Um okkur

Vefsíðan frumkvöðlar.is fór fyrst í loftið í maí 2010 og var þá ein af allra fyrstu vefsíðunum til að fjalla um íslenskt frumkvöðlastarf. Markmið vefsíðunar hefur alla tíð verið það að reyna aðstoða alla þá sem hafa áhuga á að fara út í eigin rekstur við að afla sér upplýsingar og fróðleik um hvernig best sé að gera það. Vefsíðan er viðhaldið af stofnenda hennar, Hauki Guðjónssyni sem er með tveggja áratuga reynslu af frumkvöðlastarfi að baki sér og brennandi ástríðu til að aðstoða frumkvöðla taka sín fyrstu skref.

 

Haukur Guðjónsson
haukur@frumkvodlar.is

Haukur býr yfir tveggja áratuga reynslu í frumkvöðlastarfi og hefur sjálfur stofnað 7 fyrirtæki í tveimur heimsálfum og þremur löndum. Hann hefur verið virkur þátttakandi í að byggja upp frumkvöðlaumhverfið á Íslandi og kenndi sitt fyrsta námskeið í stofnun fyrirtækja árið 2009 þegar hann hélt frítt námskeið í stofnun fyrirtækja til að hjálpa þeim sem höfðu farið illa út úr efnahagshruninu 2008. Siðan þá hefur hann kennt, leiðbeint og mentorað hundruði frumkvöðla bæði hér heima og í Norður Ameríku auk þess sem hann hefur verið virkur fyrirlesari og bloggari bæði á íslensku inn á frumkvodlar.is og á ensku inn á vikingentrepreneur.com.