Vinnustofa fyrir fyrirtækjaeigendur

Náðu tökum á rekstrinum!

Þetta er tveggja daga löng vinnustofa í eigin persónu fyrir eigendur lítilla fyrirtækja sem eru orðnir leiðir á endalausu stressi og kvíða. Eigendur sem eru tilbúnir að læra að reka fyrirtækið með hagkvæmari og heilbrigðari hætti svo þeir þurfi ekki lengur að vinna myrkranna á milli.

ATH flest stéttarfélög endurgreiða 90-100%!

Skrá mig
 

Hjálpaðu fyrirtækinu þínu að vaxa og dafna!

Allir fyrirtækjaeigendur lenda í því á einhverjum tímapunkti að reksturinn staðnar og hættir að vaxa. Þá er mikilvægt að festast ekki í sama farinu, hrista af sér slenið og vera með skýra aðgerðaráætlun til að komast aftur á beinu brautina. 

Ég er til í vöxt!

Skapaðu meiri tíma og frelsi fyrir sjálfa(n) þig!

Í stað þess að vinna mikið skaltu vinna skynsamlega. Lærðu að forgangsraða verkefnum, úhýsa því sem þú þarft ekki sjálf(ur) að gera, hætta gera það sem er skilar engu í reksturinn og einungis vinna við það mikilvægasta. Náðu stjórn á tíma þínum og rekstri þínum og skapaðu þér meiri sveigjanleika og frelsi.

Ég vil meiri tíma og frelsi!

Skapaðu meiri hamingju!

Í fyrirtækjarekstri höfum við tækifæri á að starfa við það sem við höfum ástríðu fyrir og skapa okkur það líf sem okkur dreymir um. En ef við erum ekki með skýr markmið og aðgerðaráætlun þá getur reksturinn auðveldlega breyst í martröð sem mergsýgur allan tíma okkar og orku. Vertu því viss um það að þú sért að skapa meiri hamingju en ekki meiri vesen.

Ég er til í meiri hamingju :)

Færni sem þú munt öðlast

 

Greining

Lærðu að greina stöðuna á rekstrinum með einföldum hætti og greina hvað megi betur fara. 

Markmiðasetning

Lærðu að búa til skýr og góð markmið bæði fyrir reksturinn og þig persónulega.

Forgangsröðun

Tryggðu að þú sért alltaf að vinna að mikilvægustu verkefnunum á hverjum tímapunkt.

Sjálfvirknivæðing

Kynningar á hvernig megi sjálfvirkivæða hina ýmsu ferla í fyrirtækinu.

Hugbúnaður

Kynningu á hugbúnaði sem gæti einfaldað og hraðað ferlum í rekstrinum.

Úthýsing

Lærðu að úthýsa verkefnum til starfsmanna og utanaðkomandi verktaka.

Tímastjórnun

Lærðu að nýta tíma þinn og starfsmanna þinna betur með greiningu og skipulagi.

Vertu óþörf/óþarfur

Lærðu að skipuleggja fyrirtæki þitt þannig að þú verðir ekki lengur nauðsynlegur partur af fyrirtækinu.

Upplýsingar um námskeiðið og dagskrá

Það er takmarkaður fjöldi sæta á hverjum viðburð til að tryggja persónulega upplifun. Vinnustofan er heil helgi sem byrjar á sameiginlegum morgunverð á laugardeginum til að kynnast hópnum. Unnið verður frá 9 um morguninn til 16:00 báða daga. Viðburðurinn fer allur fram Hilton Reykjavik Nordica hótelinu á Suðurlandsbraut og er kaffi og meðlæti innifalið en ekki hádegismatur.

Vinnustofan er blanda af fyrirlestrum, verkefnavinnu, hópavinnu, kynningum og bygging tengslanets.

 

Laugardagur

09:00 Kynning og kynnumst

10:00 Hvað er frumkvöðull?

12:00 Hádegismatur

13:00 Markmiðasetning

14:00 Gestafyrirlestur

14:40 Markmiðasetning

16:00 Ljúkum deginum

Sunnudagur

09:00 Morgunmatur og spjall

09:30 Tímastjórnun

12:00 Hádegishlé 

13:00 Staðlaðir verkferlar 

14:30 Sjálfvirknivæðing

15:30 Skelltu þér í frí!

16:00 Ljúkum deginum

Hvað fannst þeim um vinnustofuna?

 

Leiðbeinandi

Leiðbeinandi námskeiðsins er Haukur Guðjónsson stofnandi frumkvöðlar.is. Haukur býr yfir tveggja áratuga reynslu í frumkvöðlastarfi og hefur sjálfur stofnað 7 fyrirtæki í tveimur heimsálfum og þremur löndum. Hann hefur verið virkur þátttakandi í að byggja upp frumkvöðlaumhverfið á Íslandi og kenndi sitt fyrsta námskeið í stofnun fyrirtækja árið 2009 þegar hann hélt frítt námskeið í stofnun fyrirtækja til að hjálpa þeim sem höfðu farið illa út úr efnahagshruninu 2008. Siðan þá hefur hann kennt, leiðbeint og mentorað hundruði frumkvöðla bæði hér heima og í Norður Ameríku auk þess sem hann hefur verið virkur fyrirlesari og greinahöfundur bæði á íslensku inn á frumkvodlar.is og á ensku inn á vikingentrepreneur.com.

Vinnustofan er fyrir þig ef..

 • þú rekur þitt eigið fyrirtæki með 0-50 starfsmenn.
 • þú vinnur meira en 40 tíma í viku
 • þú vilt sjá aukin vöxt hjá fyrirtækinu
 • þú værir til í meiri frítíma til að sinna fjölskyldu og áhugamálum.
 • þú vilt að fyrirtækið þitt skapi þér betra líf.

Vinnustofan er EKKI fyrir þig ef..

 • þú ert ekki að reka þitt eigið fyrirtæki
 • þú ert með fleiri en 50 starfsmenn
 • þú ert fjárfestir og/eða átt í mörgum fyrirtækjum
 • þú trúir því að það sé ekki hægt að betrumbæta reksturinn þinn.
 • þú ert ekki tilbúinn að vera með opin huga og prufa nýja hluti.

BÓNUS 1: Verkefnahefti

Ýtarlegt verkefnahefti sem notað verður á námskeiðinu sjálfu auk þess sem það verður handbók þín í fyrirtækjarekstrinum í framhaldi af námskeiðinu.

BÓNUS 2: Frír mánuður í Stuðningsnetinu

Stuðningsnetið er lokaður hópur frumkvöðla sem hefur það skýra markmið að hjálpa hvort öðru til að ná árangri í fyrirtækjarekstri. Í hverjum mánuði fer fram hópþjálfun, Zoom hittingar, fræðslumyndbönd og margt fleira.

Næsta námskeið verður 19.-20.febrúar

Við lokum á skráningar á vinnustofuna 1 viku áður en vinnustofan sjálf hefst til að gefa þátttakendum tækifæri á að vinna heimavinnuna sína fyrir námskeiðið.

00

DAYS

00

HOURS

00

MINS

00

SECS

Skráning á Vinnustofu

kr.119.000-

Dagsetning: 19.-20.febrúar

 • Kynnumst betur (Tengslanet)
 • Einkenni frumkvöðuls
 • Markmiðasetning
 • Tímastjórnun
 • Hugbúnaður/sjálfvirkni
 • Gerðu þig óþarfa(n)
 • Bónus 1: Verkefnahefti
 • Bónus 2: Frír mánuður í stuðningsnetinu.

Næsta námskeið: 19.-20.febrúar

Takmörkuð sæti í boði: 10 sæti laus

Skrá mig

Algengar spurningar

Hafa samband

Ef þér finnst eitthvað vera óskýrt varðandi vinnustofuna eða ef þú hefur einhverjar frekari spurningar þá endilega sendu okkur tölvupóst á [email protected] og við reynum að svara þér eins fljótt og við getum.