum.

Fyrirkomulag

Þegar þú hefur lokið við að kaupum á tíma í fjarþjálfun færðu sendan link á alla lausa tíma hjá frumkvöðlaþjálfanum og getur þar valið þann tíma sem hentar þér best. Tíminn fer fram í gegnum fjarfund með Zoom fjarfundarkerfinu og varir í 50 mínútur.

Frumkvöðlaþjálfinn

Haukur Guðjónsson býr yfir tveggja áratuga reynslu í frumkvöðlastarfi og hefur sjálfur stofnað 7 fyrirtæki í tveimur heimsálfum og þremur löndum. Hann hefur verið virkur þátttakandi í að byggja upp frumkvöðlaumhverfið á Íslandi og kenndi sitt fyrsta námskeið í stofnun fyrirtækja árið 2009 þegar hann hélt frítt námskeið í stofnun fyrirtækja til að hjálpa þeim sem höfðu farið illa út úr efnahagshruninu 2008. Siðan þá hefur hann kennt, leiðbeint og mentorað hundruði frumkvöðla bæði hér heima og í Norður Ameríku auk þess sem hann hefur verið virkur fyrirlesari og bloggari bæði á íslensku inn á frumkvodlar.is og á ensku inn á vikingentrepreneur.com.

Hafa samband

Ef þér finnst eitthvað vera óskýrt varðandi frumkvöðlaþjálfunina eða ef þú hefur einhverjar frekari spurningar þá endilega sendu mér bara tölvupóst á haukur@frumkvodlar.is og ég reyni að svara þér eins fljótt og ég get.

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Frumkvöðlaþjálfun”

Um Frumkvöðlar

Frumkvöðlar hafa allt frá árinu 2010 sérhæft sig í að fræða almenning um allt það sem tengist stofnun og rekstri fyrirtækja. Það er von okkar að efnið sem hefur safnast saman hér á þessari síðu geti nýst jafnt þeim sem langar að fara út í eigin rekstur og þeim sem eru nú þegar í rekstri.

Netfang
info@frumkvodlar.is

Fylgdu mér

Skráðu þig á póstlistann.

Privacy Preference Center