Námskeið í sölu- og markaðsmálum

kr.29.900

Á þessu námskeiði er farið í sölu- og markaðsmál fyrir lítil fyrirtæki og einyrkja. Það getur verið mjög erfitt fyrir minni fyrirtæki að vita hvar best sé að eyða tíma sínum og peningum þegar það kemur að markaðsmálum enda eru endalausir möguleikar í boði. Á námskeiðinu forgangsröðum við mismunandi markaðsleiðum og einbeitum okkur einungis að þeim leiðum sem hafa komið hvað best út fyrir önnur lítil fyrirtæki. Farið verður yfir vefsíðugerð, greiðslukerfi, verslunarkerfi, samfélagsmiðla, leitarvélabestun og margt annað. Á sama tíma verður sölumennska líka tekin fyrir og ykkur kennt að breyta samskiptum við viðskiptavini í tekjur með markvissum söluaðferðum. Þetta er hnitmiðað námskeið sem einfaldar ferlana fyrir ykkur og gefur ykkur skýran aðgerðarlista fyrir ykkar sölu- og markaðsmál.

Clear

SKU N/A Category


Share

Sölu- og markaðsmál geta verið algjör frumskógur sem erfitt er að rata í gegnum.

Á þessu námskeiði mun ég afhenda þér áttavita og teikna upp leiðina á korti svo það sé ekkert sem komi í veg fyrir að þú komist á leiðarendann og náir árangri með þínum markaðsmálum.

Ég hef sjálfur eytt svo miklum tíma og pening í markaðsleiðir sem hafa ekki skilað mér neinu nema mjög kostnaðarsamri leið í að vita hvað ég eigi ekki að gera. Þegar ég lít til baka þá hefði ég viljað óska þess að ég hefði haft einhvern sem hefði getað leiðbeint mér í gegnum þennan frumskóg og þess vegna hef ég gaman af því að kenna þennan kúrs, því að ég veit hvað hann getur sparað ykkur mikið. Á þessu námskeiði mun ég hjálpa þér að setja upp mjög skýra og einfalda aðgerðaráætlun um sölu- og markaðsmál sem mun gera þér kleypt að lenda hlaupandi þegar það kemur að því að byrja selja nýja vöru/þjónustu.

Á námskeiðinu er farið yfir réttu leiðirnar 
til að ná árangri í sölu og markaðsmálum.

Markmið

Markmið námskeiðsins er mjög einfalt, að þú hafir nógu góða þekkingu á sölu- og markaðsmálum til að þú getir sjálf(ur) markaðssett og selt vörur/þjónustu þína. Þú munt skilja hvaða leiðir skila mestum árangri og hvar þú eigir að eyða tíma þínum og orku.

Efni námskeiðs

Á námskeiðinu er farið yfir öll þau atriði sem þú þarft að skilja til að geta byrjað að markaðssetja og selja vöruna þína eða þjónustu. Fyrsta lagi verður farið yfir grunnatriði sem þarf að hafa þekkingu á til að búa til grunn þar sem hægt er að markaðssetja og selja vöruna, þá erum við að tala um vefsíðugerð, vefverslanir, greiðslugáttir, lén, hýsingu og netföng. Öðru lagi er farið yfir þær markaðsleiðir sem skila þér bestum árangri eins og google adwords, leitarvélabestun, netfangalista, blogg, myndbönd, efnissköpun, Facebook og aðra samfélagsmiðla. Þriðja og síðast lagi sölumennsku, þar sem við förum út í hvernig við breytum áhugasömum notenda í kaupenda.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt á einum degi frá 9:00-14:00 alls 5 klukkustundir. Takmarkaður fjöldi sæta er á hvert námskeið eða aðeins 30 einstaklingar. Rík áhersla er lögð á umræður og virka þátttöku til að tryggja að efnið nýtist hverjum og einum sem best. Námskeiðið er kennt í nýsköpunarhúsinu Musterinu, Borgartúni 27, 2.hæð, 105 Reykjavik.

 

Næstu námskeið

19. sept

Leiðbeinandi

Leiðbeinandi námskeiðsins er Haukur Guðjónsson stofnandi frumkvöðlar.is. Haukur býr yfir tveggja áratuga reynslu í frumkvöðlastarfi og hefur sjálfur stofnað 7 fyrirtæki í tveimur heimsálfum og þremur löndum. Hann hefur verið virkur þátttakandi í að byggja upp frumkvöðlaumhverfið á Íslandi og kenndi sitt fyrsta námskeið í stofnun fyrirtækja árið 2009 þegar hann hélt frítt námskeið í stofnun fyrirtækja til að hjálpa þeim sem höfðu farið illa út úr efnahagshruninu 2008. Siðan þá hefur hann kennt, leiðbeint og mentorað hundruði frumkvöðla bæði hér heima og í Norður Ameríku auk þess sem hann hefur verið virkur fyrirlesari og bloggari bæði á íslensku inn á frumkvodlar.is og á ensku inn á vikingentrepreneur.com.

Hafa samband

Ef þér finnst eitthvað vera óskýrt varðandi námskeiðið eða ef þú hefur einhverjar frekari spurningar þá endilega sendu okkar bara tölvupóst á haukur@frumkvodlar.is og við reynum svara þér eins fljótt og við getum.

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Námskeið í sölu- og markaðsmálum”

Um okkur

Vefsíðan frumkvöðlar.is fór fyrst í loftið í maí 2010 og hefur alla tíð sérhæft sig í umfjöllun um stofnun og rekstur fyrirtækja. Það er von okkar að efnið sem hefur safnast saman hér á þessari síðu geti nýst þeim sem langar að fara út í eigin rekstur og þeim sem nú þegar eru í rekstri.