Námskeið í styrkumsóknaskrifum

Lærðu að skrifa styrkumsóknir eins og fagmanneskja

Á þessu námskeiði mun Þórunn Jónsdóttir, sérfræðingur í styrkumsóknaskrifum leiða þig í gegnum styrkjafrumskóginn. Að námskeiðinu loknu er markmiðið að þú skiljir hvaða hugarfar skilar árangri þegar verið er að skrifa styrkumsókn, þekkir grunnhugtök styrkumsókna og hvernig á að lesa reglur og kríteríu hvers sjóðs.

ATH flest stéttarfélög veita 90-100% styrk fyrir þessu námi!

Skrá mig
 

Hvaða styrkir eru í boði og hvernig sæki ég um þá?

Flestir átta sig ekki á því að í boði eru tugir og jafnvel hundruðir mismunandi styrkja fyrir margs konar tegundir verkefna. Erfitt getur reynst að feta sig í gegnum styrkjafrumskóginn og að átta sig á því hvaða styrkir henta hverju sinni. Á námskeiðinu fer Þórunn yfir það hvaða flokkar af styrkjum eru í boði, hvar þið getið fundið þá og hvernig þið farið að því að sækja um þá.

10 hlutir sem þú munt læra á þessu námskeiði

 1. Að meta hvers konar verkefni eru styrkhæf.
 2. Hvaða styrkir eru í boði.
 3. Hvers konar hugarfar skilar árangri við styrkumsóknaskrifin.
 4. Algengustu mistökin sem umsækjendur um styrki gera.
 5. Grunnreglur í styrkumsóknaskrifum.
 6. Hvernig þú getur nýtt þér reglur og matsblöð sjóðanna til að ná meiri árangri.
 7. Hvernig umfang verkefnisins er skilgreint.
 8. Hvað einkennir góða verk- og kostnaðaráætlun.
 9. Leiðir til þess að uppfylla mótframlagskröfur.
 10. Hvernig frásagnarlistin getur nýst í umsóknarskrifum.

Leiðbeinandi

Þórunn Jónsdóttir starfar sem ráðgjafi á sviði fjármögnunar og styrkumsóknaskrifa, auk þess að sinna verkefnastjórnun í tengslum við styrki. Hún skrifaði sína fyrstu styrkumsókn árið 2009 en  hefur frá árinu 2014 starfað við styrkjaráðgjöf. Þórunn hefur náð í yfir rúmlega einn milljarð króna í styrki frá íslenskum sjóðum fyrir viðskiptavini sína, sem eru mörg af efnilegustu sprotafyrirtækjum landsins, og hún er með 30% meðal árangurshlutfall í umsóknum hjá Tækniþróunarsjóði. Hún trúir þvi að allir geti skrifað árangursríka styrkumsókn ef þeir fá leiðsögn og stuðning til þess.

Samstarfsaðilar

BÓNUS 1: 10 algengar spurningar um styrki

Myndbandsupptaka þar sem Þórunn Jónsdóttir svarar 10 algengustu spurningunum um styrki frá íslenskum frumkvöðlum.

 

BÓNUS 2: Styrkjadagatal 2022 (pdf + ics)

Dagatal þar sem búið er að merkja inn umsóknarfrest á mörgum af helstu styrkjunum sem hægt er að sækja um á Íslandi.

Vefnámskeið í forsölu

kr.24.900-

 • Myndbönd
 • Vinnuhefti
 • Vinnuskjöl sem nýtast við umsóknaskrifin
 • Styrkjalisti
 • Orðalisti styrkumsókna
 • Bónus: 10 góð ráð við styrkumsóknaskrifin
 • Bónus: Styrkjadagatal
Skrá mig

Hafa samband

Ef þér finnst eitthvað vera óskýrt varðandi námskeiðið eða ef þú hefur einhverjar frekari spurningar þá endilega sendu okkur tölvupóst á [email protected] og við reynum að svara þér eins fljótt og við getum.