Framhald af fyrri grein: Hvernig fær maður umboð fyrir vöru?

Það sem byrjaði bara sem ein stutt færsla um hvernig eigi að fá umboð fyrir vöru er svolítið búið að breytast í röð greina þar sem ég fer deili með ykkur öllu því sem ég er að fara í gegnum til að fá umboð fyrir vöru, stofna fyrirtæki í kringum það og byrja selja og markaðssetja. Vonandi hafið þið gagn og gaman af.

En í þessari viku (viku tvö) gerði ég eftirfarandi atriði:

Valdi nafn á félagið

Tekur alltaf smá tíma að finna gott nafn á félagið og ég vildi helst reyna tryggja það að lénið fyrir nafninu væri laust áður en ég stofnaði það. Það getur verið gott að kíkja inn á ISNIC og athuga þar hvort lénið sé laust.

Ég stofnaði einkahlutafélag

Sem er tiltölulega auðveldur ferill núorðið en ég fjalla meira um það í þessari grein: Að stofna fyrirtæki á 10 mínútum.

Skráði fyrirtækið á vsk-skila og launagreiðendaskrá.

Eins auðvelt og það er að stofna ehf. á netinu þá þarf maður að skrá sig á vsk-skila skrá og launagreiðendaskrá með gamla hættinum, prenta út eyðublað RSK 5.02 og skila til þeirra. Ég verð að segja að mér finnst bæði flókið og leiðinlegt að fylla út þetta eyðublað og það endaði á því að ég heyrði í bókaranum mínum áður en ég skilaði því inn einfaldlega útaf því að ég var ekki viss um hvernig best væri að fylla það út.

Stofnaði bankareikning

Ég er í LanDsbankanum og þar þurfti ég að mæta á staðinn og skrifa undir einhverja pappíra og frekar tímafrekt, hef heyrt að aðrir bankar eins og Arion bjóði upp á að stofna þá rafrænt en ég hef sjálfur ekki prufað það.

Rannsakaði betur framleiðendann

Ég hafði einungis kynnt mér framleiðendann lítilega þegar ég hafði fyrst samband en þar sem ég er að íhuga að fara í langtímasamstarf við þá fannst mér mikilvægt að þekkja þá og vöruframboð þeirra betur.

Setja efni inn á vefsíðuna

Ég henti upp Shopify síðu í síðustu viku og það var í sjálfu sér ekki alltof flókið en tímafrekasta starfið er alltaf að setja gott og ýtarlegt efni inn á vefsíðuna. Ég byrjaði aðeins á því í þessari viku.

Bjó til lógó

Ef maður er með takmarkað fjármagn þá á maður ekki að ráða dýran hönnuð til að búa til logo, ég hef frekar haft þá regluna á hlutum að búa mér bara til einfalt logo sjálfur og svo þegar félagið er farið að skila hagnaði þá ræð ég hönnuð til að gera það rétt.

Greiðslugátt hjá Valitor

Tók ákvörðun um að notast við Valitor greiðslugáttina og hafði samband við þau.

Undirbúa fyrstu pöntun.

Svo byrjaði ég að reyna raða saman vörum í fyrstu pöntun.