Námskeið í stofnun fyrirtækja

(16 customer reviews)
kr.32.900

Tilgangur þessa námskeiðs er að aðstoða alla þá sem eru með hugmynd sem þeir vilja breyta í fyrirtæki en vita ekki alveg hvar þeir eiga að byrja. Við munum fara yfir öll grundvallaratriði varðandi stofnun fyrirtækja og tekin verða raunveruleg dæmi úr íslensku viðskiptalífi til að dýpka kennsluna. Reynt verður að hafa námskeiðið eins hagnýtt eins og hægt er svo það nýtist þátttakendum sem best þegar þeir taka sín fyrstu skref í fyrirtækjarekstri.

ATH mörg stéttarfélög veita allt að 90% styrk fyrir þessu námi!

Clear

SKU N/A Category


Share

Finnst þér tilhugsunin við að stofna eigið fyrirtæki yfirþyrmandi?

Engar áhyggjur, á námskeiðinu förum við yfir alla þætti varðandi stofnun fyrirtækja og gerum ferilinn bæði einfaldari og auðskiljanlegri.

Ég man ennþá hvað mér fannst það erfitt að stofna mitt fyrsta fyrirtæki enda vissi ég ekkert hvað ég var að gera, það sem tók við voru langir dagar og svefnlausar nætur. Ég vildi óska þess að ég hefði haft einhvern til að leiðbeina mér í gegnum þennan feril og það er líklega ástæðan fyrir því að ég fór svo sjálfur að kenna stofnun fyrirtækja. Á þessu námskeiði mun ég sýna þér með einföldum hætti að það er bæði auðvelt og gefandi að stofna eigið fyrirtæki.

Námskeiðið kennir þér allt sem þú þarft að vita
til að geta stofnað fyrirtæki.

Markmið

Að loknu námskeiðinu eiga allir þátttakendur að vera með góðan skilning á ferlinum við það að breyta hugmynd í fyrirtæki og búa yfir grunnþekkingu á félagsformum, stofnpappírum, kostnaði, algengum mistökum og sniðugum lausnum sem geta auðveldað þennan feril. Þannig munu þátttakendur vonandi vera með nægar upplýsingar til að geta tekið sitt fyrsta skref í áttina að fyrirtækjarekstri.

Efni námskeiðs

Námskeiðinu má skipta í tvo hluta, á fyrri hluta námskeiðsins verður farið yfir grunnatriði varðandi stofnun og rekstur fyrirtækja svo sem mismunandi félagsform, stofnpappíra, kostnað við stofnun, bókhald, vsk-skil, hluthafasamkomulag o.fl.

Á seinni hluta námskeiðsins verður fjallað um raunverulegar hindranir og erfiðleika sem fylgja fyrirtækjarekstri og svo ýmis góð ráð til að hjálpa ykkur að forðast algeng mistök.  Tekin verða dæmi af raunverulegum frumkvöðlum og fyrirtækjum þeirra, skoðað verður hvað þeir gerðu rétt og hvað þeir gerðu rangt. Það gæti jafnvel gerst að við fáum góða gesti til að segja frá fyrirtækjum sínum og stofnun þeirra. Þessi hluti námskeiðsins mun spara þér óhemju tíma og pening á fyrstu mánuðum rekstursins.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt á tveimur kvöldstundum frá 19:00-22:00 alls 6 klukkustundir. Takmarkaður fjöldi sæta er á hvert námskeið eða hámark 20 einstaklingar. Rík áhersla er lögð á umræður og virka þátttöku til að tryggja að efnið nýtist hverjum og einum sem best. Námskeiðið er kennt í fundarsal á Hilton Nordica hótelinu, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.

 

Næstu námskeið

Við héldum 7 námskeið á árinu 2019 og það var uppselt á þau öll.
Nú höfum við opnað fyrir sölu á námskeiðum fyrir 2020.

18. og 20. febrúar – Uppselt
Gestafrumkvöðull: Stofnandi Feed the Viking

26. og 28. maí – Uppselt
Gestafrumkvöðull: Stofnandi Hopp

27.júní (heill dagur)* – 19 sæti laus
Gestafrumkvöðull: Tilkynnt síðar

* Athugið að júní námskeiðið verður allt kennt á einum laugardegi (frá 9:00 til 16:00).

Námskeiðið á netinu!

Ef þið komist ekki á námskeiðið vegna staðsetningar eða tímasetningar námskeiðanna þá býðst ykkur nú að taka námskeiðið á netinu. Þannig getið þið tekið námskeiðið þegar ykkur hentar og á þeim hraða sem ykkur hentar og getið alltaf horft á ákveðna kafla aftur.

Taktu námskeiðið á netinu!

Samstarfsaðilar

Leiðbeinandi

Leiðbeinandi námskeiðsins er Haukur Guðjónsson stofnandi frumkvöðlar.is. Haukur býr yfir tveggja áratuga reynslu í frumkvöðlastarfi og hefur sjálfur stofnað 7 fyrirtæki í tveimur heimsálfum og þremur löndum. Hann hefur verið virkur þátttakandi í að byggja upp frumkvöðlaumhverfið á Íslandi og kenndi sitt fyrsta námskeið í stofnun fyrirtækja árið 2009 þegar hann hélt frítt námskeið í stofnun fyrirtækja til að hjálpa þeim sem höfðu farið illa út úr efnahagshruninu 2008. Siðan þá hefur hann kennt, leiðbeint og mentorað hundruði frumkvöðla bæði hér heima og í Norður Ameríku auk þess sem hann hefur verið virkur fyrirlesari og bloggari bæði á íslensku inn á frumkvodlar.is og á ensku inn á vikingentrepreneur.com.

Hafa samband

Ef þér finnst eitthvað vera óskýrt varðandi námskeiðið eða ef þú hefur einhverjar frekari spurningar þá endilega sendu mér bara tölvupóst á haukur@frumkvodlar.is og ég reyni að svara þér eins fljótt og ég get.

Næsta námskeið verður haldið eftir

000 days 00 hours 00 minutes 00 seconds

Product reviews
 • jenniogsolrun@gmail.com
 • aron@intra.is
 • eyrunlydia@gmail.com
 • helgag@kth.se
 • laudia92@hotmail.com
 • siggikrlar@gmail.com
 • saulisaac@gmail.com
 • elin.sigurdardottir@gmail.com
 • tlj1@hi.is
 • katla_sigga@hotmail.com
 • elfarsnaer@gmail.com
 • sigga@siggalund.is
 • dosimos@gmail.com
 • kalligud@hotmail.com
 • vigdislinda@hotmail.com
 • duasdua@yahoo.com
Add a review

Frumkvöðlar.is

Vefsíðan frumkvöðlar.is fór fyrst í loftið í maí 2010 og hefur alla tíð sérhæft sig í umfjöllun um stofnun og rekstur fyrirtækja. Það er von okkar að efnið sem hefur safnast saman hér á þessari síðu geti nýst þeim sem langar að fara út í eigin rekstur og þeim sem nú þegar eru í rekstri.

Fylgdu mér

Skráðu þig á póstlistann.

Privacy Preference Center