Sama hvert maður snýr sér, alls staðar virðast fréttir fjalla um frumkvöðla-hitt og frumkvöðla-þetta.

Hver smellurinn á fætur öðrum slær i gegn á Kickstarter og virðist nánast vikuleg uppákoma að sniðugt lítið app sigri heiminn og geri höfundana að skrilljarðamæringum.

Var löngu kominn tími til að South Park gerði grín að þessu öllu saman.

 

Á miðvikudag fengu bandarískir sjónvarpsáhorfendur að sjá Go Fund Yourself, fyrsta þáttinn í 18. þáttaröð þessara vinsælu teknimynda.

Þar hafa strákarnir tekið sig til og sett sprotafyrirtæki á laggirnar, og byrja fljótlega að raka peningunum inn á Kickstarter.

 

Er vissara að segja ekki of mikið um hvað gerist næst, en óhætt að mæla með þessum þætti fyrir frumkvöðla sem langar að hlæja örlítið að sjálfum sér.

Smella má hér til að horfa á þáttinn, á síðu sem ætti að virka á íslenskum tölvum.