Ráðgjöf fyrir núverandi og verðandi frumkvöðla

Ráðgjöf og stuðningur
hjálpar þér að ná árangri


Ég er hérna til þess að aðstoða og hjálpa þér að ná árangri. Hvort sem þú ert að taka þín fyrstu skref eða ert þaulreyndur frumkvöðull þá get ég veitt þér þann stuðning og innblástur sem þú þarft til að ná lengra!

Bóka tíma í ráðgjöf

Ég get aðstoðað þig með..

Fyrstu skrefin

Það er mikilvægt að undirbúa reksturinn rétt, velja réttu viðskiptahugmyndinna, sannreyna hana, lágmarka fjárhagslega áhættu, fjármagna fyrirtækið og búa til góðan grunn sem styður við þín markmið og framtíðarsýn.

Fjármögnun

Það þarf að velja réttu leiðina til að fjármagna fyrirtækið þitt, hvort sem það er styrkir, fjárfestar, vörusala eða frumlegar lausnir. Starfaðu svo markvisst og af staðfestu þangað til fjármögnun er lokið.

Yfirstíga hindranir

Stór hluti af því að vera frumkvöðull er að vera sífellt að takast á við erfiðar hindranir. Hvort sem þið eruð að yfirstíga ótta eða flókin verkefni þá þurfum við öll á hjálp að halda einstaka sinnum.

Sölukynningar (e. Pitch Decks)

Fáðu aðstoð við að búa til fullkomnu sölukynninguna fyrir fjárfesta, viðskiptavini, samstarfsaðila, styrkumsóknir eða bara til að fá skýrari stefnu í rekstrinum.

Stuðningur

Ráðgjöfin er fyrir alla þá sem vilja geta leitað til einhvers til að fá skýr og einföld svör við öllu því sem tengist stofnun og rekstri fyrirtækja. Það sem meira er þá færðu einnig stuðning og aðhald. Ég sé til þess að þú haldir þér við efnið og sért sífellt að taka skref í rétta átt. 

Ráðgjafi

Haukur Guðjónsson býr yfir tveggja áratuga reynslu í frumkvöðlastarfi og hefur sjálfur stofnað 7 fyrirtæki í tveimur heimsálfum og þremur löndum. Hann hefur verið virkur þátttakandi í að byggja upp frumkvöðlaumhverfið á Íslandi og kenndi sitt fyrsta námskeið í stofnun fyrirtækja árið 2009 þegar hann hélt frítt námskeið í stofnun fyrirtækja til að hjálpa þeim sem höfðu farið illa út úr efnahagshruninu 2008. Siðan þá hefur hann kennt, leiðbeint og mentorað hundruði frumkvöðla bæði hér heima og í Norður Ameríku auk þess sem hann hefur verið virkur fyrirlesari og greinahöfundur.

Bóka tíma

Vegna eftirspurnar hef ég ákveðið að handvelja inn hverjum ég vinn með. Vinsamlegast sendið mér tölvupóst á [email protected] og látið mig vita hvað þið þurfið hjálp með og ég mun svara ykkur eins fljótt og eg get.