Námskeið í stofnun fyrirtækja

(21 customer reviews)
kr.39.900

Tilgangur þessa námskeiðs er að aðstoða alla þá sem eru með hugmynd sem þeir vilja breyta í fyrirtæki en vita ekki alveg hvar þeir eiga að byrja. Við munum fara yfir öll grundvallaratriði varðandi stofnun fyrirtækja og tekin verða raunveruleg dæmi úr íslensku viðskiptalífi til að dýpka kennsluna. Reynt verður að hafa námskeiðið eins hagnýtt eins og hægt er svo það nýtist þátttakendum sem best þegar þeir taka sín fyrstu skref í fyrirtækjarekstri.

ATH mörg stéttarfélög veita allt að 90% styrk fyrir þessu námi!

Clear

SKU N/A Category

COVID RÁÐSTAFANIR
Vegna óvissu ástands í samfélaginu verður allt gert til að tryggja öryggi þátttakenda á námskeiðinu. Allir verða beðnir um að spritta sig við komuna og það verður tryggt nægjanlegt bil milli allra sæta. Ef ástand breytist eða einhver kemst ekki sökum ástandsins verður hægt að taka námskeiðið síðar.

Finnst þér tilhugsunin um að stofna eigið fyrirtæki yfirþyrmandi?

Engar áhyggjur, á námskeiðinu förum við yfir alla þætti varðandi stofnun fyrirtækja og gerum ferilinn bæði einfaldari og auðskiljanlegri.

Ég man ennþá hvað mér fannst það erfitt að stofna mitt fyrsta fyrirtæki enda vissi ég ekkert hvað ég var að gera, það sem tók við voru langir dagar og svefnlausar nætur. Ég vildi óska þess að ég hefði haft einhvern til að leiðbeina mér í gegnum þennan feril og það er líklega ástæðan fyrir því að ég fór svo sjálfur að kenna stofnun fyrirtækja. Á þessu námskeiði mun ég sýna þér með einföldum hætti að það er bæði auðvelt og gefandi að stofna eigið fyrirtæki.

Námskeiðið kennir þér allt sem þú þarft að vita
til að geta stofnað fyrirtæki.

Markmið námskeiðs

Að loknu námskeiðinu munt þú vera með góðan skilning á hvernig þú ferð að því að stofna og reka fyrirtæki. Þú munt hafa grunnþekkingu á félagformum, stofnpappírum, kostnaði við stofnun, bókhaldi, fjármögnun og margt fleira. Með öðrum orðum þá munt þú ekki lengur hafa afsökun fyrir því að láta ekki verða af því að stofna eigið fyrirtæki 😉

Mikið er lagt upp úr því að hafa þetta allt á mannamáli og því hentar þetta námskeið fyrir alla alveg óháð menntun og reynslu.

6 hlutir sem þú munt læra á þessu námskeiði

1. Afhverju þú ættir að stofna fyrirtæki

2. Hvernig þú sannreynir viðskiptahugmynd

3. Að stofna einkahlutafélag

4. Daglegur rekstur fyrirtækja

5. Fjármögnun

6. Grunnatriði í sölu- og markaðmsmálum

Og auk þess fáum við svo í heimsókn áhugaverðan frumkvöðul sem kemur til með að deila með ykkur reynslusögu sinni og svara spurningum.

Góð ráð og algeng mistök

En rúsínan í pulsuendanum er án nokkurs vafa síðasti hluti námskeiðsins sem kallast Góð ráð og algeng mistök. Þar tek ég saman nokkra ómetanlega punkta sem ég hef lært síðustu árin eftir að hafa starfað með hundruði frumkvöðla. Þessi hluti námskeiðsins mun spara þér óhemju tíma og pening á meðan þú byggjir upp reksturinn þinn.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt á einum laugardegi frá 9:00 til 16:00 eða alls 6 klukkustundir. Takmarkaður fjöldi sæta er á hvert námskeið eða hámark 22 einstaklingar. Rík áhersla er lögð á umræður og virka þátttöku til að tryggja að efnið nýtist hverjum og einum sem best. Námskeiðið er kennt í fundarsal á Hilton Nordica hótelinu, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.

Næstu námskeið

17. Október – Uppselt
Gestafrumkvöðull: Stofnendur BÖL Brewing

21. Nóvember – 11 sæti laus
Gestafrumkvöðull: Tilkynnt síðar

 

Það hefur verið uppselt öll námskeið fram til þess!

Leiðbeinandi

Leiðbeinandi námskeiðsins er Haukur Guðjónsson stofnandi frumkvöðlar.is. Haukur býr yfir tveggja áratuga reynslu í frumkvöðlastarfi og hefur sjálfur stofnað 7 fyrirtæki í tveimur heimsálfum og þremur löndum. Hann hefur verið virkur þátttakandi í að byggja upp frumkvöðlaumhverfið á Íslandi og kenndi sitt fyrsta námskeið í stofnun fyrirtækja árið 2009 þegar hann hélt frítt námskeið í stofnun fyrirtækja til að hjálpa þeim sem höfðu farið illa út úr efnahagshruninu 2008. Siðan þá hefur hann kennt, leiðbeint og mentorað hundruði frumkvöðla bæði hér heima og í Norður Ameríku auk þess sem hann hefur verið virkur fyrirlesari og bloggari bæði á íslensku inn á frumkvodlar.is og á ensku inn á vikingentrepreneur.com.

Fimm stjörnur á öllum umsögnum

„Að mínu mati frábært námskeið fyrir þá sem eru að hugleiða að stofna fyrirtæki. Haukur kemur námsefninu mjög vel frá sér og hefur víðtæka og mikla þekkingu.“

 

„Ég mæli eindregið með þessu námskeiði. Mér finnst Haukur fara vel í efnið og útskýra það á mjög skiljanlegan og rólegan máta. Hann tekur fyrir öll viðeigandi málefni og veit hvað á að kafa djúpt“

 

„Haukur er frábær kennari, einlægur, sem gat útskýrt hvernig allt fer fram á „mannamáli“. Lærði heilmikið og frábært að fá gesti líka í heimsókn til að læra af þeim. Mæli 100% með. Takk fyrir!“

 

„Þetta námskeið gaf mér orku og vilja í að framkvæma draumana mína sem tengjast rekstri, ég fékk fullt af góðum ráðum sem ég bjóst ekki við, mæli óendanlega með þessu námskeiði þar sem það er farið mjög vandlega og skýrt yfir hluti 😀 😀

 

“Alveg hreint ótrúlegt magnið af upplýsingum sem koma fram á þessu stutta námskeiði. Ég þekkti engan í fyrirtækjarekstri eða neitt svona viðskipta fólk svo kom alveg græn á þetta námskeið en núna líður mér eins og ég viti allt sem ég þarf að vita. Haukur tók vel í allar spurningar sem ég hafði (sem voru margar) og svaraði öllum vel og þeim sem hann var ekki viss með þá gat maður spurt bókarann alvitra sem kom á námskeiðið að kenna okkur í seinni tímanum. Námskeiðið gerði það að stofna fyrirtæki að raunhæfu markmiði.“

Ímyndaðu þér hvernig líf þitt væri í dag ef þú gætir starfað við það sem þú hefur ástríðu fyrir og þyrftir ekki að hafa áhyggjur af peningum.

Ein af helstu ástæðunum fyrir því að ég elska fyrirtækjarekstur er sú að hann gefur þér tækifæri á að skapa lífið sem þig dreymir um.

Dreymir þig um að verða rík(ur)? ferðast um heiminn? vinna heiman frá þér? hafa meiri tíma með fjölskyldunni? hafa meiri sveigjanleika í vinnutímum? starfa við það sem þú hefur ástríðu fyrir?

Þú getur búið til rekstur sem hjálpar þér að láta þann draum verða að veruleika. Ef þú ferð rétt að strax frá fyrsta degi og ert með skýra sýn þá geturðu búið til rekstur sem gerir þá sýn að veruleika.

Við höfum öll mismunandi ástæður fyrir því að fara út í fyrirtækjarekstur en við eigum það öll sameiginlegt að ef við framkvæmum þetta rétt og náum árangri þá mun líf okkar og líf fjölskyldna okkar verða betra fyrir vikið.

Ekki sóa tíma þínum, orku og lífi í að vinna starf sem þú hefur enga ástríðu fyrir.

Taktu skrefið og skapaðu það líf sem þig dreymir um!

Viltu ýtarlegri lýsingu á námskeiðinu?

Ekki málið, hér kemur hún 🙂

Hluti 1: Afhverju viltu stofna fyrirtæki.
Þessi hluti felst í því að átta sig á afhverju þú ert að þessu og hvernig þú vilt byggja upp fyrirtækið þitt. Þetta er í raun grunnurinn að því að ná raunverulegum árangri í rekstri og þetta er það sem ég og margir aðrir reyndir frumkvöðlar vildum óska að við hefðum vitað þegar við stofnuðum fyrstu fyrirtækin okkar. Þetta nýtist þér hvort sem þú ert á byrjunarstigi eða nú þegar búin að stofna fyrirtækið.

Hluti 2: Viðskiptahugmyndin.
Hér ræðum við aðeins um hvernig hægt er að sannreyna viðskiptahugmyndina og hvernig þið getið vitað hvort þið séuð á réttri leið. Það eru ýmsar leiðir til að átta sig á því hvort það sé eitthvað vit í hugmyndinni og stundum er betra að athuga það áður en lengra er farið.

Hluti 3: Stofnun ehf.
Ég mun fara með ykkur í gegnum allan ferilinn við að stofna einkahlutafélag frá A-Ö. Ég mun varpa tölvuskjánum mínum upp á stóra skjáinn og í sameiningu munum við fara í gegnum það skref fyrir skref hvernig þú stofnar einkahlutafélag og í raun munum við gera allt nema ýta á “senda” takkann í umsóknarferlinu. Þannig þú munt aldrei aftur vera í vafa um hvernig þú stofnar fyrirtæki.

Hluti 4: Rekstur félags
Þar förum við yfir helstu atriði varðandi rekstur fyrirtækja, þarna tölum við um hvað virðisaukaskattur er og hvernig hann virkar í daglegum rekstri. Við tölum um launatengd gjöld og hvernig er hægt að hátta launagreiðslum til að sem mest skili sér til launþegana og eigandans. Við ræðum einnig góðar bókhaldsvenjur og margt margt fleira.

Hluti 5: Fjármögnun
Hérna förum við yfir alla helstu leiðir til að fjármagna fyrirtæki og tölum um kosti og galla hverjar aðferðar. Þú munt átta þig á þarna hvaða leiðir þú vilt skoða nánar og hvaða leiðir betra væri að sleppa.

Hluti 6: Sölu og markaðsmál
Hér getum því miður bara farið grunnt í þetta þar sem þetta er svo mikið efni en ég mun deila með ykkur góðum ráðum fyrir minni fyrirtæki um hvernig best er að byrja og hvar peningum ykkar er best varið. Einnig tala ég aðeins um vefsíðugerð, samfélagsmiðla, sölumál o.f.l.

Hluti 7: Góð ráð og algeng mistök
Svo enda ég alltaf á því að ræða um ýmis góð ráð og algeng mistök sem geta sparað mörgum mikinn tíma og pening. Stundum er gott að læra af mistökum annara svo maður þurfi ekki að gera þau sjálf(ur).

Bónus 1: Hvernig á að starfa með bókurum.
Við fáum heimsókn frá bókara til að kynna fyrir ykkur hvernig best er að vinna með bókhaldstofum og hann mun einnig svara öllum bókhaldsspurningum sem þið kunnið að hafa.

Bónus 2: Reynslusaga frumkvöðuls
Á hvert námskeið kemur í heimsókn frumkvöðull sem deilir sinni reynslusögu og það er alltaf nýr frumkvöðull í hverjum tíma. Þarna fáið þið tækifæri til að heyra raunverulega reynslusögu og spyrja spurninga.

Samstarfsaðilar

Námskeiðið á netinu!

Ef þið komist ekki á námskeiðið vegna staðsetningar eða tímasetningar námskeiðanna þá býðst ykkur nú að taka námskeiðið á netinu. Þannig getið þið tekið námskeiðið þegar ykkur hentar og á þeim hraða sem ykkur hentar og getið alltaf horft á ákveðna kafla aftur.

Taktu námskeiðið á netinu!

Hafa samband

Ef þér finnst eitthvað vera óskýrt varðandi námskeiðið eða ef þú hefur einhverjar frekari spurningar þá endilega sendu okkur tölvupóst á info@frumkvodlar.is og við reynum að svara þér eins fljótt og við getum.

Næsta námskeið verður haldið eftir

000 days 00 hours 00 minutes 00 seconds

Product reviews
 • jenniogsolrun@gmail.com
 • aron@intra.is
 • eyrunlydia@gmail.com
 • helgag@kth.se
 • laudia92@hotmail.com
 • siggikrlar@gmail.com
 • saulisaac@gmail.com
 • elin.sigurdardottir@gmail.com
 • tlj1@hi.is
 • katla_sigga@hotmail.com
 • elfarsnaer@gmail.com
 • sigga@siggalund.is
 • dosimos@gmail.com
 • kalligud@hotmail.com
 • vigdislinda@hotmail.com
 • duasdua@yahoo.com
 • bandrason@gmail.com
 • valdih200@mail.com
 • lindabjo@simnet.is
 • gaui@gaui.is
 • annasbwilkins@gmail.com
Add a review

Um Frumkvöðlar

Frumkvöðlar hafa allt frá árinu 2010 sérhæft sig í að fræða almenning um allt það sem tengist stofnun og rekstri fyrirtækja. Það er von okkar að efnið sem hefur safnast saman hér á þessari síðu geti nýst jafnt þeim sem langar að fara út í eigin rekstur og þeim sem eru nú þegar í rekstri.

Netfang
info@frumkvodlar.is

Fylgdu mér

Skráðu þig á póstlistann.

Privacy Preference Center